Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 48
Hjalti Hugason formaður Hagþenkis afhendir
Unnsteini Stefánssyni viðurkenningu Hagþenkis
1994.
VlÐURKENNING
HAGÞENKIS 1994
Undanfarin ár hefur Hagþenkir, sem
er félag höfunda fræðirita og kennslu-
gagna, veitt viðurkenningu fyrir fram-
úrskarandi fræðistörf og samningu
fræðirita og námsefnis. Sérstaktviður-
kenningarráð, sem skipað er fulltrúum
ólíkra fræðigreina og kosið til tveggja
ára í senn, ákveður hver viðurkenn-
inguna hlýtur. Viðtakandi fær viður-
kenningarskjal og íjárhæð sem er nú
250.000 kr.
Viðurkenningu Hagþenkis 1994
hlýtur dr. Unnsteinn Stefánsson fyrir
mikilsverð fræðistörf og í tilcfni af út-
komu ritverksins Haffrœði I og II en síðara
bindið kom út á árinu á vegum Háskóla-
útgáfunnar. Hjalti Hugason, formaður
Hagþenkis, afhenti viðurkenninguna við
sérstaka athöfn föstudaginn 27. janúar í
fundasal Hafrannsóknastofnunar á Skúla-
götu 4.
I greinargerð viðurkenningarráðs Hag-
þenkis er veitingin að vissu leyti tengd 50
ára afmæli lýðveldisins. Þar er minnt á að
Alþingi hafi samþykkt þingsályktunar-
tillögu um stofnun hátíðarsjóðs þann 17.
júní sem ætlað er að efla vistfræði-
rannsóknir á lífríki sjávar og efla íslenska
tungu. Verk dr. Unnsteins tengjast vel
báðum þessum markmiðum. Orðrétt segir í
greinargerðinni: Viðurkenningin nær í
raun til starfsferils dr. Unnsteins í heild
sinni, þar sem hann hefur á undanförnutn
áratugum unnið brautryðjendastarf á sviði
hafrannsókna og að ýmsu leyti lagt grunn
að nútíma þekkingu okkar á hafinu. Ber
starf hans allt vitni um mikla elju og
vísindalega natni. Ekki er síður um vert að
hann hefur miðlað þessari þekkingu á
móðurmálinu, þannig að hún er öllum að-
gengileg. Að loknu yfirliti um efnisþætti
Haffrœði I og II er minnst í greinargerð-
inni á mjög ítarlega nafna- og atriðis-
orðaskrá og verkið talið skrifað á fögru og
auðskiljanlegu máli.
Dr. Unnsteinn Stefánsson er fæddur árið
1922. Hann lauk M.S.-prófí í efnafræði frá
University of Wisconsin í Bandaríkjunum
árið 1946 og doktorsprófi í haffræði frá
Kaupmannahafnarháskóla árið 1962.
Hann hefur starfað og numið við hafrann-
sóknastofnanir í Danmörku, Noregi, Eng-
landi og Bandaríkjunum auk þess sem
hann starfaði sem sérfræðingur og deildar-
stjóri hér heima á Hafrannsóknastofnun.
Unnsteinn gegndi prófessorsembætti í
hlutastöðu við Duke University í Norður-
Karólínu í Bandaríkjunum 1965-1970, var
verkefnastjóri hjá Menningar- og fræðslu-
stofnun Sameinuðu þjóðanna 1970-1973
og prófessor við Háskóla íslands 1975-
1992.
Eftir dr. Unnstein liggja ljölmörg rit-
verk. Auk Haffræði I og II má nefna Hafið
sem kom út 1961 og doktorsritgerðina
North Atlantic Waters árið 1962. Þá hefur
hann birt fjölda ritgerða í íslenskum og
erlendum vísindaritum.
Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa
Indriði Gíslason íslenskufræðingur, Jón
Gauti Jónsson landfræðingur, Mjöll Snæs-
dóttir fornleifafræðingur, Sigrún Klara
Hannesdóttir bókasafnsfræðingur og Þor-
steinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur.
Hörður Bergmann
210