Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 43
1. tafla. Yfirlit yfir sunnlenskar súlubyggðir 1983-94. Tölur fyrir 1983 og 1985 voru endurskoðaðar og tölur sem hér birtast um Geldung eru leiðrétting á áður birtum tölum (Arnþór Garðarsson 1989). - Numbers of gannet fSula bassanaj sites in SW-Iceland colo- nies in 1983-94. Figures for 1983 and 1985 were revised and the results for Geldungur in this table are a correction of previously published figures (Gardarsson 1989). The figures are broken down by exact locality and, where applicable, whether on cliffs fbjargj or top (þekja). 1983 1985 1989 1994 Brandur 554 443 540 548 Hellisey 2386 2673 2610 2653 Geldungur 1440 1319 1459 1365 Litli-Geldungur 67 50* 44 45 Stóri-Geldungur þjarg 838 763 850 765 — þekja 535 506 565 555 Súlnasker 3564 3648 4343 4434 bjarg 970 830 864 1073 þekja 2594 2818 3479 3361 Vestmannaeyjar alls 7944 8083 8952 9000 Eldey 14194 12024 12978 14100 bjarg 2779 1706 2155 2253 þekja 11415 10318 10823 11847 Suðvesturland alls 22138 20107 21930 23100 * ágiskuð tala, ekki á mynd guessedfigure virðist nein marktæk breyting á íjöldanum annars staðar í Vestmannaeyjum (þ.e.a.s. í Brandi, Hellisey og Geldungi) á tímabil- inu 1983-94. Fjöldinn í Eldey var næstum sá sami 1994 og 1983 en hann var reyndar í lágmarki 1985-89. Súlu hélt áfram að ljölga austanlands og var heildartalan orðin um 2300 setur árið 1994, þar af 240 í Rauðanúp, nærri 390 í Skoruvíkurbjargi og rúmlega 1700 í Skrúð (1. tafla). Arleg aukning var svipuð alls staðar, eða 4,0% í Rauðanúp á Sléttu, 3,5% í Skoruvíkurbjargi og 4,4% í Skrúð. Við Rauðanúp varð því nær öll aukningin í Karli en varpið í Sölvanöf breyttist lítið. Öll hreiðrin voru utan á stöpunum við Rauðanúp og engin súla sást sitja uppi á þeim. Stóri-Karl við Skoruvíkurbjarg virð- ist senn fullsetinn, með um 300 hreiður 1994, og aukningin er aðallega á breiðum syllum miðsvegar í bjarginu, en þar hefur hreiðraíjöldinn sexfaldast á tíu árum. Varpið í Skrúð eykst jafnt og þétt. Það hefur til skamms tíma skipst í tvær að- skildar byggðir, en 1994 voru vestari og austari byggðin að verða samfelldar. HNIÐURLAG Talningar í súlubyggðum hér við land eftir 1980 hafa jafnan náð til allra byggðanna, og það er misskilningur hjá Wanless (1987) og Lloyd o.fl. (1991) að Máfa- drangur við Dyrhólaey hafi ekki verið kannaður. Þorsteinn Einarsson (1973) getur um súluvarp á Máfadrangi 1962 en þar hefur engin súla orpið síðastliðin 20 ár (sbr. Arnþór Garðarsson 1989). Langt er milli súlubyggðanna við Suð- vesturland annars vegar og byggðanna við austanvert landið hins vegar og óvíst um 205

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.