Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 20. júní 2009 31 svæði. Gestir Skemmtigarðsins hafa því aðgang að klifurturni, strandblaki og gömlu hlöðunni sem hefur verið gerð upp og er meðal annars notuð sem veitinga- aðstaða. „Það nýjasta hjá okkur er að bjóða upp á fjölskyldudag fyrir- tækja hjá okkur. Þetta er tilval- inn staður fyrir það, því hér er afþreying fyrir alla aldurshópa, meira að segja unglingana sem oft er svo erfitt að draga með á slíkar samkomu.” Áhuginn á garðinum hefur farið langt fram úr væntingum þeirra Ingu og Eyþórs og það er æ algeng- ara að fólk vilji mæta á svæðið án þess að gera boð á undan sér. Það hefur ekki verið hægt hingað til, nema á föstudögum og laugardög- um þegar fólk fær að ganga inn í aðra hópa sem eru á staðnum. Við ætlum að sjálfsögðu að bregðast við þessu og erum nú með í undir- búningi að auka á afþreyinguna fyrir fjölskyldur og einstaklinga,” segir Inga. Töfrar hópeflisins Eyþór og Inga hafa verið í afþrey- ingarbransanum lengi og vita því sitthvað um hvernig á að skemmta fólki og hrista það saman. „Við erum búin að eiga litboltafyrir- tæki í níu ár, fyrst í Kópavoginum og síðar í Hafnarfirði á meðan beðið var eftir Gufunesinu.“ Þau eru með tuttugu manna hóp starfs- fólks að baki sér og hefur margt þeirra unnið með þeim lengi. „Það er okkar lukka að hafa frábært fólk á bak við okkur. Þegar hópar koma til okkar taka á móti þeim hópeflismeistarar en hver þeirra er sérhæfður í ákveðinni afþrey- ingu. Við erum til dæmis með björgunarsveitagæja í klifrinu og sá sem kennir frisbígolfið keppir í sportinu. Við viljum að fólk fái bestu mögulegu leiðbeiningarnar svo það geti notið þess sem það er að gera.” Þau eru sannfærð um að hóp- efli sé besta leiðin til að hrista fólk saman. „Við fáum fullt af fólki til okkar sem nennir ekki að taka þátt í hópefli. „Þetta er ekki ég“ segir það og harðneitar að taka þátt. En ég verð alveg ótrúlega svekkt ef ég næ ekki að sannfæra það um að vera með, því þetta er fólkið sem fær mest út úr hópeflinu. Þegar fólk hendir sér út í djúpu laugina verður það svo stolt af sjálfu sér og það færir því svo mikla gleði. Þess vegna höfum við svo mikla trú á hópefli; því við vitum hvað það gefur fólki. Við höfum fengið til okkar hópa úr fyrirtækjum sem hafa gengið í gegnum ofboðslega erfiðleika, til dæmis miklar upp- sagnir. Fyrirtæki verða að gera eitthvað fyrir fólkið sem verður eftir, til að það haldi velli,“ segir Inga og Eyþór bætir við að það verði að minna fólk á að með rétta hugarfarinu geti það allt. „Það er ein ástæðan fyrir því að við feng- um Guðmund Guðmundsson lands- liðsþjálfara til liðs við okkur, en hann kennir okkur að yfirfæra hugarfar sigurvegarans yfir á fyrir tæki og einstaklinga. Það tekur jafnmikla orku að hugsa stóra hugsun eins og litla hugsun. Og það er ekkert erfiðara.” Sterk heild Þau Eyþór og Inga þakka hvort öðru velgengni garðsins og það er greinilegt að þau telja hvor- ugt garðinn geta gengið án hins. Verkaskiptingin á milli þeirra er skýr. Eyþór sér um þróun heildar- svæðisins á meðan Inga togar hann aftur niður á jörðina þegar hann er kominn fram úr fjárhags- áætlun. „Inga er akkeri fyrirtækis- ins. Hún heldur utan um allan dag- legan rekstur, passar upp á allar áætlanir eins og konur gera,“ segir Eyþór og brosir. Inga hlær að hrósi Eyþórs en tekur undir að hún sé skipulagðari helmingur sambandsins. „Ég rek þetta bara eins og heimilisbókhald, þannig er langbest að gera þetta, ef maður ætlar að forðast að steypa sér í skuldir. Verkaskiptingin á milli okkar er gríðarlega mikilvæg og grunnurinn að því að samstarfið gangi á milli okkar. Eyþór er góður í að skipuleggja, hann er góður í hönnunar- og markaðs málunum og hefur þá framtíðarsýn sem þarf til að við getum haldið áfram að vaxa og dafna.” Nýtt í Skífunni Laugavegi · Kringlunni www.skifan.is NÝ TÓNLIST LEIKIR DVD 2.199 2.6992CD FULLORÐNIR LEIKA SÉR Margir fullorðnir eru búnir að gleyma því hvað það er gaman að leika sér. Í Skemmtigarðinum rifjast það upp. HÓPEFLI Inga og Eyþór segja fyrirtæki oft vanmeta mikilvægi þess að hrista saman starfsmenn. MYND/EYÞÓR GUÐJÓNSSON M YN D /E YÞ Ó R G U Ð JÓ N SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.