Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 11
slóðum kjaftagelgnanna. í mögum þeirra
tiltölulega fáu físka af lúsíferaætt sem
greinst hafa með fæðu hefur mest borið á
smokkfiskum og ýmsum tegundum djúp-
sjávarfíska, auk smágerðra krabbadýra.
Eins og gengur í náttúrunni snýst lifíð
hjá kjaftagelgjunum bæði um það að éta
og að forðast að vera étinn. Kjaftagelgj-
urnar eru sjaldgæfar og lifa við þannig
aðstæður að erfítt er að fínna þær. Á hinn
bóginn eru kjaftagelgjurnar hægfara og
því ættu rándýr ekki að þurfa að eyða
miklu púðri í að eltast við þær. En þar með
er ekki öll sagan sögð. Kjaftagelgjumar
hafa sitthvað til að bera sem gerir þær
ólystugar. Þannig er t.d. húð lúsífersins,
sem er hreisturlaus eins og húð annarra
kjaftagelgna, þakin beittum beinvörtum
sem fiskurinn getur þrýst út og dregið inn
(5. mynd). Beinvörtumar em margar, allt
að 150 talsins á fullvöxnum físki, og þær
standa allt að 1 cm út úr roðinu. Talið er að
beinvörturnar komi einkum að notum sem
vöm gegn kolkröbbum og smokkfískum,
°g byggist það á því að sogskálamar á
gripörmum lindýranna festast verr við
fískinn vegna beinvartnanna.
I fljótu bragði mætti búast við að
kjaftagelgjur hefðu stór augu svo að þær
sæju betur í nær simyrkvuðu umhverfí
sínu, en svo er ekki. Kjaftagelgjumar hafa
hlutfallslega lítil augu, en almennt gætir
þeirrar tilhneigingar hjá fískum að augun
eru því minni sem búsvæði físksins stend-
ur dýpra. Þegar betur er að gáð þurfa aug-
un heldur ekkert að vera stór. Eina birtan
sem eitthvað kveður að í umhverfinu er
lífljóminn og til að nema slíka birtu nægir
lítið en næmt auga. í öllu falli hefúr nátt-
úran búið svo um hnútana að augu
kjaftagelgna em hlutfallslega lítil, eða um
2% af heildarlengd fískanna. Hjá þorsk-
um, sem lifa tiltölulega ofarlega í sjónum,
em augun jafnan um 4% af heildarlengd
fískanna. Ef til vill hefúr orkuávinningur-
inn af því að hafa lítil augu fremur en stór
orðið sterkari í náttúrvalinu hjá kjafta-
gelgjunum, en efnaskiptahraði og þar með
orkuþörf er mjög mikil í augum rniðað við
aðra vefí.
5. mynd. Beinvörtur á lúsífer. Ljósm.
Guðmundur Ingólfsson.
■ VAN DAMÁLIÐ AÐ SÖKKVA
EKKI
Fiskar þurfa náttúrulega að glíma við
þyngdaraflið eins og aðrar lífverur. Vanda-
mál físka sem halda sig íjarri botni er
tvíþætt; að sökkva hvorki né fljóta stjóm-
laust. Málið snýst því um að viðhalda
hlutlausu floti. Þeir fískar sem ferðast að
einhverju marki upp og niður i vatns-
bolnum, en það gera flestar tegundir, hafa
loftfylltan sundmaga í þessum tilgangi. Til
að viðhalda hlutleysi í floti þarf rúmmál
sundmagans að haldast óbreytt. Þegar
fiskur syndir niður á við er lofti dælt inn í
sundmagann til að vega upp á móti minnk-
un í rúmmáli vegna aukins vatnsþrýstings,
þvíannars sykki fiskurinn hraðar en hann
kærði sig um. Dæmið snýst við þegar
fískurinn syndir upp. Loftskiptin eiga sér
stað á milli sundmaga annars vegar og
blóðrásar eða meltingargangs hins vegar.
Kjaftagelgjumar hafa engan sundmaga
og því hafa þróast með þeim aðrar lausnir
sem koma í veg fyrir að þær sökkvi.
Veigamest er létting í byggingu beina og
vöðva, en beinefnið er mjög þétt í sér og
eðlisþungt (u.þ.b. 2,0) miðað við sjóinn
(u.þ.b. 1,0). í samræmi við þetta er beina-
bygging kjaftagelgnanna rýr, t.d. vantar
173