Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 34
4 FERÐALÖG É g var stödd í Delí til þess að sækja hönnunar- ráðstefnu með vinkonu minni þegar allt ætl- aði vitlaust að verða einn dag- inn þarna úti. Þá kom í ljós að ein stærstu hátíðarhöld Indverja áttu sér stað þennan dag, en þau eru kölluð Holi eða hátíð litanna.“ Hindúar halda þennan dag hátíð- legan á vori hverju en hann táknar sigur hins góða á hinu illa. „Aðal- atriðið virðist vera að kasta lituðu vatni og litadufti hver á annan og því verður þetta mjög skrautlegt. Við ákváðum að taka „rikshaw“ um götur borgarinnar og þeystumst þar um í mannmergðinni. Maður- inn sem dró okkur vildi ekki einu sinni fara með okkur inn í sumar göturnar því að hann sagði að það yrði of hættulegt enda fólk oft vel æst og hífað á hátíðarhöldunum.“ Hindúar kveikja líka elda á Holi til þess að minnast þess hvern- ig hinn ungi guð Prahlad komst undan hinni illu gyðju Holika sem reyndi að kasta honum á bál. „Ég er svo afskaplega litaglöð kona að það þótti mjög fyndið að ég skyldi óvart hafa álpast á mestu litahátíð heims,“ segir Áslaug hlæjandi en þetta var önnur ferð hennar til Ind- lands. „Um kvöldið fór allt að róast og fólk að skola af sér litina í gos- brunnum eða öðru rennandi vatni. Síðla kvölds uppgötvuðum við, að líkt og á gamlárskvöld á Íslandi snæða allar fjölskyldur saman í heimahúsum á þessum hátíðlega degi. Það var því hvergi opið fyrir okkur um kvöldið.“ - amb HÁTÍÐ LITANNA Ljósmyndarinn Áslaug Snorradóttir lenti óvart í miðju Holi-hátíðarhaldanna í Delí, þar sem fólk kastar litum á hvert annað, og fangaði herlegheitin á fi lmu. VATNSBYSSUR OG KANNABIS- HRISTINGUR HOLI-HÁTÍÐIN er vorhátíð hindúa sem er haldin hátíðleg á Indlandi, í Pakistan, Nepal og Bangladess og fleiri löndum þar sem hindúatrú er algeng, eins og í Suður-Afríku, á Fídji-eyjum og Trínidad. Hátíðin stendur í sextán daga en aðal- dagurinn nefnist Dulhendi en þá kastar fólk lituðu og ilmandi dufti í hvert annað og notar til þess eins konar vatnsbyssur. Daginn áður, Holika Dahan, eru eldar kveiktir um allt. Fólk neytir alls konar smárétta eins og malpua, mathri og dahi badas sem eru litlir vafn- ingar fylltir af grænmeti og kjöti. Um kvöldið er búinn til eins konar mjólkurhristingur úr kannabis. Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 56.570 kr.fráVikuferð 25. júní með hálfu fæði Gran Hotel Bali Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 56.570 kr.fráVikuferð 25. júní með fullu fæði Gala Placidia Hotel Spánn - Síðustu sætin á frábæru verði! sumarferdir.is ...eru betri en aðrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.