Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 66
46 20. júní 2009 LAUGARDAGUR Haffi Haff treður upp á mikilli feg- urðarsamkeppni á Möltu og kemur fram á MTV hátíð þar. Helsta áhyggjuefnið er að stílistinn mikli á engin föt til að koma fram í. „Ég ætla að reyna að gera allt vitlaust,“ segir stílistinn og tónlistarmaðurinn Haffi Haff. Það stendur mikið til hjá Haffa en 4. júlí næstkomandi treður hann upp á mikilli fegurðarsamkeppni sem haldin er á Möltu – Miss World Jersey sem er eins konar for- keppni Miss World en bresku eyjarnar eru með sérstaka keppni í tengslum við það. Þá verður á sama tíma mikið MTV-partí á Möltu og er ætlunin að Haffi komi þar fram einnig. „Það er ógeðslega gaman að fara út og gera eitthvað. Ég hef verið á fullu við að skemmta hér heima, eins mikið og ég get, en það er gaman að fara út. Maður sigrar ekki heiminn með því að vera alltaf á sama stað. Og það er tilgangurinn: Að sigra heiminn,“ segir Haffi Haff hress í bragði. Hann ætlar að flytja lagið „Control“ sem hann sendi frá sér fyrir viku. Einnig Wiggle Wiggle Song sem Íslendingar þekkja vel frá því hann söng það í forkeppni fyrir Eurovision-keppn- ina fyrir tveimur árum. Og ekki síst lagið Give Me Sexy sem er mjög vinsælt á Möltu. Ástæðan fyrir því að Haffi er þekkt stærð á Möltu er meðal annars þannig sú að texta- höfundur þess lags, Gerard James Borg, er einmitt búsettur á Möltu. Gerard er virt- ur í bransanum og hefur í nokkur skipti átt framlag Möltu í Eurovision-söngkeppnina auk þess að hafa starfað með stórstjörnum á borð við Missy Eliot, Alicia Keys, Sacha og Carola. „Hann er ótrúlega góður gæi en við höfum verið að vinna með honum að undanförnu. Ég ætla að reyna að fá Írisi Hólm sem syng- ur með mér í Control út. Annars veit ég ekki hverjir verða með í för. En þetta er stórkost- legt tækifæri og ég ætla að reyna að gera þetta eins vel og hægt er. Og vera fulltrúi Íslands. Sýna að hér á Íslandi er verið að gera góða hluti. Gera lög sem eiga erindi á alþjóðavettvang. Það er mikilvægast,“ segir Haffi og slær nú fram nokkru sem hlýtur að koma mörgum á óvart. „Annars verður þetta í góðu lagi. Einu áhyggjur mínar eru þær í hverju ég á að vera. Ég á ekkert til að vera í.“ Haffi Haff er einhver þekktasti stíl- isti landsins en hann segir að það sé svo að þó hann sé að stílisera nánast alla þá mæti hann sjálfur afgangi. „Ég á alltaf í vand- ræðum með það. Þetta er mesta stressið.“ Ekki er hægt að skilja við Haffa án þess að inna hann eftir ástamálunum en fjölmiðl- ar fjölluðu um ástalíf hans fyrir um hálfu ári. Haffi hlær spurður hvernig þau mál standi nú. „Það er enginn í mínu lífi núna. Það ræður enginn við mig. Það er allt í lagi. En það þarf alvöru mann til að geta höndlað mig. Og þeir eru ekki á hverju strái. Ég er einn og það er fínt.“ jakob@frettabladid.is folk@frettabladid.is Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Ef þú ert ein. Lagið, sem er eftir hljóm- borðsleikarann Heimi Eyvindarson, er hið fimmta sem sveitin sendir frá sér af væntanlegri plötu sinni. Áætlað er að hún komi út í nóvember. Hægt er að hlusta á lagið á bloggsíðu sveit- arinnar, amotisol.blog.is. Hljómsveitin spilar næst á Glóðinni í Keflavík í kvöld og verður þar væntanlega hörkustemning. Stutt er síðan útgáfa Á móti sól og Buffsins á laginu Gefðu mér grásleppu fór í útvarpsspilun. Var það tekið upp á rútu á leiðinni norður í landi í Hvítasunnuhelgina. Á móti sól með nýtt lag Á MÓTI SÓL Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Ef þú ert ein. Félagarnir Helgi Jean Claess- en og Hjálmar Jóhannsson hafa sett grínmyndband inn á síðuna Youtube þar sem þeir rappa á útlensku fyrir Íslands hönd. Lagið nefnist Ice Ice Iceland: You Can´t Mess With Iceland og umfjöllunarefnið er kreppan á Íslandi og ýmsar ranghugmynd- ir tengdar henni erlendis. „Það er búin að vera öll þessi umræða í gangi um Ísland á erlendri grundu um að við séum versta land í heimi,“ segir Helgi. „Við vorum búin að vera á toppnum en síðan vorum við bara orðin heimsþekktir fátæk- lingar. Við höfum verið máluð svo svörtum litum þannig að við vildum senda skilaboð út til þjóðanna í sjálfhæðnu flippi.“ Á meðal þeirra sem koma við sögu í laginu eru Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra, Björk og handboltalandsliðið. „Við erum aðeins að bíta frá okkur. Fólk hélt að við myndum þurfa að búa í snjóhúsum og að við værum verst setta þjóðin, orðin að hálfgerðu þriðja heims ríki,“ segir hann. Alls hafa um átta þúsund manns séð síðasta myndband Helga og Hjálmars þar sem þeir gerðu grín að frægum Kompás- þætti um handrukkara. Von- ast þeir til að aðsóknin að nýja myndbandinu verði ekki síðri, enda sjálft stolt þjóðarinnar í húfi. - fb Sjálfhæðið flipp um Ísland HELGI OG HJÁLMAR Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannsson hafa sett grínmyndband inn á Youtube. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAFFI HAFF TRYLLIR LÝÐINN Á FEGURÐARSAMKEPPNI MÖLTU HAFFI HAFF Ætlar sér að sigra heiminn og það gerir hann ekki með því að vera alltaf heima á Íslandi. Robin Pecknold, söngvari hljóm- sveitarinnar Fleet Foxes, telur að ólöglegt niðurhal á tónlist hafi haft góð áhrif á tónlistarheiminn. Hann segir að nú á dögum sé auð- veldara fyrir tónlistarmenn, þar á meðal hann sjálfan, að upp- götva gamla tónlist sem geti haft áhrif á þá. „Eftir því sem tón- listarmenn hlusta á meiri tónlist, því betri verður tónlistin sem listform,“ sagði hann. „Það er fullt af frábærum hljómsveitum starfandi núna sem eru að semja mun betri tónlist en fyrir tíma Napster.“ Fleet Foxes átti eina af plötum ársins í fyrra að mati gagnrýnenda. Niðurhal af hinu góða > HRÆÐIST MEÐFERÐIR Bandaríska nýstirnið Megan Fox hræðist veislur og partí í Hollywood. Fox, sem sló í gegn í kvikmyndinni Transformers, er þó ekki smeyk við slíkar veislur vegna ágangs karlkyns aðdáenda heldur óttast hún ekkert meir en að þurfa að fara í áfengismeðferð. ROBIN PECKNOLD Telur ólöglegt niður- hal á tónlist bara gott fyrir tónlistar- heiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.