Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 48
Hjalti Hugason formaður Hagþenkis afhendir Unnsteini Stefánssyni viðurkenningu Hagþenkis 1994. VlÐURKENNING HAGÞENKIS 1994 Undanfarin ár hefur Hagþenkir, sem er félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna, veitt viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi fræðistörf og samningu fræðirita og námsefnis. Sérstaktviður- kenningarráð, sem skipað er fulltrúum ólíkra fræðigreina og kosið til tveggja ára í senn, ákveður hver viðurkenn- inguna hlýtur. Viðtakandi fær viður- kenningarskjal og íjárhæð sem er nú 250.000 kr. Viðurkenningu Hagþenkis 1994 hlýtur dr. Unnsteinn Stefánsson fyrir mikilsverð fræðistörf og í tilcfni af út- komu ritverksins Haffrœði I og II en síðara bindið kom út á árinu á vegum Háskóla- útgáfunnar. Hjalti Hugason, formaður Hagþenkis, afhenti viðurkenninguna við sérstaka athöfn föstudaginn 27. janúar í fundasal Hafrannsóknastofnunar á Skúla- götu 4. I greinargerð viðurkenningarráðs Hag- þenkis er veitingin að vissu leyti tengd 50 ára afmæli lýðveldisins. Þar er minnt á að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunar- tillögu um stofnun hátíðarsjóðs þann 17. júní sem ætlað er að efla vistfræði- rannsóknir á lífríki sjávar og efla íslenska tungu. Verk dr. Unnsteins tengjast vel báðum þessum markmiðum. Orðrétt segir í greinargerðinni: Viðurkenningin nær í raun til starfsferils dr. Unnsteins í heild sinni, þar sem hann hefur á undanförnutn áratugum unnið brautryðjendastarf á sviði hafrannsókna og að ýmsu leyti lagt grunn að nútíma þekkingu okkar á hafinu. Ber starf hans allt vitni um mikla elju og vísindalega natni. Ekki er síður um vert að hann hefur miðlað þessari þekkingu á móðurmálinu, þannig að hún er öllum að- gengileg. Að loknu yfirliti um efnisþætti Haffrœði I og II er minnst í greinargerð- inni á mjög ítarlega nafna- og atriðis- orðaskrá og verkið talið skrifað á fögru og auðskiljanlegu máli. Dr. Unnsteinn Stefánsson er fæddur árið 1922. Hann lauk M.S.-prófí í efnafræði frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1946 og doktorsprófi í haffræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1962. Hann hefur starfað og numið við hafrann- sóknastofnanir í Danmörku, Noregi, Eng- landi og Bandaríkjunum auk þess sem hann starfaði sem sérfræðingur og deildar- stjóri hér heima á Hafrannsóknastofnun. Unnsteinn gegndi prófessorsembætti í hlutastöðu við Duke University í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum 1965-1970, var verkefnastjóri hjá Menningar- og fræðslu- stofnun Sameinuðu þjóðanna 1970-1973 og prófessor við Háskóla íslands 1975- 1992. Eftir dr. Unnstein liggja ljölmörg rit- verk. Auk Haffræði I og II má nefna Hafið sem kom út 1961 og doktorsritgerðina North Atlantic Waters árið 1962. Þá hefur hann birt fjölda ritgerða í íslenskum og erlendum vísindaritum. Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa Indriði Gíslason íslenskufræðingur, Jón Gauti Jónsson landfræðingur, Mjöll Snæs- dóttir fornleifafræðingur, Sigrún Klara Hannesdóttir bókasafnsfræðingur og Þor- steinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur. Hörður Bergmann 210
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.