Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 35
samningar um útgáfu ritsins og Smith hófst handa þar sem frá var horfið. í april 1938 hafði hann gengið að eiga Margaret Mary Macdonald, sem var áður nemandi hans og síðan samstarfsmaður í efnafræði. Hún sneri sér nú ásamt manni sínum að fískifræðinni og tók upp frá því virkan þátt í rannsóknum hans. Hún teikn- aði og málaði flestar myndimar í físka- bókina og fleiri rit sem Smith skráði siðar. Með hjálp konu sinnar vann hann bug á heilsuleysi sínu með heilnæmu mataræði og mikilli útivist. Befnafræðin kvödd Síðla árs 1946 sagði Smith svo lausu starfí sínu við efnafræðideild Rhodes-háskóla í Grahamstown. Rannsóknaráð suður- afríska ríkisins1 veitti honum rannsókna- styrk og hann varð forstöðumaður nýstofn- aðrar fískifræðideildar háskólans. Hann skrifaði formanni rannsóknaráðsins og vakti athygli hans á skúfugganum og nauðsyn þess að hafín yrði leit að fleiri fískum af þessu tagi. Árið 1947 skipaði ráðið nefnd sem skipuleggja skyldi haf- rannsóknaleiðangra er auk þess að leita að bláfískum áttu að sinna ýmsum vísinda- rannsóknum á lítt könnuðum hafsvæðum við austurströndina. Smith var að sjálf- sögðu í nefndinni. Háleitar hugmyndir hans um útgerð á fullkomnu rannsóknaskipi strönduðu brátt á féleysi. Að lokum lá fátt annað eftir nefndina en að hún lét prenta auglýsingu með mynd af bláfíski þar sem heitið var á þremur tungumálum - ensku, frönsku og portúgölsku - tvennum hundrað punda verðlaunum fyrir næstu tvo físka sem veiddust (3. mynd). Auglýsingin var svo send til strandsvæða og eyja, ekki aðeins með Indlandshafsströnd Suður-Afríku heldur líka norðar, til Mósambík og allt norður til Madagaskars. Að vísu taldi Smith að yfirvöld á Madagaskar hefðu að 1 South African Council for Scientific and In- dustrial Research. mestu eða öllu leyti látið ógert að dreifa plagginu til almennings. Smith kannaði líka sjálfur hafsvæði á Indlandshafí norðan heimalands síns vegna gerðar fískabókarinnar. Hún kom út í júlí 1949 og upplagið, 5000 eintök, seld- ist upp á þremur vikum svo Smith mátti taka til við að endurskoða hana. Næstu árin var Smith við hafrannsóknir norður með Mósambik en enginn kann- aðist við bláfískinn. Sjálfur var hann þeirrar skoðunar að fiskinn væri að fínna á grunnsævi í hitabeltinu við austurströnd Afríku. Aðrir fræðimenn töldu að hann lifði á miklu dýpi og hefði þess vegna ekki náðst. ■ eric hunt kemurtil SÖGU í september árið 1952 voru Smith-hjónin á hafrannsóknaskipi í Zansibar og kynntust þar manni sem hét Eric Hunt. Hann átti lítið skip og fékkst við verslun og físk- veiðar við austurströnd Afríku og nálægar eyjar. Talið barst að bláfískinum. Hunt kvaðst hvergi hafa séð auglýsingablað Smiths á Kómoreyjum og bauðst til að fara með það þangað. Kómoreyjar eru eldfjallaeyjaklasi á Mósambíksundi, á milli norðurodda Mad- agaskars og meginlands Afríku. Eyjarnar eru skammt sunnan við miðbaug (á 12 til 13° s.br.). Þær eru því innan svæðisins þar sem Smith taldi líklegt að bláfiskar lifðu. Hann hafði hins vegar talið að auglýsingin hefði borist þangað. Kómoreyjar eru nú sjálfstætt lýðveldi en voru á þeim tíma sem hér um ræðir undir franskri stjórn. Auk þess sem Hunt tók með sér auglýsinguna um bláfískinn til eyjanna bauðst hann til þess að taka við fiski sem kynni að nást þar og senda Smith um það skeyti. Hann varaði Smith við því að hvergi væri kælibúnaður á eyjunum og trúlega ekki mikið um formalín heldur, svo erfítt gæti reynst að varðveita stóran físk í. hitabeltissvækjunni. Hunt sigldi svo til Kómoreyja og sýndi 197

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.