Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 51
FERÐALÖG 9
evrur og er þá allt innifalið nema
dísilolía, kostur og hafnargjöld
annars staðar en í heimahöfn.
Með flugstjóradellu sex ára
Önundur hefur lengst af varið
starfsævinni sem flugstjóri, síð-
ustu sautján árin hjá Lufthansa
áður en hann sneri sér að skútu-
rekstrinum. Hann er fæddur og
uppalinn í Hrísey til átta ára ald-
urs og ákvað sex ára gamall að
hann ætlaði sér að verða flugstjóri
þegar hann yrði stór.„Sú mynd er
mér enn ljóslifandi þegar Jóhann
Helgason lenti á eins hreyfils
sjúkraflugvél, Cesnu 180, í fjörunni
í Hrísey til að ná í sjúkling þegar
ég var aðeins sex ára. Þetta þótti
afskaplega tilkomumikið. Allir
eyjaskeggjar þustu niður í fjöru og
þarna í fjörunni ákvað ég að gerast
flugstjóri. Þetta var svo heillandi
heimur fyrir ungan eyjapeyja. Til
þess að eiga fyrir flugskírteininu
var ég á sjó í nokkur ár og stund-
aði allan veiðiskap nema skakið.
Og það var þá sem ég uppgötvaði
að ódýrast væri líklegast að kaupa
sér flugvél og leigja sér kennara
sem ég svo gerði.“
Eftir að atvinnuflugmaðurinn
og kennaraskírteinið var í höfn
fór Önni vestur á Ísafjörð og rak
flugskóla sumurin 1968 og 1969.
Næstu fimm árin starfaði hann hjá
Flugstöðinni í Reykjavík sem var
með bæði flugskóla og leiguflug á
sínum snærum. „Sá tími var mjög
skemmtilegur því þar var ég stór
fiskur í litlum polli sem yfirkenn-
ari og yfirflugstjóri.“ Þá lá leið
Önundar til Air Viking, sem var
í eigu Guðna í Sunnu. Þar byrjaði
hann að fljúga stórum vélum, en
eftir hálft annað ár fór Air Vik-
ing á hausinn, en starfsfólkið tók
sig saman og stofnaði Arnarflug
1977 sem fór svo í þrot einum tólf
árum síðar. „Ég var lengst af yfir-
hershöfðingi í útlendingahersveit-
inni, sem kölluð var, búsettur í
Bretlandi, og sá um leiguverkefni
fyrir hönd Arnarflugs. Ég hætti
hjá félaginu ári áður en það sigldi
í strand, stoppaði síðan í hálft ár
hjá British Airways og fór svo til
Lufthansa.“
Siglingaskóli og siglingakeppnir
Auk þess að leigja skúturnar til
siglinga, ætlar Önni að halda áfram
að bjóða áhugasömum siglinga-
köppum upp á þátttöku í Regatta-
siglingakeppnum. Keppnir þessar
fara fram tvisvar á ári, í maí og í
nóvember ár hvert og er þá gjarn-
an mikið um dýrðir í skútubænum.
Á vorin stendur hann svo fyrir tíu
daga siglinganámskeiðum, sem eru
sniðin að fólki með siglingaréttindi
en skortir reynslu. „Ég er fyrst og
fremst að kenna sjómennsku og
byggi námsefnið á námsskrá frá
Siglingamálastofnun og Royal
Yachting Association. Nú þegar
er ég búinn að útskrifa fimmtán
skipstjóra. Menn fóru mjög ánægð-
ir frá borði sem hvetur mig áfram
til góðra verka. Ég mun því halda
þessum nýja Siglingaskóla mínum
á floti áfram og kem til með að
bjóða upp á næstu tíu daga nám-
skeið í apríl næstkomandi.“
Sundsprettur, raki og slökun
Þegar komið er að leiðarlokum
æfingadagsins, eru menn aðeins
farnir að lýjast í sólinni. Stefn-
an er tekin í land með smá við-
komu og sundspretti við Göcek-
eyju, sem skartar fallegri strönd,
trébryggju og veitingastað, líkt
og fjölmargir aðrir viðkomustað-
ir við flóann. Íslensku víkingarn-
ir skella sér í sundbuxurnar og út
í sjóinn og synda af sér dagssvit-
ann. Eftir að allir hafa sturtað sig
um borð í ferskvatni, siglir Tobb-
an svo áfram í átt að heimahöfn.
Þegar búið er að binda með dyggri
aðstoð bryggjuvarðarins, sem heit-
ir „Skúli“ upp á íslensku, setjast
menn niður með tyrkneskt raki og
ræða um gang æfingarinnar, vind,
hraða, fokkur, spotta, hnúta, stór
segl og belgsegl. „Svona leikum við
strákarnir okkur,“ segir Önni og er
greinilega nokkuð brattur með sitt
lið. Hann bætir þó við að skútusigl-
ingar séu að sjálfsögðu ekki bara
skemmtilegt strákasport heldur
líka kvennasport og alhliða fjöl-
skyldusport. „Eftir alla mína sigl-
ingareynslu er það engin spurning
í mínum huga að Tyrklandsstrend-
ur tróna á toppnum sem siglinga-
svæði auk þess sem heimamenn
eru einstaklega hjálpfúsir, gest-
risnir og vingjarnlegir,“ bætir
hann við. Og þegar spurt er hvað
sé svona skemmtilegt við skútu-
siglingar, stendur ekki á svari hjá
strákunum. „Þetta er bara þannig
að um leið og maður er kominn út á
sjó á seglskútu gleymist staður og
stund. Maður hverfur inn í þögnina
enda notast seglskútan við náttúru-
öflin til að komast frá einum stað
til annars þótt vissulega sé hægt
að gangsetja vélina ef byrinn er
enginn og mikið liggur við.“
STRÁKARNIR OKKUR“
Fetiye-flói Tyrkland er ævintýralega fallegt og litskrúðugt land.
sumarferdir.is
Tenerife
Fanabe Costa Sur
ALLT INNIFALIÐ*
Verð frá: 99.999kr.
á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í viku. Brottför 1. júlí.
* Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður
með innlendum drykkjum. Snarl milli mála og kökur
og kaffi . Krakkaklúbbur á daginn og skemmtidagskrá
fyrir krakka á öllum aldri á kvöldin.