Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 36
yfirvöldum þar auglýsinguna. Svo var að
skilja sem þeim hefði fundist það svo frá-
leitt að svona fískar lifðu þama að ekki
hefði þótt taka þvi að dreifa auglýs-
ingunni. Fyrir orð Hunts voru samt sendir
innfæddir sendiboðar með hana um allar
eyjamar. Þeir áttu að koma henni sem
víðast upp og greina ólæsum frá boðskap
hennar.
Snemma að morgni aðfangadags jóla
1952 lagðist rannsóknaskip Smith-hjóna
að bryggju í Durban, borg við austurströnd
Suður-Afríku, nálægt 30° s.br. Síðar um
morguninn færði einn skipverja prófessor
Smith símskeyti. Það var frá Hunt og
greindi frá því að hann væri með fimm feta
bláfísk sem veiðst hefði 20. desember.
Skeytið var sent frá Dzaoudzi, sem enginn
kannaðist í fyrstu við en reyndist vera á
einni hinni syðstu af Kómoreyjum, smáey
sem heitir Pamanzi.
■ ÖMURLEG JÓL
Smith sendi Hunt skeyti um hæl og hvatti
hann til að reyna að koma fiskinum í kæli
eða dæla í hann sem mestu formalíni að
öðrum kosti. Síðdegis sama dag barst svar-
skeyti frá Hunt þar sem hann bað Smith að
sækja fískinn í flugvél.
Þessi jól lá Smith ýmist andvaka eða
hrökk upp við vondan draum um skúfugga
sem úldnaði undir hitabeltssól um há-
sumar.
Hann sá að hann yrði að leita til
yfirvalda. Sjálfur hafði hann ckki ráð á að
taka flugvél á leigu auk þess sem vart væri
völ á einkaflugvél um jólin. Hann reyndi
að tala við einhvem af ráðherrum landsins
en þeir reyndust ýmist i jólaleyfi eða
erlendis. Loks tókst honum að ná tali af
innanríkisráðherranum sem var fjarri
stjórnarráðinu og kvaðst fátt geta gert með
svona litlum fyrirvara, og það um jólin. Þá
hringdi Smith í fulltrúa hersins og fór fram
á að fá flugbát, sem lá í höfninni í Durban,
til að sækja fiskinn. Herforinginn svaraði
því til að hann gæti eins vel beðið um
flugfar til tunglsins.
■ „SA SEM SAMDI ÞESSA
BÓK..."
Nú var aðeins í eitt hús að venda, að leita
til sjálfs forsætisráðherrans, dr. Malans.
Smith taldi það örþrifaráð. Hann hafði
áður snúið sér til fyrirrennara Malans,
Smuts, þegar hann þurfti á herflugvél að
halda vegna áríðandi vísindaleiðangurs en
Smuts hafði tekið honum illa. Auk þess
var ráðherrann í jólaleyfi á heimili sínu í
Strand, skammt austan við Höfðaborg, og
tæki trúlega óstinnt upp ef hann væri trafl-
aður. Við það bættist að Malan var Búi og
ekki sérlega vinveittur enskumælandi
löndum sínum, og ofan á annað kalvínisti
og þar með trúlega í nöp við raunvísindi
og sér í lagi þróunarkenninguna.
Annan dag jóla barst skeyti frá Hunt þar
sem hann sagði yfirvöld á Kómoreyjum
ásælast fiskinn en ef Smith kæmi sjálfúr
fengi hann að fara með hann. Smith leitaði
til þingmanns sem Vemon Shearer hét og
hann hafði milligöngu um að koma boðum
til forsætisráðherra um að prófessor Smith
þyrfti að ná tali af honum um mál er
varðaði þjóðarheill.
Smith hafði sent Malan eintak af fiska-
bókinni og svo vel vildi til að frú Malan
hafði tekið hana með í jólaleyfið. Þegar
Shearer náði sambandi við frúna á ellefta
tímanum að kvöldi annars jóladags vildi
hún hlífa manni sínum við ónæði og fresta
málinu til morguns en hann spurði um
hvað það snerist: „Þessi Smith er kunnur
maður. Réttu mér fiskabókina.“ Frúin
skýrði manni sínum frá erindinu. Hann
fletti upp á bláfiski í bókinni og sagði svo:
„Sá sem samdi þessa bók væri ekki að leita
til mín á þessurn tíma nema mikið lægi
við. Eg verð að tala við hann.“
Smith greindi Malan svo frá erindi sínu
á búamál i (afrikaans) fremur en á ensku ef
það mætti verða til að blíðka ráðherrann.
Malan hlýddi á mál hans og mælti að því
loknu: „Þér talið ágæta afrikaans. Ég get
ekki orðið yður að liði í kvöld en í fyrra-
málið skal ég ræða við hermálaráðherra
minn og fela honum að útvega yður flug-
vél til fararinnar.“
198