Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 15
Berghlaup eða URÐARJÖKLAR? FYRSTI ÞÁTTUR Náttúruhamfarir eru algengar hér á landi. Má þar nefna eldsumbrot, jarð- skjálfta, aurskriður, snjóflóð, óveður og sjávarflóð. Þeir sem lesið hafa jarð- fræði í íslenskum menntastofnunum á síðustu áratugum kannast vafalaust við geysistórar bergskriður sem skilið hafa eftir sig gríðarmikla urðarbingi víða um land, einkum á blágrýtissvæðunum. Samkvœmt kennslubókum hafa berg- skriðurnar brotnað úr föstu bergi í fjallahliðum og hrapað fram á lág- lendið á örskotsstund. Hér er tilurð urðarbingjanna skoðuð frá öðru sjón- arhorni en venja hefur verið. Þessar hugmyndir gœtu skýrt hvers vegna slíkar náttúruhamfarir hafa ekki hrjáð landsmenn íþeim mœli er ætla mætti ef tekið er mið af fjölda urðarbingjanna á landinu. ugtakið berghlaup (margir nota Horðið framhlaup) er notað um bergskriður þar sem berg brotnar --------úr berggrunni í fjallshlíð og hrynur niður. Atburðurinn gengur yfir á nokkrum tugum sekúndna eða fáeinum mínútum. Nokkuð var ritað um þetta efni Ágúst Guðmundsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1976. Hann starfaði hjá Vatnsorkudeild Orkustofnunar til ársins 1990, einkum við undirbúningsrannsóknir fyrir jarðgöng og vatnsaflsvirkjanir. Ágúst hcfur síðan starfað við eigið fyrirtæki, Jarðtæknistofuna hf. ÁGÚST GUÐMUNDSSON fyrir 10-30 árum og ber þar hæst ritverk Ólafs Jónssonar búnaðarráðunautar, Berg- hlaup sem kom út árið 1976. Hlaut ritið mikið lof, enda unnið af einstakri elju- semi. í ritinu skýrir Ólafur tilurð berg- hlaupa, þar sem hann segir fjallshlíðamar klofna niður og byltast fram í einu vet- fangi. Berghlaupum (bergskriðum) er einnig lýst skilmerkilega í bókinni Jarð- fræði, saga bergs og Iands eftir Þorleif Einarsson jarðfræðing, en hún kom út árið 1967. Ámi Hjartarson (1982, 1990) jarð- fræðingur hefur og lýst berghlaupum og tilurð þeirra í tímaritsgreinum og svo hafa lleiri höfundar gert þótt í minna mæli sé. Öllum þessum lýsingum ber saman við lýsingar Ólafs á þann veg að berglög fjallanna brotni niður og bergið hrynji fram á örskotsstund. Hér verður reynt að horfa á berghlaupin frá öðru sjónarhomi en þau hafa óneitanlega oft orðið á vegi mínum við jarðfræðistörf á síðastliðnum 15-20 ámm. HVIÐTEKNAR KENNINGAR RENGDAR Danir á öndverðum meiði Upphaflega hugaði ég aðeins lauslega að berghlaupum og efaðist lítt um viðteknar skýringar á tilurð þeirra. Fannst mér þau þó furðanlega lík urðum í skálarbotnum í háfjöllum á Tröllaskaga. Þáttaskil urðu í skoðunum mínum árið 1980. Þá var ég fylgdarmaður tveggja danskra jarðfræð- inga, þeirra P.H. Nielsen og R. Waagstein, Náttúrufræðingurinn 64 (3), bls. 177-186, 1995. 177
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.