Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 62
42 20. júní 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 3 15 Ath. á morgun kl. 16.00 Þá munu Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer leika saxófóndúetta í stofu nóbelsskáldsins. Á efnis- skránni er frumflutningur verkanna Oxydes og Fjórir dúettar eftir Marie- Héléne Fournier, Adria eftir Christi- an Lauba og Konzertstück eftir Paul Hindemith. Stofutónleikar Gljúfra- steins verða alla sunnudaga í sumar kl. 16. > Ekki missa af Smásveit Reykjavíkur, lítið brot af Stórsveit Reykjavíkur, kemur fram á öðrum tónleikum sumar tónleikaraðar veitinga- staðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag Sigurður Flosason leikur á saxófón, Kjartan Valdemarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontra- bassa og Jóhann Hjörleifs- son á trommur. Flutt verður fjölbreytt úrval djassstand- arda. Hugsanlegt er að fleiri meðlimir Stórsveitarinnar kíki í heimsókn og taki lagið. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Vorhefti Sögu, tímarits Sögu- félagsins, er komið út og er það fyrsta heftið sem Sigrún Pálsdóttir ritstýrir. Margt efni er í heftinu sem er 264 síður að stærð. Fimmtán stjórn- málamenn svara spurningum ritstjórans en hún var send tuttugu og sjö einstaklingum sem aktífir hafa verið í pólitík. Spurt var: Hefur tilhugsunin um sögulega arfleifð þína og eftirmæli sem stjórnmála- manns haft áhrif á ákvarðanir þínar í pólitík? Langt viðtal er í heftinu við Jóhann Pál Árnason, félagsfræðing og heimspek- ing; Guðmundur Jónsson birtir greinargerð um kreppur á Íslandi 1870- 2000, Gunnar Karlsson kynnir nýtt hugtak: tilfinningarétt. Aðalheiður Guðmundsdóttir skrifar um siðferði gleðinnar í danskvæð- um og dansmenningu fyrri alda. Hjalti Hugason rýnir í átök um samband ríkis og kirkju í deilum Guðmundar Arasonar og Kolbeins Tumasonar. Jón Ólafsson svarar gagnrýni Þórs Whitehead á skrif sín um sam- band Komintern við sósíalista hér á landi. Þá eru í heftinu ítarlegir ritdómar og vekur þar mesta athygli greining Páls Björnssonar á verki Guðjóns Friðrikssonar, Sögu af forseta, auk fleiri merkra ritdóma. Heftið skreytir á forsíðu hluti málverks af Lauritz Gottrup og fjölskyldu sem vegið er í heftinu af Þóru Kristjánsdóttur og Gunnari Hannessyni. Tímaritið Saga komið út Listasumar á Akureyri hefur verið ómissandi í menningar- og listasumarsflóru Akur- eyrarbæjar til fjölda ára og ávallt sett svip á bæjarlífið. Fjölbreytt dagskrá Listasumars frá Jónsmessu að Akureyrarvöku þar sem boðið er upp á yfir hundrað viðburði, er mikilvægur og ómiss- andi þáttur í menningar-/listalífi og menningartengdri ferðaþjónustu á svæðinu, bæði fyrir heimamenn og ferðalanga. Fastir dagskrárliðir Listasumars eru sem fyrr Heitir fimmtudagar, skipulagðir af Jazzklúbbi Akur- eyrar, Föstudagshádegis tónleikar, hádegistónleikar skipulagðir af forsvarsmönnum Listasumars og Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju alla sunnudagseftirmiðdaga í júlímánuði, auk fjölda annarra viðburða á öllum sviðum listalífs- ins. Auk myndlistarsýninga í Lista- safninu, Ketilhúsinu og Deiglunni eru settar upp fjölmargar og fjöl- breytilegar sýningar í mörgum galleríum og vinnustofum, kaffi- húsum og veitingastöðum. Listalífið á Akureyri er löngu orðið landsþekkt fyrirbæri. Það þykir nefnilega einsdæmi að svo margir myndlistarmenn/gallerí og sýningarsalir skuli rúmast í eins fámennum bæ og raun ber vitni. Engin landamæri eru á Lista- sumri og auk innlendra listamanna kemur fjöldinn allur af listamönn- um hvaðanæva að úr heiminum. Söfnin á Akureyri og í Eyjafirði eru hvert um sig með einstakar sýningar og bjóða upp á ýmsa við- burði. Listasumar kynnir einstaka viðburði í sínum veglega bæklingi, en söfnin í Eyjafirði eiga sinn eigin sameiginlega bækling sem liggur frammi á öllum helstu ferðamanna- stöðum. Aðkomumönnum er bent á vef Listasumars: www.listasumar.is til að kynna sér dagskrána. pbb@frettabladid.is Sautjánda listasumarið Ítalski rithöfundurinn Claudio Magris hlaut fyrir fáum dögum Frelsisverð- laun þýskra bóksala en þau eru með virtari bók- menntaverðlaunum Evrópu. Fær hann verðlaunafé sem nemur 25 þúsund evrum. Magris kom hingað til lands fyrir fáum misserum. Hann er prófessor í bókmenntum við háskólann í Trieste og hefur skrifað fjölda rita þar sem hann skoðar ýmsa þætti sögu Evrópu á síðustu öld. Þekkt- asta verk hans er Dóná, sem kom út fyrir tveimur áratugum, en þar er í esseyjuformi fylgt Dóná frá upp- tökum til ósa. Verk hans eru þýdd á fjölda tungumála og þeirra á meðal síðasta skáldsaga hans Hin blindu en þar lýstur saman íslenskri sögu og meginlandsins. Sagan er byggð upp sem langt eintal manns að nafni Salvatore Cippico en hann rekur ævi sína fyrir lækni á Geð- sjúkrahúsinu Barcola 1992. Þar fer fram fleiri sögum en einni því Salvatore trúir því að hann sé Jörundur Hundadagakonungur og því rekur sagan ferðir Jör- undar til Ástralíu, Íslands og Tasmaníu auk þeirra meginlandslanda Evrópu sem Jörundur fór um. Inn í söguna blandast svo minn- ingar frá Dachau nasista og Goli Otok, fangabúðir í Júgóslav- íu Títós fyrir pólitíska andstæðinga kommúnista. Hinn tvískipti per- sónuleiki Salvatore sækir til ein- staklinga sem hafa upplifað fanga- nýlendur, ferðir um farlæg höf og lendur og umrótatíma tveggja alda. Svissar eintalið á milli þeirra, jafn- vel í miðri setningu. Bókin kom út í danskri þýðingu 2007 og vakti þá verulega athygli. - pbb Magris verðlaunaður MANNFAGNAÐUR Bláa kannan setur mikinn svip á miðbæ Akureyrar en Listasumarið hófst í gær í höfuðstað Norðurlands. BÓKMENNTIR Claudio Magris rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.