Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 61
hægt að rekja inn til landsins, jafnvel ekki
í næsta nágrenni, þannig að telja verður
víst að gjóskan hafí að mestu borist til hafs.
Upphleðsla Karlsgi'gsins
Bygging Karlsgígsins er mjög einsleit og
því ekki hægt að merkja verulegar sveiflur
í upphleðslu hans. Lagskiptingin einkenn-
ist af misþykkum, reglulegum lögum. I
gígnum er talsvert af öskubaunum (<1 cm
í þvermál) og hörðum blöðróttum lögum.
Er það talin vísbending um að gjóskan sé
mettuð raka er hún sest til (Lorenz 1974).
Bygging Karlsgígsins ber með sér að hann
hafi hlaðist upp bæði í gusthlaupum og
gjóskufalli og að þessir flutningsmátar
gjóskunnar hafi verið í gangi samtímis að
verulegu leyti. Gjóskulag frá Karlsgígnum
(R-7) er hægt að rekja nokkuð inn til
landsins en útbreiðslan er fremur lítil og
takmarkast við Reykjanes. Lega gjósku-
geirans og þykktardreifmg bendir til að
mikill hluti, hugsanlega meginhluti, gjósk-
unnar hafi borist á haf út (13. mynd).
Dálítið hraun hefur náð að renna frá
Karlsgígnum undir lok gossins. í sigdæld-
inni við Kerlingarbás liggja tveir berg-
gangar upp i gegnum gígrimann, í hraun-
tungu sem þar situr ofaná (14. mynd).
Nyrðri gangurinn tengist hrauninu beint en
sá syðri liggur undir það og er að öllum
líkindum aðfærsluæð gígvarpa skammt inn
af ströndinni (1. mynd). Athugun á jöðrum
hraunsins bendir til að það sé ekki runnið
frá gígum Yngri-Stampagígaraðarinnar á
landi heldur eigi upptök undan ströndu, í
gígum sem nú eru horfnir, og hafí því
runnið inn til landsins. Hefur hraunið kom-
ið upp í rima Karlsgígsins austanverðum
og runnið inn á núverandi strönd um lægð
sem verið hefur í gígrimanum af völdum
sigdældarinnar. Útbreiðsla þess ákvarðast
greinilega af legu dældarinnar. Til saman-
burðar má nefna að í Surtseyjargosinu
1963-1967 kom hraun nokkrum sinnum
upp í gjóskukeilunni Surti, bæði í innan-
og utanverðri gígskálinni og myndaði
hraunspildur (Sigurður Þórarinsson 1968).
Virðist sem kvika eigi greiða leið í
gegnum gígrima gjóskugíga.
frá Karlsgignum. - The distribution of
tephra from the Karl-cone.
14. mynd. I fjörunni við Kerlingarbás má
sjá berggang sem liggur upp í gegnum
gjóskustafla (gígrima Karlsgígsins) og
verið hefur aðfærsluœð Yngra-Stampa-
hraunsins. — Feeder dike of the Younger-
Stampar lava penetrating the Karl tephra
deposit. Mynd/photo Magnús A. Sigur-
geirsson.
223