Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 2
2 20. júní 2009 LAUGARDAGUR Ágúst, eru þeir ekki með allt á hreinu þarna hjá menningar- og ferðamálaráði? „Þeir eru í takt við tímann.“ Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleik- stjóri er ósáttur við að menningar- og ferðamálaráð hafi leitað út fyrir Bandalag íslenskra listamanna við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur. Ágúst leikstýrði eins og kunnugt er Stuðmanna- myndunum Með allt á hreinu og Í takt við tímann. JAPAN, AP Elsti maður í heimi, Japaninn Tomoji Tanabe, lést í svefni í gær. Hann var 113 ára gamall. Tanabe var fæddur 18. septem- ber árið 1895 og fékk viðurkenn- ingu frá heimsmetabók Guinness sem elsti maður heimsins þegar hann var 111 ára. Hann átti átta börn, fimm syni og þrjár dætur, 25 barnabörn, 53 barnabarnabörn og sex barnabarnabarnabörn. Japanar eru á meðal langlíf- ustu þjóða heims, og í fyrra voru 36 þúsund manns í landinu meira en 100 ára að aldri. - þeb Tomoji Tanabe var 113 ára: Elsti maður í heimi látinn SÍÐASTI AFMÆLISDAGURINN Tomoji Tanabe á 113 ára afmælisdaginn sinn í september síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Þrír menn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi að undanförnu, hafa verið úrskurð- aðir í áframhaldandi gæsluvarð- hald til 1. júlí. Mennirnir, þeir Ársæll Snorra- son, Sigurður Ólason og Gunnar Viðar Árnason, eru grunaðir um aðild að innflutningi fíkniefna og peningaþvætti. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Þeir hafa allir kært niðurstöðuna til Hæstaréttar. Rannsókn málsins er mjög viðamikil. Að henni hafa komið lögregluliðin á höfuðborgarsvæð- inu og Suðurnesjum auk tollyfir- valda. - jss Fíkniefni og peningaþvætti: Þrír menn eru áfram í gæslu SAMFÉLAGSMÁL Í bókun kirkjuráðs af fundi sem hald- inn var í gær kemur fram að ráðið biðji þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfs- manna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem hefur sakað séra Ólaf Skúlason um kynferðislega áreitni þegar hún leitaði til hans sem sóknarprests í Bústaðakirkju, mætti á fund kirkjuráðsins í gær. Í kjölfarið var einnig bókað að kirkjuráð harmi sársauka og von- brigði sem fram hafi komið í frásögn Sigrúnar á fundinum. Einnig að ráðið harmi skort á skilningi og máttleysi í viðbrögðum kirkjunnar á sínum tíma. Þó hafi ráðið ekki vald til að leggja mat á eða úrskurða um sakargiftir í því máli, þar sem ákæra hafi ekki verið gefin út og séra Ólafur sé nú látinn. Kirkjuráð samþykkti einnig að beita sér fyrir endurskoðun starfsreglna kirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála. Einnig að leita allra leiða til að kirkjan geti tekið á slíkum málum af festu, með fag- legum vinnubrögðum og fyrirbyggjandi aðgerðum svo og aukinni aðstoð við þau sem líða vegna slíkra mála og þau samtök sem starfa í þeirra þágu. Þá bókaði ráðið að enginn geti verið í þjónustu þjóðkirkjunnar sem gerst hafi sekur um kynferðis- brot. - kg Sigrún Pálína Ingvarsdóttir gekk á fund Kirkjuráðs í gær: Kirkjuráð biðst fyrirgefningar KIRKJURÁÐ Ráðið samþykkti að beita sér fyrir endurskoðun starfsreglna kirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála. STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að legga til að Alþingi samþykki að afnema sérstakar þóknanir sem handhafar forsetavalds fá fyrir að hlaupa í skarðið fyrir forseta Íslands. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, segir að samkvæmt lögum eigi þrír hand- hafar forsetavalds að skipta með sér upphæð sem svari til launa for- setans á meðan þeir fara með for- setavaldið. „Á undanförnum fjórum árum hefur þetta kostað íslenska ríkið á bilinu átta til tæplega ellefu milj- ónir króna á ári. Þannig að þetta eru umtalsverðar fjárhæðir, miklu hærri fjárhæðir en okkur hafði órað fyrir. Á þessum tíma hefu r þet ta verið að skila sér í 250 til 300 þúsund krónum að meðaltali á mánuði fyrir þessa einstakl- inga,“ segir Hrannar. Sjálf sagði forsætisráðherra á blaðamannafundi í gær að þessar greiðslur væru „2007“ og Hrann- ar segir að Jóhanna muni leggja til að fyrirkomulagið verði afnumið. „Það er auðvitað gert í því sam- hengi að það er verið að lækka launin hjá þeim sem hafa það best í ríkiskerfinu. Laun forsætis- ráðherra hafa lækkað talsvert nú þegar en þetta er til viðbótar því.“ Handhafar forsetavalds eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. Forseti Alþingis er nú Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og forseti Hæsta- réttar er Gunnlaugur Claessen. Aðspurður segir aðstoðarmaður forsætisráðherra sér ekki kunnugt um að ráðherrann hafi rætt þetta máli við hina tvo handhafa forseta- valdsins. - gar Tillaga forsætisráðherra um aukalegan milljónasparnað hjá æðstu stjórn ríkisins: Handhafar forsetavalds missi launin EFNAHAGSMÁL Landsvirkjun og íslenska ríkið hafa gert með sér viðbúnaðarsamning til að bregð- ast við neikvæðri lánshæfis- einkunn Landsvirkjunar. Í tilkynningu frá Landsvirkj- un kemur fram að neikvæð láns- hæfiseinkunn helgist einkum af óvissu um hvort íslenska ríkið muni koma tímanlega til aðstoð- ar ef fyrirtækið lendir í fjár- hagserfiðleikum. - kg Málefni Landsvirkjunar: Gerir viðbúnað- arsamning við íslenska ríkið JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR RÍKISSAKSÓKNARI „Nýlega var fata- skápur starfsfólks rifinn til að koma fyrir skjalaskápum.“ Þannig lýsir Valtýr Sigurðsson því starfsumhverfi, sem embætti hans er búið, í bréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra frá 17. maí. Bréfið hefur verið birt á vefsíðu embættisins. Tilgang þess segir ríkissaksóknari vera að gera forsætisráðherra og ríkisstjórn grein fyrir stöðu embættis síns, sem að sínu mati sé ekki viðunandi. Jafnframt leggur ríkissaksóknari til leiðir til úrbóta. Hann segir nauðsynlegt að staða embættisins sé styrkt. „Á undanförnum 2-3 árum hafa verkefni embættisins meira en tvö- faldast en fjöldi starfsmanna nán- ast staðið í stað,“ segir í bréfinu til forsætisráðherra. „Allur aðbún- aður að embættinu er á mörkum þess að teljast boðlegur starfsfólki vegna þrengsla. Á embættinu er enginn fundarsalur, bókasafn er á göngum og geymsluaðstaða skjala alls óviðunandi og er þá vægt til orða tekið.“ Ríkissaksóknari segir að áfram verði að leggja mikla áherslu á að halda uppi faglegum gæðum í öllum málaflokkum og að ákæruvaldið geti tekist á við flókin og skipulögð afbrot. Þá vill ríkissaksóknari geta sinnt markvissri fræðslu, þjálfun nýrra ákærenda og endurmennt- un þeirra sem þegar starfa, og að embættið geti fylgt eftir fyrirmæl- um með eftirliti. Þjálfun og endur- menntun sé ekki unnt að sinna nú. Ríkissaksóknari segir að sameina þurfi efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra og embætti sérstaks saksóknara til að nýta fjármagnið sem best. Þá leggur hann til að hætt verði við stofnun embættis héraðs- saksóknara, en embætti Ríkissak- sóknara þess í stað eflt. Til saman- burðar við samsvarandi embætti Í Noregi og Danmörku þá fái þau nauðsynlegt fjármagn, auk pólitísks styrks, sem þau hafi frá þjóðþingi, ríkisstjórn og dómsmálaráðherra, segir Valtýr Sigurðsson enn fremur í bréfinu. Ríkisstjórnir beggja ofan- greindra landa hafi virka refsipólit- íska stefnu og láti sig varða hlutverk ákæruvalds og áherslur. Fundað sé með ríkissaksóknurum reglubundið til að ganga úr skugga um að mark- mið hafi náðst. „Hér á landi nýtur ríkissak- sóknari ekki slíks baklands við að styrkja ákæruvaldið, forgangsraða málum og tilraunir til að halda uppi málshraða,“ segir ríkissaksóknari. jss@frettabladid.is Kallar eftir sterkara pólitísku baklandi Ríkissaksóknari kallar eftir sterkara pólitísku baklandi í starfi sínu í nýlegu bréfi sínu til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Hann segir allan aðbúnað embættisins á mörkum þess að teljast boðlegur og bendir á úrbætur. EMBÆTTI RÍKISSAKSÓKNARA Nýlega var fataskápur starfsfólks hjá embætti Ríkissak- sóknara rifinn til að koma fyrir skjalaskápum. Allur aðbúnaður að embættinu er á mörkum þess að teljast boðlegur starfsfólki vegna þrengsla. „Ég tel eðlilegt að dóms- og kirkjumálaráðherra, sem ber ábyrgð á starfsemi ríkissaksóknara og því málefnasviði sem hann starfar á, leggi mat á þær röksemdir sem hann færir fram.“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um bréf Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um stöðu embættis síns. Jóhanna bendir jafnframt á að því miður sé verið að sigla inn í afar sérstaka tíma þar sem leita verði allra leiða til hagræðingar. Á sama tíma verði að tryggja vandaðar og skilvirkar rannsóknir, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins. - jss Forsætisráðherra: Boltinn í dóms- málaráðuneyti UMRÆÐAN Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Þorsteinn Páls- son, mun eftir- leiðis skrifa reglulegar greinar í Fréttablað- ið og birt- ist sú fyrsta í dag. Þorsteinn kvaddi Frétta- blaðið fyrir skömmu til að snúa sér að rit- störfum og Jón Kaldal er nú eini ritstjóri blaðs- ins. Í grein sinni í dag fjallar Þorsteinn um mikilvægi þess að tryggja stöðugleika í ríkisfjár- málum, á vinnumarkaðnum, í peningamálum og í samskiptum við aðrar þjóðir en að pólitísk lausung standi í vegi fyrir gangi þessara mála. Þorsteinn segir einnig að fram- tíðaráform ríkistjórnarinnar séu enn að stórum hluta til á huldu og að hún hafi enn ekki skapað trú á að áform hennar í ríkis- fjármálum dugi. - amb / sjá síðu 16 Þorsteinn Pálsson: Pólitísk lausung veikleikamerki ÞORSTEINN PÁLSSON Lögreglumaður deyr í sprengjutilræði Háttsettur lögreglumaður í hryðju- verkadeild spænsku lögreglunnar lét lífið í bílsprengju í borginni Bilbao í norðurhluta Spánar í gær. Þetta er fyrsta banatilræði hryðjuverkasam- takana ETA í um hálft ár. Forsætis- ráðherra Spánar segist aldrei munu sætta sig við aðgerðir af þessu tagi, þó hættan af þeim kunni að vera til staðar. SPÁNN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.