Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 58
38 20. júní 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is LIONEL RICHIE SÖNGVARI FÆDD- IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1949. „Þegar almenningur er í vanda gengur skemmtana- iðnaðurinn best. Fólk vill ekki láta minna sig á erfið- leikana í lífinu, hvort sem þeir eru vegna átaka eða annarrar óhamingju.“ Lionel Richie er bandarísk- ur söngvari, lagahöfundur og plötuútgefandi. MERKISATBURÐIR 1750 Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson ganga fyrstir manna svo vitað sé á Heklutind. 1923 Samþykkt eru lög um skemmtanaskatt sem renna skal í sjóð til bygg- ingar Þjóðleikhúss. 1936 Kristján 10., konungur Ís- lands og Danmerkur, leggur hornstein að virkj- unarhúsinu við Ljósafoss. 1954 Ásmundur Guðmundsson vígður biskup yfir Íslandi og gegnir þeirri stöðu í fimm ár. 1969 Strandferðaskipið Hekla sjósett við Slippstöðina á Akureyri. Hún er stærsta skip sem smíðað hefur verið á Íslandi, 950 tonn. Fyrsta bifreiðin kom til Íslands þennan dag árið 1904 með gufuskipinu Kong Tryggve. Þetta var þýsk bifreið af gerðinni Cudell. Hún var reynd á götum bæjarins dag- inn eftir og þyrptist að múgur og marg- menni til að sjá þetta furðuverk. Það var kaupmaður inn og kons- úllinn Ditlev Thomsen sem keypti bílinn með 2.000 króna styrk frá Alþingi og því gekk bíllinn undir nafninu Thomsen-bíllinn. Hann var þriggja ára gamall þegar hann kom til landsins og þá þegar orðinn gamall og úreltur. Líktist raunar fremur hest- vagni en bifreið og vélaraflið var 3 til 6 hestöfl. Þó var hann með sæti fyrir þrjá til fjóra farþega og ökumann. Vélin var neðan til að aftan og tannhjól notuð til að færa aflið frá henni út í hjólin. Bifreiðin fór um göturnar með braki og brestum og gekk afar skrykkjótt. Að lokum stoppaði hún alveg og þrautalendingin varð að draga hana heim með handafli. Það fór svo að bíllinn var sendur aftur til Danmerkur árið 1908 eftir að hafa staðið ónotaður í þrjú ár. ÞETTA GERÐIST: 20. JÚNÍ 1904 Fyrsti bíllinn kom til Íslands Hjartkær móðir mín, Lýdía Bergmann Þórhallsdóttir, Ásvallagötu 42, Reykjavík, lést þann 18. júní á Landakotsspítala. Jóhann Bergmann Ásgeirsson 90 ára afmæli Jóna Kristín Hallgrímsdóttir verður níræð sunnudaginn 21. júní næstkomandi. Af því tilefni verður fjöskyldan með afmæliskaffi í Þrastar- heimilinu að Flatahrauni 21, frá kl. 15 til kl. 18 á afmælisdaginn og vonast til að sjá sem fl esta vini og ætting ja. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Okkar ástkæri, Kristján Guðmundsson ökukennari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. júní kl. 15.00. Hólmfríður Kristjánsdóttir Jón Eiríksson og aðrir aðstandendur. Faðir okkar, Jóhannes Arason, fyrrum bóndi að Múla í Gufudalssveit, Austur-Barðastrandasýslu, andaðist á Vífilsstöðum, þriðjudaginn 16. júní. Ari Óskar Jóhannesson Elías Í. Jóhannesson „Páll lagði líf og sál í söfnun bóka þótt hann ætti líka önnur áhugamál eins og ferðalög og ljósmyndun,“ segir Guðrún Jónsdóttir, menningarfulltrúi Borgar byggðar, og á þar við Pál Jóns- son bókavörð sem lést árið 1985. Hann var mikils virtur bókasafnari og gaf Héraðsbókasafni Borgarfjarðar safn sitt eftir sinn dag en í því eru um 7.000 bindi frá ýmsum tímum. Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Páls. Þess verður minnst með málþingi fyrir almenning um hugðarefni hans í menningarsal Menntaskóla Borgar- fjarðar frá 13 til 16. Valdar bækur hans og ljósmyndir verða til sýnis á staðnum. Að þinginu loknu stendur Ferðafélag Íslands fyrir gönguferð um uppeldisslóðir Páls en hann skrif- aði árbækur félagsins frá 1968 til 1982. „Áætluð koma til Reykjavíkur er skömmu eftir mjaltir!“ stendur orð- rétt í fréttatilkynningu um málið. Pálssafn er þjóðargersemi að sögn Guðrúnar. „Sérstaða þess felst í hversu margar merkilegar bækur eru í því. Fágætar útgáfur og með einstökum áritunum,“ segir hún og nefnir sem dæmi að fangamark Brynjólfs biskups sé á einni bók. Einnig megi þar finna eitt rita Marteins Lúthers, prentað í Wittenberg árið 1521, og 29 íslenskar bækur frá 17. öld. „Safnið hefur mikið varðveislu- og minjagildi. Svo er feg- urð þess mikil því Páll var vandvirkur bókbindari og að horfa á bækurnar í hillunum er hrein unun,“ lýsir hún. Páll var fæddur í Stafholtstungum en ólst upp hjá vandalausu fólki til sex- tán ára aldurs í Örnólfsdal í Þverárhlíð. Þá flutti hann á höfuðborgarsvæðið og átti þar sína starfsævi, fyrst við versl- unarstörf og blaðamennsku en lengst af sem bókavörður hjá Borgarbóka- safni Reykjavíkur. Auk þess var hann góður ljósmyndari og hafði dálitlar tekjur af þeirri iðju. „Páll setti allt sitt fé í bækur,“ segir Guðrún. „En hann og Þorsteinn Jósepsson, ljósmyndari og bókasafnari voru í góðum samskiptum og þeir fylltu upp í söfn hvors annars þegar þeir fundu eitthvað bitastætt á fornsölum eða uppboðum.“ Guðrún er forstöðumaður Safna- húss Borgarbyggðar og segir Pálssafn varðveitt þar sem eina heild. „Eitt af skilyrðunum sem Páll setti fyrir gjöf- inni var að fræðimenn hefðu aðgang að safninu og vinnuaðstöðu nálægt því. Nú hillir undir að það verði að veruleika. Við erum langt komin með að skrá safn- ið í Gegni og þar með verður það mun aðgengilegra en áður,“ upplýsir hún og bætir við. „Borgarfjörður virðist hafa verið Páli afar kær svo við ævilokin hugsaði hann til heimabyggðarinnar og sendi safnið heim í Borgarfjörð. Nú þökkum við fyrir það, á hundrað ára af- mælinu hans.“ gun@frettabladid.is MÁLÞING: Í MINNINGU PÁLS JÓNSSONAR BÓKAVARÐAR Á ALDARAFMÆLI HANS Að horfa á bækurnar hans Páls í hillunum er hrein unun MENNINGARFULLTRÚINN „Ein bókanna er með fangamarki Brynjólfs biskups Sveinssonar,“ segir Guðrún. MYND/ELÍN ELÍSABET EINARSDÓTTIR Árleg Jónsmessuganga upp á fjallið Þorbjörn á Suður- nesjum hefur verið vel sótt undanfarin ár en í ár er það Bláa lónið í samstarfi við Grindavíkurbæ sem stendur að göngunni. Gengið verður frá Sundlaug Grindavíkur klukkan 20.30 en gangan tekur um þrjár klukkustund- ir undir leiðsögn hópstjóra. Göngugarpar munu njóta tónlistar Eyjólfs Kristjáns- sonar við varðeld á fjallinu og að lokinni göngu mun hann einnig skemmta í Bláa lóninu. Þátttakendur þurfa að greiða fyrir aðgang að Bláa lóninu sem verður opið til miðnættis þetta kvöld en gangan er fólki að sjálfsögðu að kostnaðarlausu. Eyjólfur Kristjáns í Jónsmessugöngu OPIÐ TIL MIÐNÆTTIS Eyjólfur Kristjáns mun skemmta í kvöld í Bláa lóninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.