Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 38
5. mynd. J.L.B. Smith styður hendi á bláfiskinn um borð í skipi Hunts í Dzaoudzi 29.
desember 1952. Til vinstri við hann er skipstjórinn, Eric E. Hunt, og að baki þeim ein-
kennisklœddir suðurafrískir herflugmenn. Þar til vinstri er Monsieur P. Coudert,
landstjóri Kómoreyja, í hvítum einkennisklœðum, og samstarfsmaður hans lengst til
vinstri, einnig hvítklæddur. í baksýn sjást nokkrir heimamenn (Smith 1956).
um. Þegar flugvélin lenti í Durban beið
hans á flugvellinum flokkur fréttamanna
frá blöðum og útvarpi og hann varð að
segja frá fískheimtinni, fyrst á ensku en
svo á afrikaans. Fiskurinn var geymdur í
lokuðum málmkassa sem Smith neitaði að
opna. Fyrst ætlaði hann að sýna dr. Malan
hann. Smith fékk áhöfn flugvélarinnar
þess vegna til að fljúga henni til Strand,
með viðkomu í Grahamstown þar sem
kona Smiths og sonur slógust í forina.
Forsætisráðherra og frú hans tóku vel á
móti Smith-hjónunum. Til heiðurs Malan
gaf Smith nýja fískinum fræðiheitið
Malania anjouanae (viðumafnið er leitt af
Anjouan, eynni sem fiskurinn veiddist
við2). Nú telja menn þennan físk, og alla
skúfugga sem síðan hafa náðst, til sömu
tegundar, Latimeria chalumnae. Ætt-
kvíslarheitið Malania er því ekki lengur
notað.
2 Smith ætlaði að kenna fískinn við Eric Hunt
og kalla hann Malania hunti en hann baðst
undan heiðrinum og mæltist til þess að
fræðiheitið yrði á einhvem hátt tengt Frökkum
þar sem hann ætti afkomu sína undir velvild
þeirra.
200