Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 25
Ræktun SKELFISKS GUÐRÚN G. ÞÓRARINSDÓTTIR Veiðar og rœktun skelfisks má rekja langt aftur í aldir. Á dögum Róma- veldis voru ostrur ræktaðar. Krœkling- ur hefur verið ræktaður í Frakklandi frá árinu 1235 en nútíma skelfiskeldi á um það bil 50 ára sögu að baki. Tilgangur með skelfiskeldi er annars vegar að rækta upp náttúrlega stofna til að geta aukið eða viðhaldið veiðum úr þeim og hins vegar framleiðsla á söluvöru. afið þekur 71 % af yfirborði jarð- Har. Með fáum undantekningum kemur öll framleiðsla sjávar- ___ _ afurða frá landgrunnssvæðum en þau þekja aðeins um 20% af yfirborði jarðar. Samfara ljölgun mannkyns, og þar með aukinni fæðuþörf, hefur nýting sjávarauð- linda farið vaxandi síðustu áratugi. Þessa þróun má rekja til aukinnar ræktunar sjávardýra, nýrrar tækni við veiðar, stækk- unar veiðiflota og veiðisvæða sem hefur í nokkrum tilfellum leitt til ofveiði. Tegundir Með orðinu skelfiskur er átt við lindýr með skel, einkum samlokur og kuðunga. Ymsar tegundir skelfisks hafa verið veiddar og ræktaðar í heiminum í aldaraðir Guðrún G. Þórarinsdóttir (f. 1952) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1981, cand. scient.-prófi í sjávarvistfræði frá Háskólanum í Arósum 1987 og doktorsprófi frá sama skóla 1993. Guðrún starfar á Hafrannsóknastofnun. en nýting annarra er tiltölulega nýtilkom- in. Með aukinni þekkingu og tækni undan- farin 20 ár hefur ræktun skelfisks aukist gífurlega og nýjar tegundir komið á mark- aðinn. Astæður þessa eru meðal annars þær að náttúrlegir stofnar hafa í mörgum tilfellum verið full- eða ofnýttir og ekki hefur verið séð fram á aukinn afrakstur úr þeim, nema með eldi. Skelfiskur er einnig verðmæt vara á heimsmarkaði og hann er frekar einfaldur og ódýr í framleiðslu miðað við margar aðrar tegundir. Stærstur hluti heimsframleiðslu skel- físks í dag byggist á samlokum í sjó, þ.e. tegundum kræklings (Mytilidae), ostru (Ostreidae) og hörpudisks (Pectinidae), en minna á tegundum kúfskelja (clams) og báruskelja (cockles) og mun þeirra því ekki getið hér. ■ RÆKTUNARAÐFERÐIR Ýmsar aðferðir eru notaðar við ræktun skelfísks. Val á ræktunaraðferð ræðst af tegundinni sem rækta á, ræktunarstaðnum og tilgangi ræktunarinnar. I fyrsta lagi þarf að útvega lirfúr, sem annaðhvort eru rækt- aðar á landi eða safnað í náttúrunni í til þess gerða safnara. Eftir að lirfúmar hafa myndað skel og náð ákveðinni stærð eru þær ræktaðar áfram á sjávarbotni (botn- rækt), uppi í sjó (hengirækt) eða í tönkum á landi þar sem sjó er dælt í tankana. Samlokur sía fæðu úr sjónum sem þær dæla gegnum tálknin og þarf því ekki að fóðra þær sérstaklega í eldinu. Algengasta aðferðin við skelfískrækt er sú að staðsetja Náttúrufræðingurinn 64 (3), bls. 187-192, 1995. 187

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.