Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 47
 RITFREGN Alfræði unga fólksins Ritstjórar: Sigríður Harðardóttir og Hálfdan Omar Hálfdanarson 636 blaðsíður í stóru broti. Öm og Örlygur bókaklúbbur hf. 1994. Breska útgáfufyrirtækið Dorling Kindersley er þekkt fyrir ágæt heimildarrit handa almenningi. Má þar nefna Heimilislœkninn, sem út kom á íslensku 1987. Nú er hér komið út annað öndvegisverk frá þessu forlagi, The Dorling Kindersley Children ’s Illustrated Encyclopedia, eða Alfræði unga fólksins. 1 flestum grannlöndum okkar eru íbúar mun fleiri en hér. Þar em gefín út ágæt fróðleiksrit handa forvitnum bömum og ung- lingum. Ef við miðum við manníjölda, eins og okkur er tamt, hljótum við að viðurkenna að ýmsir metnaðarfullir útgefendur hérlendis hafa sinnt þessu hlutverki vel. Hér hafa komið út ágæt fræðirit um afmarkað efni, þýdd, umsamin eða frumsamin, ætluð böm- um og unglingum. En ekki er á neinn hallað þegar ég staðhæfi að alhliða uppflettirit, sambærilegt við Alfrœði unga fólksins, hefur ekki fyrr staðið þessum hópi lesenda til boða á íslenskri tungu. Hér hefur ekki aðeins veríð þýtt úrvalsrit, unnið fyrir einn stærsta lesendahóp heims á þessum aldri, heldur hefur mikil alúð verið lögð við að laga ritið að þörfum íslenskra lesenda. Auk þess sem sérstökum köflum um séríslensk efni, á heilli siðu eða lengri, hefur verið skotið inn í textann, má víða sjá merki þess að tekið hafí verið mið af íslenskum aðstæðum með lesefni eða mynd- um inni í köflum sem greinilega em að öðm leyti ættaðir úr frumútgáfunni. Málfar er allt vandað og lipurt. Bókin skiptist í kafla, sem taka yfir síðu, opnu eða lengra mál. Inni í þeim er vísað á aðrar síður bókarinnar. Þegar við bætist greinargott registur í bókarlok má ætla að lesendur eigi í flestum tilvikum auðvelt með að finna það sem þeir leita að. Um helmingur af efni bókarinnar er á sviði náttúrufræði og skyldra greina og því þykir ástæða til að fjalla um hana á þessum vett- vangi. Það er að sjálfsögðu annarra að dæma, en sá sem þetta ritar vonast til að hann megi teljast fremur kröfuharður gagnrýnandi á fræðiritum fyrir almenning. Hann bendir þess vegna á nokkur atriði sem hann telur að betur hefðu mátt fara (auk þess sem hann vill með því staðfesta að hann hafí rennt augum yfír bókina): Bls. 65: „Einær jurt vex upp af fræi að vori, þroskast, myndar blóm og fræ og deyr loks að hausti sama árs. Hjá tvíærum jurtum tekur þetta ferli tvö ár og fjölærar jurtir þurfa mörg ár til að ljúka því.“ Þetta síðasta á ekki alltaf við. Tré þurfa að vísu að vaxa árum eða áratugum saman áður en þau bera fræ, en fjöldi fjölærra blómjurta ber fræ á fyrsta ári. Bls. 82, meginmál: „f býflugnabúi eru allt að 50.000 býflugum." Sama síða, dálkur til hægri: „í hveiju búi eru oft um 60.000 þemur og nokkur hundruð karldýr..." Ég kann ekki við setninguna „drottningin ásamt karlflugum sínum“. Karlflugumar koma drottningunni hreint ekkert við; hún er búin að liafa mök við sinn karl, sem lifði raunar ekki lengi eftir það. Bls. 189: „...hundruð kílómetra langir hellar"..? Heitir það ekki „hundraða kílómetra“? Bls. 223: „Árið 1938 veiddist bláfiskur hins vegar við Afríku og síðan hafa nokkrir til viðbótar komið í net fiskimanna." Þessir nokkrir em nú orðnir á annað hundrað eða fleiri. Þrátt fyrir þessar aðfínnslur endurtek ég það sem hér að framan er skráð: Alhliða uppflettirit, sambærilegt við Alfræði unga fólksins, hefur ekki fyrr staðið fróðleiks- fúsum ungmennum til boða á íslenskri tungu. Örnólfur Thorlacius. 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.