Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 32
■ FIMMTÍU MILLjÓN ÁRA
GAMALL FISKXJRINN
Um áramótin 1938 til 1939 var prófessor
Smith í sumar- og áramótaleyfi þar sem
heitir Knysna. Þangað barst honum þriðja
janúar nokkur stafli af bréfum, mest-
megnis jólakveðjur en einnig bréf vegna
prófdómarastarfa hans og nokkur er vörð-
uðu físka. Þar á meðal var bréf frá Náttúru-
gripasafninu í East London, borg austar-
lega á suðurströnd Suður-Afríku. í því
lýsti safnvörðurinn, ungfrú M. Courtenay-
Latimer, fiski sem komið hafði í vörpu
togara og hún fengið í hendur 22. des-
ember. Af lýsingu hennar og teikningu
(1. mynd) sýndist Smith að um væri að
ræða físk af stofni sem til þessa hafði verið
talinn útdauður á krítartimabili, fyrir 50
milljón árum (síðari tíma mælingar benda
til að minnsta kosti 65 milljón ára).
Holduggar, Sarcopterygii, eru undir-
flokkur beinfíska sem einkennast meðal
annars af því að pöruðu uggamir, eymggar
og kviðuggar, era hreistraðir limir með
geisla á endunum. Talið er að landhrygg-
dýr, ferfætlingar, séu komin af fomum
holduggum.
Af holduggum þekkjast þrír ættbálkar:
Sex tegundir lungnafiska (ættbálkurinn
Dipnoi) lifa nú í ferskvatni á suðurhveli
jarðar. Annar ættbálkur, Rhipidistia, er
með öllu aldauða. Það sama töldu menn að
ætti við hinn þriðja, Actinistia eða Coel-
acanthiformes, skúfuggana. Algengt er að
ættbálkar holdugga séu aðeins taldir tveir,
lungnafiskar, Dipnoi, og skúfuggar, Cross-
opterygii, sem er þá skipt i tvo undirætt-
bálka, Rhipidistida og Actinistida.
Smith sýndist einmitt að fiskurinn sem
ungfrú Latimer lýsti hlyti að teljast til
þessa þriðja ættbálks holdugga. Samt þótti
honum þetta með ólíkindum. Hann sendi
snarlega skeyti og bréf til East London þar
sem hann hvatti ungfrú Latimer til að
varðveita innyfli fisksins. Þetta reyndist
því miður ekki hægt þar sem fiskurinn
hafði verið slægður áður en hann var settur
upp til sýnis á safninu og innvolsinu
fleygt.
Smith var um þetta leyti í miklum
önnum, auk þess sem hann trúði tæpast að
um skúfugga gæti verið að ræða. Eftir
nokkur bréfaskipti, sem meðal annars urðu
til þess að safnvörðurinn sendi prófess-
ornum hreistur af fiskinum, tók hann sig
samt upp 8. febrúar en tafðist vegna flóða
á leiðinni, sem var um 560 km, og komst
ekki til East London fyrr en 16. febrúar.
1. mynd. M. Courtenay-Latimer ásamt teikningum hennar og athugasemdum i bréfi til
Smiths (Smith 1956).
194