Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 18
3. mynd. Kunnugleg fjallasýn frá Reykjavík. Milli Þverfells og Kistufells í Esju er einn samfelldur urðarbingur. Þetta hefur lengi verið talið fagurt dœtni um berghlaup en að mati höfundar er þetta forn urðarjökull. Ljósm. Agúst Guðmundsson. Þorvaldur Thoroddsen Þegar Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) hafði ferðast um ísland 1882-1898 lýsti hann af kostgæfni því er fyrir augu bar (Þorvaldur Thoroddsen 1958-1960). Hnaut hann þá öðru hvoru um þá urðar- bingi sem hér eru til umfjöllunar. Taldi hann þá almennt vera jökulmenjar, þó líklega með einhverjum undantekningum. Berghlaupakenningin sett fram Úti í hinum stóra heimi gerðist það árið 1909 að E. Howe birti merka ritsmíð, sem víða er vitnað til, og fjallar hún um berg- hlaup (landslides) í San Juan fjöllum í Colorado í Bandaríkjunum. Óhjákvæmi- legt er að fjalla hér nokkuð um þetta verk vegna þeirra áhrifa sem það virðist hafa haft hér á landi. Howe birti nákvæmar lýsingar á útliti urðarbingja sem þar eru útbreiddir og telur þá vera berghlaup (Giardino og Vick 1987, bls. 271). Howe segir m.a.: „They are strictly landslides and owe their present form entirely to the nature of their fall and to the character or physical condition of the rocks involved in the fall. There can be little doubt that the detrius flowed down the valley sides or ba- sin floors; not, however, at some such rate as a glacier, but with a sudden violent rush that ended as quickly as it started“ (laus- lega snarað: Þetta eru örugglega berg- hlaup og útlit þeirra rœðst eingöngu af fallhœðinni og eiginleikum bergsins í skriðunni. Það leikur varla nokkur vafi á því að urðin skreið niður hlíðarnar. Hún fór hinsvegar ekki með hraða skriðjökuls heldur æddi skyndilega með ógnarhraða niður hlíðarnar og stöðvaðist síðan jafn snögglega og hún hljóp af stað). Vestanhafs fóru menn síðar að athuga nánar urðarbingi í ijöllum sem samkvæmt kenningum Howe gengu undir nafninu berghlaup. Smám saman fóru að renna á þá tvær grímur því sumir haugamir reynd- ust vera á hreyfíngu þótt hægt færu. Voru haugarnir þá krufnir til mergjar og sýndist mönnum að Howe hefði illilega verið á villigötum. Haugamir voru nú taldir vera ummerki um virka og óvirka urðarjökla en 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.