Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 64
16. mynd. Hér gefur að líta hugsýn höfundar af Yngra-Stampagosinu, þ.e. seinni hluta þess sem einkenndist af hraunrennsli frá gígaröðinni. Við ströndina er Karlsgígurinn en myndun hans er nýlokið þegar hér er komið sögu. - Imaginary vision of the author show- ing an effusion of lava from the Stampar crater row shortly after the Surtseyan activity ceases at the SW-shore. Teikning/drawing Asberg H. Sigurgeirsson. jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er náliga var komit at hinum efstum lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann ok fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist náliga allar höfutskepnur nokkut hrygðarmark á sér sýna frá hans fráfalli“ (Biskupasögur 1 1858). Þegar sagt er að himintunglin sýni á sér dauðatákn er vel hugsanlegt að þar sé vísað til móðu í lofti sem gjarnan er fylgifískur hraungosa og að sól og tungl hafí af þeim sökum sýnst rauð. Sem dæmi um þetta mætti nefna hina kunnu Skaftárelda 1783-1784 og móðuna sem þeim fylgdi. í Eldsögu Sveins Páls- sonar frá 1784 kemur m.a. fram að sól hafi á stundum verið rauð sem blóð og að óvenjulegt bláleitt mistur hafí legið í lofti (Sveinn Pálsson 1984). Þó að Yngra- Stampagosið standist ekki samjöfnuð við Skaftárelda er ekki útilokað að nokkurt mistur eða móða hafí verið í lofti við gosstöðvarnar sem orsakað gat rauðan blæ á himintungl (sólu). ■ SAMANTEKX OG UMFjÖLLUN GaNGUR. GOSSINS I ljósi þeirra gagna sem safnast hafa um Yngra-Stampagosið á Reykjanesi er mögu- legt að gera grein fyrir framgangi þess í grófum dráttum: Gossprunga með stefnu suðvestur-norðaustur opnast á Reykjanesi. Upphaf gossins er við suðvesturströnd Reykjaness eftir því sem best verður séð, en ekki er útilokað að gosið hafí í sjó fjær 226

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.