Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 78
58 20. júní 2009 LAUGARDAGUR „Ég er að ganga frá á tökustað og við erum bara að færa okkur yfir á þann næsta. Sem er Jökulsárlón,“ segir Grétar Örvarsson, tónlistar- maður með meiru, en hann er farar- stjóri Kollywood-tökuliðsins sem Fréttablaðið greindi frá að væri á leiðinni til landsins. Fyrirtækið Jöklar ehf. tók tökuliðið upp á sína arma og fékk Grétar til að vera sér innan handar. Verkefnisstjóri Jökla ehf., Elísabet Agnarsdóttir, upplýsir að indverski sendiherrann á Íslandi hafi lagt hart að fyrir- tækinu að taka kvikmyndagerðar- fólkið frá Indlandi uppá sína arma en Jöklar ehf. og sendiráðið eru á sama fermetranum á Skúlagötu. Eins og Fréttablaðið greindi frá eru þetta engar smástjörnur á ind- verskan mælikvarða sem staddar eru hér á landi. Leikstjórinn heitir Ravikumar og er feykilega virtur í sínu heimalandi, aðalleikararnir tveir eru þau Surya og Nayanthara, sannkallaðar stórstjörnur heima fyrir. Tökuliðið hefur farið ansi víða á þeim stutta tíma sem það hefur dvalist hér á landi; Reykja- vík, Hengilssvæðið, Seljalands- foss, Hjörleifshöfði og Bláa lónið, svo fátt eitt sé nefnt. Elísabet segir þetta vera mikla vinnuþjarka, tökur hefjist klukk- an fimm á morgnana og unnið sé nánast sleitulaust til klukkan tíu og ellefu á kvöldin. Verið sé að taka upp tónlistaratriði sem eru nánast skylda í kvikmyndum frá þessum heimshluta. „Þeir setja ekki miklar kröfur, engin lúxushótel eða sér- svítur. Þeir sætta sig meira að segja við að deila herbergi þótt ein- hverjir séu milljarðamæringar og aðrir ekki. Og fannst til að mynda bara notalegt að vera á bænda- gistingunni í Vík,“ segir Elísa- bet. Hún bætir því við að fjórir til fimm indverskir kvikmyndagerðar- menn séu áhugasamir um að koma hingað til Íslands í haust til að taka upp atriði fyrir kvikmyndir sínar og slíkt gæti reynst gulls ígildi. „Þetta gæti haft mikil áhrif á ferðamannastrauminn frá Ind- landi, menn hafa fundið fyrir aukn- um áhuga frá Indlandi í Sviss eftir að indverskir kvikmyndagerðar- menn tóku upp nokkur atriði þar,“ segir Elísabet. Tökuliðið heldur af landi brott á sunnudaginn. freyrgigja@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. Listastefna, 6. tvíhljóði, 8. tækifæri, 9. smáskilaboð, 11. ónefndur, 12. vegna, 14. nirfill, 16. í röð, 17. struns, 18. í viðbót, 20. gjaldmiðill, 21. tútta. LÓÐRÉTT 1. sitjandi, 3. skammstöfun, 4. land í Evrópu, 5. tálbeita, 7. umhirða, 10. skjön, 13. dvelja, 15. listi, 16. skraf, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. dada, 6. au, 8. lag, 9. sms, 11. nn, 12. sökum, 14. nánös, 16. mn, 17. ark, 18. auk, 20. kr, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. rass, 3. al, 4. danmörk, 5. agn, 7. umönnun, 10. ská, 13. una, 15. skrá, 16. mas, 19. ku. Frétt Daily Mail, sem íslenskir fjölmiðlar endursögðu samvisku- samlega, af Lornu Bliss, breskri konu á þrítugsaldri sem hefur varið þrjátíu milljónum króna í að líkjast Britney Spears, vakti athygli í vikunni. Það má vera til marks um hversu heimurinn er lítill að Lorna þessi er sannkallaður Íslandsvin- ur og dvaldi hér á landi um hríð og starfaði þá sem súludansmey á Gold finger. „Hún var að dansa hjá okkur í tvö ár og bjó þá hér á Íslandi. Fjögur ár síðan hún var hérna,“ segir Ásgeir Þór Davíðs- son eða Geiri á Goldfinger. Hann lýsir Lornu Bliss sem mjög minnis- stæðri, skemmtilegri og líflegri stúlku. „Já, við urðum varir við að hún var með Britney-áráttu. Alveg „húkkt“ á því. Mér fannst hún nú ekkert lík Britney þá en þrjátíu milljónum seinna ... þá hafa kannski orðið einhverjar breyting- ar,“ hlær Geiri. Súlukóngurinn vill þó ekki meina að Lorna Bliss sé sú frægasta sem hefur starfað sem strípidansmey hjá honum. „Nei, ég get nú alveg sagt þér það að ég hef verið með margar frægar. Hún Lorna hefur samt leikið í fullt af bláum myndum og gekk þá undir nafninu Lacey Mag- uire,“ segir Geiri sem hefur mikl- um mun nákvæmari heimildir um fortíð þessarar þekktu konu en Daily Mail sem hélt því fram að hún hefði einkum starfað sem eftirherma Britneyar og troðið upp sem slík í afmælisveislum og næturklúbbum. - jbg Britney-eftirherman á sér íslenska fortíð „Það er allt að gerast. Nokkrar flott- ustu konur landsins ætla að mæta. Það er bullandi áhugi fyrir þessu,“ segir Davíð Rúnarsson, knattspyrnu- og póker- maður. Í gær – kvenréttindadaginn – þegar Fréttablaðið heyrði í Davíð var hann í óðaönn að undirbúa sérstakt kvenna- pókermót sem á að fara fram klukk- an tvö í dag á Gullöldinni í Grafarvogi. „Þarna verða þekktustu fótboltastjörn- ur landsins, söngkonur og tískudrottn- ingar: DJ Sóley, Svava Johansen kennd við 17, Alexandra Helga Ívarsdóttir, sem var Ungfrú Ísland í fyrra, og nokkrar sem tóku þátt í Ungfrú Ísland í ár,“ segir Davíð. Mótið er lokað karlmönnum sem þó mega koma og horfa á. Ekki er algengt að konur taki þátt í pókermótum. Að sögn Davíðs eru kannski um tíu sem leggja stund á póker hér á landi. „Venju- lega er þetta þannig að konur gefa spilin og við spilum. En nú ætlum við að fá ein- hverja heita „hönka“ til að gefa og þær spila til tilbreytingar.“ Í gær var kven- réttindadagurinn haldinn hátíðlegur en í dag fer Kvennahlaupið fram og Davíð telur upplagt að þær hlaupi, komi svo til að fá sér einn kaldan og spila póker. Davíð, sem spilar fótbolta með úrvals- deildarliði Þróttar, skipuleggur póker- mót í frístundum. Og á Glóðinni í Kefla- vík er verið að koma upp pókerbækistöð sem Davíð aðstoðar við að koma á kopp- inn. Ætlunin er að vera með föst póker- mót öll fimmtu- og föstudagskvöld. Í gærkvöldi mættu handboltakempurnar Logi Geirsson, Aron Pálmarsson og Sig- fús Sigurðsson til að keppa sín á milli og við aðra í póker. - jbg Kvennapókermót á Gullöldinni í dag SVAVA Í 17 ÓRÆÐ VIÐ PÓKERBORÐIÐ Svava er ein þeirra sem skráðar eru til leiks í miklu kvennapókermóti sem haldið verður í dag. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Svandís Svavarsdóttir. 2. Smáfuglar. 3. Sigfús Sigurðsson. ÍSLANDSVINURINN LORNA BLISS Geira á Goldfinger þótti hún ekkert sérstak- lega lík Britney þá er hún starfaði hjá honum en man vel eftir Britney- áráttu dansmeyjarinnar. Meistari ljósvakans, Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarps- stjóri ÍNN, fer mikinn þessa dagana í þætti sínum Hrafnaþing. Hann er með kvíða- hnút í maganum vegna Icesave-sam- komulagsins og segir Evrópusinna þykjast eiga landið með Jón Baldvin Hannibalsson í fararbroddi, „gamla fretkarlinn“ eins og Ingvi Hrafn Jóns- son orðar það. Líklega má það heita andóf af hans hálfu að hafa ráðið sinn gamla kollega af Mogganum, Björn Bjarnason, til þáttagerðar við ÍNN. Dr. Gunni birtir á vinsælli síðu sinni á Netinu athyglisverðan samanburð: Nýjan lista yfir bestu plötur Íslands- sögunnar sem kjörnar voru á Tónlist. is og svo sambærilegan lista sinn yfir bestu plötur aldarinnar eins og hann var í bók Dr. Gunna „Eru ekki allir í stuði?“ árið 2001. Þetta eru merkilega líkir listar nema að mest- allt pönkið sem hinn afkastamikli tónlistargagnrýnandi úr Kópavogin- um og einn áhrifamesti umfjallandi um íslenska rokktónlist hefur haldið svo mjög á lofti í gegnum tíðina; Fræbbblar, Ham, Rokk í Reykjavík og Geislavirkir Utangarðsmenn eru nú horfnir af lista. Hvað sem það svo segir manni nema þá kannski að sögufræg pönkgigg í Kópavogs- bíó í denn eru á leið inn í gleymsk- unnar dá? Og meira um Kópavog. Víst er þar gott að búa séu menn fyrir gleðina og glauminn. Í gærkvöldi var opn- aður þar stórglæsilegur 800 manna skemmtistaður, Spot, og steig Stefán Hilmarsson Kópavogsbúi fyrstur allra á svið þar ásamt Sálinni. Í næsta nágrenni er svo Players en eigandi staðarins er einmitt Árni Björnsson sem kenndur var við Rauða ljónið, stofn- andi Players og stefnir í harða samkeppni um glaða sveina og drottn- ingar næturinnar nánast á sama blettinum í Kópavogi. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Harpa Arnardóttir Aldur: 45 ára. Starf: Leikkona og leikstjóri. Foreldrar: Guðrún Guðmundsdótt- ir verslunarrekandi og Örn Sigurðs- son útskurðarmeistari. Búseta: Reykjavík. Stjörnumerki: Hrútur Harpa Arnardóttir hlaut Grímuna sem leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í Steinar í Djúpinu. ELÍSABET AGNARSDÓTTIR: GULLIÐ TÆKIFÆRI SEM VARÐ AÐ GRÍPA Grétar Örvarsson farar- stjóri Kollywood-tökuliðs VINNUÞJARKAR Tökuliðið frá Kollywood er miklir vinnuþjarkar. Vinnudagurinn byrjar klukkan fimm á morgn- ana og stendur til ellefu á kvöldin. Stjörnur myndarinnar, þau Surya og Nayanthara, hafa því haft í nægu að snúast undan farna daga. Grétar Örvars- son er fararstjóri hópsins og hefur séð um að allt gangi snurðulaust fyrir sig á settinu. Tökuliðið heldur af landi brott á sunnu- daginn. Sjónvarpið auglýsir eftir lögum til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2010. Þátttökueyðublað og reglur keppninnar eru á heimasíðu RÚV: www.ruv.is/songvakeppnin Höfundar skili lögum til Ríkisútvarpsins ohf., Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Söngvakeppni Sjónvarpsins 2010 eigi síðar en mánudaginn 5. október 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.