Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 33
2. mynd. Bláfiskur, Latimeria chalumnae, er stálblár með Ijósum skellum. Flestir
uggarnir eru á hreistruðum stilkum og sporðugginn er þrískiptur. Frumeintakið á safninu
í East London er 160 cm (eftir Migdalski o.fl. 1976).
■ bláfiskurinn
Þangað kominn fór hann að sjálfsögðu sem
leið lá á safnið og skoðaði fískinn. Hann
sannfærðist óðara um að þetta væri skúf-
uggi og gaf honum fræðiheitið Latimeria
chalumnae. Ættkvíslamafnið var til heið-
urs safnverðinum sem hafði haldið dýrinu
til haga og viðurnafnið höfðaði til þess
að fiskurinn hafði veiðst við mynni
Chalumnafljóts. Þar sem fiskurinn er
skærblár að lit hefur tegundin fengið
nafnið bláfiskur á íslensku og samsvarandi
nafn á ýmsum öðrum málum.
Fiskurinn var svo færður í lögreglufylgd
á heimili Smiths í Grahamstown, þar sem
hans var gætt dag og nótt.
Skýrsla Smiths um skúfuggann birtist í
Nature í Lundúnum og vakti að vonum
mikla athygli fræðimanna. Sumir drógu í
efa að um svo merkan fúnd væri að ræða.
Enskur vísindamaður, sem skoðaði fiskinn
heima hjá Smith, hvatti hann til að leita
álits annarra og senda skepnuna helst á
Breska safnið þar sem sérfræðingar gætu
skoðað hana. Þessu svaraði Smith af sama
skorti á lítillæti og Sherlock Holmes, að
hann drægi i efa að aðrir en hann sjálfur
hefðu meira vit á þessu. Annar fræði-
maður, landi Smiths, hafði áhyggjur af því
að hann væri að hætta mannorði sínu sem
vísindamanns með þessu gaspri um að
hafa fundið núlifandi skúfugga.
Fleiri en vísindamenn urðu til að hafa
samband við Smith. Kona skrifaði honum
og kvaðst hafa frétt að hann hefði áhuga á
því sem gamalt væri; sjálf ætti hún fiðlu
sem verið hefði í eigu ijölskyldunnar í
meira en öld. Væri hann til í að meta
fiðluna ef hún sendi honum hana? Hann
frétti af mörgum furðuhlutum og forn-
gripum öðrum, auk þess sem honum
bauðst að taka þátt í leit að fjársjóði í Dur-
ban eftir gömlu sjóræningjakorti. Bók-
stafstrúarmenn vöktu athygli Smiths á því
að hann sniðgengi ritninguna með stað-
hæfingum um milljónir ára og að þróunar-
kenningin væri runnin undan riíjum
myrkrahöfðingjans til þess eins að leiða
sálimar á glötunarveg.
Smith kepptist nú við að kryíja og rann-
saka fiskinn enda gerðist safnstjómin í
East London brátt óþolinmóð og heimtaði
sinn fisk heim þar sem fólk biði eftir að
skoða hann. Var hann svo fluttur á safnið í
byrjun maímánaðar 1939, sem fyrr í vörslu
lögreglu. Fjöldi manns kom til að skoða
dýrið og tilboð bámst í það frá erlendum
náttúrugripasöfnum. Ungfrú Latimer harð-
neitaði að láta fiskinn af hendi og stjóm
safnsins féllst á að sæmdin af því að hafa
195