Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 28
5. mynd. Risaostra ('Crassostrea gigas). Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson. 6. mynd. Meyjarostra (Crassostrea virginica/ Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson. framleiðslunnar (1. tafla). Þeir rækta tvær kræklingstegundir, Perna viridis og Mytilus edulis (4. mynd). Ostrur eru sá skelfiskur sem ræktaður hefur verið hvað lengst í heiminum og kemur næst á eftir kræklingi að magni til. Náttúruleg útbreiðsla ostru var mikil íyrr á tímum en sjúk- dómsfaraldrar hafa víða útrýmt henni. Eins og fram kemur í 2. töflu er mest ræktað af risaostru, Crassostrea gigas (5. mynd) og eru það Japanir og Kóreubúar sem rækta um það bil helming heimsframleiðslunnar. Því næst kemur meyjarostra, Crassostrea virginica (6. mynd ) og þá ostra, Ostrea edulis (7. mynd). Af samlokum er minnst ræktað af hörpudisktegundum en mest veitt. Árið 1991 nam framleiðsla (ræktun og veiðar) hörpudisk- tegunda 815.000 tonnum, eða 26% af heimsframleiðslu skel- fisks. Eins og sjá má af 3. töflu rækta og veiða Japanir 45% af heimsframleiðslunni, aðallega japansdisk, Patinopecten yesso- ensis. Veiðar Japana hófust fyrir um 300 árum en ræktunin 2. tafla. Framleiðsla á ostru í eldi eftir löndum árið 1991 (FAO 1993). Land Framleiðsla (%) Tegund Ræktunaraðferð Japan 24 Crassostrea gigas Línu- og flekarækt Kórea 23 Crassostrea gigas Línu- og flekarækt Frakkland 15 Crassostrea gigas Ostrea edulis Línu- og flekarækt Línu- og flekarækt Bandaríkin 15 Crassostrea virginica Crassostrea gigas Veiðar og botnrækt Botnrækt Kína 8 Crassostrea plicatula Crassostrea gigas Stólpa- og botnrækt 190

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.