Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 22
YFIR 500 BERGHLAUP Á LANDINU! Arið 1981 kom út hjá Orkustofnun skýrsla undir heitinu Vatnabúskapur Austurlands III lokaskýrsla, eftir þá Ama Hjartarson Freystein Sigurðsson og Þórólf Hafstað. I skýrslunni lýsa þeir um 150 framhlaupum. í grein er Árni ritar í Týli árið 1982 gefur hann greinargóða samantekt um berghlaup og tilurð þeirra. Segir hann að berghlaup séu afar algeng fyrirbrigði á íslandi og segir svo frá. „í jarðfræðiritum og á kort- um hefur verið gerð grein fyrir um 500 hlaupum og langt er frá að öll kurl séu komin til grafar. Til eru mælingar og skrásettar athuganir á 450 hlaupum. Þar af hefur Ólafur lýst um 200 en sjálfur hef ég skoðað um 150 hlaup til viðbótar, flest austanlands.“ Árið 1983 birtu W.B. Whalley, G.R. Douglas og Ægir Jónsson grein í sænska timaritinu Geografiska Annaler þar sem þeir fjalla um stærð og útbreiðslu berg- hlaupa á íslandi. Má segja að þar fari samantekt eða útdráttur úr berghlaupabók Ólafs Jónssonar og ekki annað að sjá en að greinarhöfundar sé í nær öllu sammála túlkun Ólafs á tilurð berghlaupanna. Þá birta þeir ljósmyndir af tveimur íslenskum berghlaupum, litlu berghlaupi í Skjóldal í Eyjafírði og stóru berghlaupi í suður- hlíðum Esju (sbr. 2. mynd). í grein eftir P.G. Johnson (1987) í safn- ritinu Rock glaciers rakst ég á örstutta tilvitnun í ofangreinda grein þar sem að- eins er minnst á að útlit íslensku berg- hlaupanna sé svipað og urðarjökla í Norð- ur-Ameríku eða orðrétt. „Large bedrock failures have recently been reported from Iceland (Whalley, Douglas and Jonsson) with resulting flow forms that morpho- logically are very similar to the rock gla- ciers of the Yukon territory.“ Þetta er reyndar eina tilvitnunin til Islands í bók- inni. Árið 1984 kom út á Orkustofnun skýrsl- an Breytingar á farvegi Blöndu neðan Eiðsstaða. I. Landmótun og árset eftir Skúla Víkingsson og Sigbjöm Guðjóns- son. Þar eru greinargóðar lýsingar og kort af flestum þekktum berghlaupum í Langa- dalsljöllum. Samantekt á ofangreindu efni birtist aftur í greinasafninu Vatnið og landið (Skúli Víkingsson 1990). Öðru hvoru hefur sitthvað birst á prenti um berghlaup og í ritalistanum er tint til það efni sem hefur orðið á vegi höfundar. Víða er að fínna skráningu og lýsingar á berghlaupum í ritgerðum og verkefnum er tengjast námsefni jarðfræðinga en sjaldn- ast koma þau skrif fyrir sjónir almennings. EKKl ERU ALLIR Á EINU MÁLI Lítilsháttar hefur birst á prenti um lýsingar á ofangreindum urðarbingjum þar sem viðfangsefnið hefur verið skoðað frá öðru sjónarhorni en sem berghlaup. Er þá átt við hægfara myndanir þar sem loftslagsat- burðir skipa hærri sess en snögg berg- hlaup. Skal hér geta þess helsta sem birst hefúr á prenti. Leonard Hawkes skoðaði nokkuð berg- grunn á Austurlandi á öðrum áratug tuttug- ustu aldar. Veitti hann súru bergi sérstaka athygli og ritar nokkuð um útbreiðslu þess. Hawkes fór meðal annars í Loðmundar- íjörð og í grein í Geological Magazine (1917) Iýsir hann Loðmundarskriðum og Hraundal í Loðmundarfírði. Fyrst nefnir hann að norræna orðið hraun merki hrjúf- an (úfínn) stað eða auðnir. Hann getur þeirrar skoðunar Þorvaldar Thoroddsen að í Hraundal sé eitthvert mjög sérkennilegt líparíthraun en segist ekki sjá nokkur merki þess að svo geti verið. í gili við Hrauná telur hann sig fínna malarkennt efni neðantil í urðarbingnum (slíkt er talið til algengra einkenna urðarjökla) og úti- loki það m.a. að um einhverskonar hraun sé að ræða. Hawkes telur að í Hraundal og Loðmundarskriðum sé grjóturð sem brotin sé niður úr líparítfjalli og hafí borist fram á jökul og áfram til sjávar á skriðjökli. Hann telur að frambrún urðarinnar hafí e.t.v. verið á jökli er kelfdi í sjó í Loð- mundarfírði við hærri sjávarstöðu en nú er, losnaði þar frá skriðjöklinum og bráðnaði á jökum við fjarðarbotninn. Hawkes er kunnugur ritum Howe um urðarbingina i San Juan Qöllum í USA og að Howe telji þá vera myndaða við berghlaup. Hawkes 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.