Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 42
/. mynd. Hluti súlubyggðar í Stóra-Geldungi 15.6.1994. Dœmi um talningarmynd sem
tekin er fríhendis úr um 200 m hœð og um 200 m fjarlœgð. - Part of gannet colony at
Stóri-Geldungur, Vestmannaeyjar, 15 June 1994. An example of an oblique aerial photo-
graph made from an altitude of200 m and a distance of about 200 m. Hasselblad 500 EL/
M, 250 mm Zeiss Sonnar, Kodak Ektachrome 64 ASA. Ljósm./Photo Arnþór Garðarsson.
15.6.1994. Eldey var talin af myndum frá
29.7.1989 og 15.6.1994. Á austursvæðinu
var talið af myndum af Skrúð 21.5.1987,
28.5.1989 og 15.6.1992, Skomvík og
Rauðanúp 30.5.1989 og 11.6.1992, og af
öllum þessum stöðum 28.6.1994.
■ NIÐURSTÖÐUR
Við Suðvesturland breyttist heildaríjöldi
súlu lítið 1983-89, og hélst í kringum
22.000 setur, en aukning í 23.000 varð
árið (1994 1 tafla). Við endurteknar kann-
anir og myndatökur kom í Ijós að
geldsúlur ofan á Stóra-Geldungi höfðu
áður verið taldar sem varpfuglar (Arnþór
Garðarsson 1989). Var því nauðsynlegt að
endurtelja í Geldungi 1983 og 1985, og
lækka lyrri tölur verulega, eða í 1440 (í
stað 1594) árið 1983 og 1365 (í stað 2249)
árið 1985. Fjöldi setra í Súlnaskeri jókst úr
um 3600 í um 4400 á tímabilinu og svarar
það til árlegrar aukningar um 2%. Ekki
204