Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 10
er e.t.v. engin furða, þar eð skin af blárri
og blágrænni bylgjulengd berst lengst allra
ljósbylgna í vatni. Þá vill einnig svo til að
augu flestrá fiska eru næmust fyrir bláu og
blágrænu ljósskini. Að lífljóminn sé
kaldur þýðir að engin varmaorka myndast
við myndun ljóssins, en hjá öllum öðrum
ljósgjöfum myndast varmi samhliða Ijósi.
Lífljóminn er enda oft kallaður
„kaldaskin“ öðru nafni.
Lífljómunin byggist á efnahvarfi þar
sem til sögunnar koma Ijósefni (samband
nokkurra eggjahvítuefna undir samheitinu
lúsíferín), efnahvarfshvati (ensímið
lúsíferasi), vetnisjón og súrefni (Nicol
1966). Það eru bakteríurnar sem leggja til
ljósefnið og hvatann en líklega útvegar
fískurinn súrefnið. Efnahvarfið gengur
líklega fyrir sig á eftirfarandi hátt:
2(lúsíferín-H2)+ ö2 J^!L>
2(lúsíferín) + 2H O + ljóseind
Hjá þeim örfáu lifandi lúsíferum sem
hafa verið athugaðir og kveikt höfðu á
veiðistönginni skein ljós stöðugt úr ljós-
færunum. Hjá náskyldri fisktegund blikk-
uðu ljósin hins vegar og einnig sást til
þegar fiskurinn sprautaði ljósskýi út um
ljósopið á perunni (Bertelsen og Krefft
1988). Ýmsir sjávarhryggleysingjar, eink-
um smokkfiskar, sprauta gjarnan ljósskýi
af þessu tagi út í sjóinn og er jafnvel talið
að það rugli óvini í ríminu. Vel má vera að
lúsíferinn hafi álíka stjóm á ljósabúnaði
sínum.
■ ANNAR BÚNAÐUR:
AÐLÖGUN OG
ORKUSPARNAÐUR
Veiðistöngin er eitt af mörgum dæmum
um aðlögun kjaftagelgna að djúpsjávarlífi
og um leið er hún ágætt dæmi um
hagkvæmni í lausnum náttúmvalsins.
Hagkvæmnin felst m.a. í orkusparnaði,
svo sem þegar fískamir lokka til sín
bráðina í stað þess að elta hana uppi, sem
væri mjög erfitt og „kostnaðarsamt“ við
kringumstæðurnar í djúphafmu. Flest
bendir til að Iúsíferinn lokki til sín bráðina
með því að sveigja veiðistöngina fram
fyrir hausinn, þannig að þræðirnir dingli
rétt fyrir írarnan lokaðan kjafitinn. I þessari
stellingu bíður lúsíferinn líklega átekta þar
til bráðin er nógu nærri en þá glennir hann
skoltana skyndilega upp og bráðin sogast
inn í ginið. Aðrar orkuspamaðarleiðir
felast m.a. í sérhæfingu tannbúnaðar og
meltingarfæra. Til dæmis ríður mikið á að
lúsíferinn haldi bráð sinni örugglega þegar
hann hefur loksins klófest hana - það gæti
reynst dýrkeypt að missa bitann þar sem
fæða er torfundin og óvíst hvenær aftur
hittist á feng. Til að vama því að bráðin
sleppi eru kjálkar lúsífersins alsettir löng-
um og skörpum tönnum sem hallar inn á
við. Með vaxandi aldri fisksins bætast við
nýjar og sífellt lengri tennur á skoltana
innanverða. Elstu og minnstu tennumar
yst á skoltunum eyðast og falla af jafn-
óðum og þær nýju bætast við. I fullvaxinni
lúsíferahrygnu hafa verið taldar á fímmta
hundrað tennur!
Meltingarfæri kjaftagelgnanna eru frá-
brugðin meltingarfærum margra annarra
beinfíska að því leyti að þau eru teygjan-
legri og hlutfallslega lengri. Teygjanleiki í
magaveggjum kemur sér vel þar eð hann
gerir kjaftagelgjum kleift að gleypa mjög
stóra bita í einu, sem er orkufræðilega
hagkvæmt í fæðusnauðu umhverfínu.
Löng görn hefur í för með sér að fæðan
dvelur lengur í meltingarkerfínu og þannig
gefst meiri tími til orkuupptöku. í lúsífer
Náttúmfræðistofunnar mældist görnin 153
cm á lengd, þ.e. tæplega ljómm sinnum
lengri en fískurinn sjálfur, en nefna má að
garnarlengd þorska er að jafnaði svipuð og
þorskamir eru langir.
Og hver skyldi hin ginnkeypta bráð vera
sem er svo ólánsöm að láta blekkjast af
ljósadýrð lúsífersins? Því miður fer ekki
mörgum sögum af fæðu lúsífers eða ann-
arra kjaftagelgna. Magar þeirra hafa oftast
reynst tómir við skoðun. Sú var og raunin
með lúsíferinn sem nýlega barst Náttúm-
fræðistofunni. Þetta bendir enn frekar til
að fæða sé ekki á hverju strái á heima-
172