Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 48
6 FERÐALÖG 2004 DAGUR 1 Hjóluð Landmannaleið inn að Landmannahelli. Á rið 2004 fengum við félag- arnir þá hugmynd að búa til árlega síðsumarsferð. Hún varð að vera í lok sumars, enda erum við flestir með börn og eyðum sumarfríum með fjölskyldunni,“ segir Benedikt Ingi Tómasson, einn hjólagarpanna. Hjólamassinn varð því til utan um vinahóp og vini vina, sem allir hafa það sameiginlegt að hafa unun af hjólaferðum og skemmt- anahaldi. Um þrjátíu manns hafa farið í ferðirnar, en að jafnaði eru þeir á bilinu fimmtán til tuttugu í hverri ferð. Ferðirnar hafa verið hverri annarri eftirminnilegri, að sögn Benedikts. Stundum hefur hópur- inn komist í hann krappann, meðal annars þegar stefnt var að því að hjóla á Sveinstind frá Hólaskjóli. Hjólað var að tindinum í nokkra tíma í stanslausri snjókomu. Að lokum var snúið við, enda átti hópurinn á hættu að snjóa inni. Naumlega tókst að koma bílnum aftur að Hólaskjóli. Þótt hópurinn fari upp um fáfar- in fjöll og firnindi, í ýmiss konar færð og veðrum, eru hverfandi líkur á að kalla þurfi út björgunar- sveitina hans vegna. Lendi menn í vanda bjarga þeir sér sjálfir, enda vill svo vel til að flestir þeirra eru meðlimir björgunarsveita. Oft hefur reynslan úr björgunar- sveitunum komið sér vel. „Fyrsta árið okkar, þegar við vorum að koma niður á Mælifellssand í skíta- veðri, keyrðum við fram á rennandi blautan, ískaldan og villtan Spán- verja. Hann hafði fest bílinn í á og hafði ráfað tíu kílómetra frá bíln- um. Hann var ekki með kort, ekk- ert staðsetningartæki og almennt illa búinn. Hann hefði örugglega dáið þarna ef við hefðum ekki rek- ist á hann. Við tókum hann upp í bíl- inn okkar, fundum svo bílinn hans í ánni og drógum hann upp.“ Þótt Hjólamassarnir séu flestir í góðu líkamlegu formi er það ekki algjört skilyrði fyrir þátttöku. Trússbíll er alltaf með í för. Hinir lötu og þreyttu, svo ekki sé talað um þá ryðguðu eftir kvöldvökur á milli átaka, geta valið að fara með bílnum. Það þykir þó ekki sérstak- lega hetjulegt. - hhs Á hverju hausti fer félagsskapur hjóla- og skemmtanaglaðra ungra manna í ævintýraför um landið sem þeir kalla Hjólamassann. Lætur ekkert stöðva sig Benedikt Ingi Tómasson, viðmælandi Fréttablaðsins og talsmaður hópsins, dembir sér ofan í á. Smáslökun Trússbíll er alltaf með í för. Í honum fá þeir þreyttu og lúnu að sitja af og til. UPPSKRIFTIR AÐ GÓÐUM FERÐUM HJÓLAMASSANS DAGUR 2 Hjólað frá Landmannahelli fram hjá Sátubarni upp Pokahryggi. Hjólað niður í Reykjadali vestan Hrafntinnuskers og niður að Laufafelli og að Álftavatni. Farið um Hvanngil inn Mælifellssand í skálann Strút. DAGUR 3 Hjólað frá Mælifelli út Mælifells- sand og niður meðfram Öldufelli og Öldufellsjökli sem gengur norðaustur úr Mýrdalsjökli. Farið hjá Hólmsárfossi og endað í Hrífunesi. 2005 DAGUR 1 Hjólað upp Austurdal sem gengur upp af Miðfirði og upp á Arnar- vatnsheiði og að Arnarvatni stóra. Snúið við vegna torfærðar. Planið var að hjóla Skagfirðingaveg yfir Stórasand inn á Kjöl og niður á Hveravelli. Öllu pakkað í bílinn og byrjað aftur við Blöndustöð. Hjólað meðfram Blöndulóni niður Kjöl og endað á Hveravöllum. DAGUR 2 Hjólað frá Hveravöllum inn í Kerl- ingafjöll. DAGUR 3 Hjólað um Hrunamannaafrétt. Farið frá Kerlingafjöllum um Leppistungur fram hjá Svínárnesi og nánast alla leið niður að Gull- fossi austanmegin. Stoppað rétt ofan við Tungufellsdal. 2006 DAGUR 1 Byrjað í Setrinu, skála 4X4, austan við Kerlingarfjöll og sunnan við Hofsjökul. Hjólað um Gnúpverja- afrétt niður um Botna og yfir Miklalæk. Hjólað um Gljúfurleit á vesturbökkum Þjórsár. Komið niður að Sultartangalóni og Sultar- tangavirkjun og hjólað fram hjá Bjarnalóni og Búrfelli og endað á Ásólfstöðum. DAGUR 2 Farið frá Hólaskógi fram hjá Háafossi og Granna. Farið um Fossölduver, sunnan við Geld- ingarfell og niður í Tungufellsdal. Farið yfir Hvítá við Brúarhlöð og yfir Tungufljót við Fossavað og endað í Úthlíð. DAGUR 3 Hjólað frá Úthlíð upp að Miðfelli. Farið að Högnhöfða og um Helli- skarð og hjólað yfir Rótarsand og endað við Hlöðufell. 2007 DAGUR 1 Hjólað frá Hólaskjóli í áttina að Sveinstindi. Hjólað af stað en eftir nokkra tíma af stanslausri snjó- komu var ákveðið að snúa við, enda hópinn að snjóa inni. Tókst með naumindum að koma bílnum aftur að Hólaskjóli. DAGUR 2: Hólaskjól – Þjóðvegur 1 Hjólað í suðurátt frá Hólaskjóli eftir mikla snjókomu, endað við þjóðveginn um það bil tuttugu kílómetrum austan við Vík í Mýr- dal. 2008 DAGUR 1 Hjólað úr Jökulheimum. Farið yfir Tungnaá við Botnaver. Hjólað um Tungnárfjöll upp á Breiðbak norðan við Langasjó. Hjólað um Skaftártunguafrétt fram hjá Sveinstindi um Skælinga að Hólaskjóli. DAGUR 2 Farið frá Hólaskjóli að Álftavötn- um. Hjólað um Álftavatnskróka farið yfir Hólmsá og inn á Mæli- fellssand. Hjólað fram hjá Mæli- felli. Farið hjá Hvanngilskrókum fram hjá Hattfelli og endað við Markarfljót. HETJUFERÐ Á HVERJU HAUSTI Kafbylur Árið 2007 var ætlunin að hjóla á Sveinstind. Snúið var við eftir margra tíma stanslausa snjókomu, enda hópurinn við það að snjóa inni. Á hálendinu Hópurinn í Kerlingarfjöllum árið 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.