Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 32
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Áslaug Snorradóttir, tekin í Delí Pennar Hómfríður Helga Sigurðardóttir Ljósmyndir Fréttablaðið, Áslaug Snorradóttir Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bfj@frettabladid.is Hetjuferð á hjólum Hópur ungra manna í ævintýra- för um Ísland SÍÐA 6 HÁTÍÐ LITANNA! ÁSLAUG SNORRADÓTTIR MYNDAR HINDÚA-HÁTÍÐINA HOLI Á INDLANDI. Eyjahopp í Grikklandi Leynistrendur og himinblátt haf SÍÐA 2 JÚNÍ 2009 ferðalög [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ÍS LE N SK A /S I A .I S / N AT 4 40 74 1 0/ 08 2 FERÐALÖG MORGUNMATURINN: Ég reyni að fara á fastandi maga í ræktina og fæ mér svo salat. Frosin jógúrt er líka rosalega góð. SKYNDIBITINN: Ég elska pitsu. Kemst ekki yfir það. Það er klárlega minn veikleiki, svo er það Taco Bell-æði. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Sushi, katana, koi, katsuya. Rosa mikið af flottum notalegum sushi-stöðum þar sem er bæði hægt að sitja inni og úti með útsýni yfir alla borgina. LÍKAMSRÆKTIN: Equinox, Vestur- Hollywood. UPPÁHALDSVERSLUN: H&M, Forever 21 og Aldo. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Runyon-gil. Það er stór hunda- garður sem skiptist í margar mis- jafnar leiðir upp fjall og er í miðri Hollywood en frekar falinn. Þarna fara allir sem búa hér til að hlaupa, í göngur og út með hundana sína. Þetta er æðislegt og það er eins og að fara til annars lands að koma þangað. BEST VIÐ BORGINA: Borgin er æðisleg. Hún hefur upp á allt að bjóða, menningu, djamm og veitingastaði. Hún er stutt frá öllu, ströndinni, Las Vegas, San Diego, San Francisco og Santa Barbara. Svo er hægt að fara á skíði rétt hjá. HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEGINUM: Það er hægt að eyða hverjum degi á nýjan hátt. Það er bara alltaf best að vakna við sól- skinið og blíðuna og bíða eftir hvað kemur næst. HEIMAMAÐURINN  Los Angeles HILDUR EIK ÆVARSDÓTTIR Þ rátt fyrir að hægt sé að fljúga beint til eyja eins og Krítar og Ródós er óneitanlega skemmti- legra að ferðast með ferju út í eyjarnar. Þær búa allar yfir sínum eigin persónuleika þótt þær deili fegurð strand- anna, hins túrkisbláa sjávar og hvítkölk- uðu húsa. Það er lítið mál að skella dótinu sínu í bakpoka, finna gistingu á hverj- um stað fyrir sig og leyfa örlögunum aðeins að ráða ferð. Á grísku eyjunum er hægt að finna frið og ró á leyniströnd- um eða djamm á villtum næturklúbbum. Eyjarnar eru misfrægar og misvelsóttar af túristum. Krít, Ródos Mykónos og jafn- vel hin fagra Santorini eru allar pakkaðar yfir sumartímann og það er um að gera að kanna litlu eyjarnar sem ferðamenn þekkja minna. Hvernig væri til dæmis að byrja á Milos, þar sem hin víðfræga Venusarstytta fannst en hún er mjög vin- sæl hjá pörum í rómantískum hugleiðing- um, og eyjan Sifnos er kölluð Kalifornía Grikklands vegna hins afslappaða and- rúmslofts. Rétt hjá henni er Serifos sem býður upp á stórfenglegar strandir. Heimsferðir fljúga beint til Ródos á Grikklandi en einnig er sniðugt að fljúga til Aþenu frá Frankfurt, London eða Kaupmannahöfn og taka ferju þaðan yfir til eyjanna. Skemmtilegan leiðarvísi er að finna á slóðinni http://www.fodors. com/news/story_2980.html - amb EYJAHOPP Á GRIKKLANDI Himinblátt haf, hvítkölkuð hús og sól er meðal þess sem ber fyrir augu á grísku eyjunum. Margar og misjafnar Grísku eyjarnar búa allar yfir eigin sérkennum en eiga þó sól, sand og ouzo sameiginlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Úr alfaraleið Eyjurnar Milos, Sifnos og Serifos búa yfir leyniströndum. F erðatíma ársins, sumrinu, fylgir óhjákvæmi- lega að pakka þarf niður í töskur. Ég hef nú ferðast sæmilega mikið um ævina, innan- lands sem utan, en seint ætla ég að verða mjög góð í þessari list. Ég tek nefnilega yfirleitt of mikið með mér í ferðalög. Og það kannast víst flestir við það hve pirrandi það er að rogast með níðþung- ar ferðatöskur, og ekki er á það bætandi ef maður er á heimleið og veit að helmingurinn af farangrinum var ekki notaður. Það þurfti virkilega að horfast í augu við takmark- anir mínar á þessu sviði fyrir nokkrum árum þegar ég fór í vikuferðalag til útlanda ásamt vini. Ég var með stóra tösku fulla af fötum en hann með nánast ekki neitt. Samt með föt fyrir öll tækifæri. Ég ein- setti mér eftir þessa ferð að hún yrði sú síðasta þar sem ég tæki með mér föt sem ég fílaði ekki heima hjá mér – líkurnar væru engar á því að ég fílaði þau á ferðalagi. Undanfarin ár hef ég mest ferðast innanlands og þá á eigin bíl. Pökkun í bíl lýtur aðeins öðrum lögmál- um og lengi vel fannst mér lögmálið að best væri að hrúga sem mestu í bílinn alveg fullkomið. Það var hins vegar áður en eitt barn og svo annað bættust í fjölskylduna. Núna þarf ég sem sagt að pakka þannig að í ekki sérlega stóran bíl komist föt og tilheyrandi fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Í fyrstu féllust mér nánast hendur, var næst- um því búin að kaupa nýjan bíl. Vandamálið við ferðalög innanlands er að allan ársins hring er nauðsynlegt að taka ullarföt og úlpu með, það er virkilega allra veðra von. En þar sem nýr bíll kostar sitt, ákvað ég bara að skilja eftir heima helminginn af því sem mér fannst ég þurfa að hafa með. Og viti menn – það var í góðu lagi. Sigríður Tómasdóttir skrifar FARANGURINN flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.