Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 30
30 20. júní 2009 LAUGARDAGUR E ftir um það bil þrjú ár verður Skemmti- garður inn í Grafar- vo g i ó m i s s a nd i viðkomustaður ferða- langa og heimamanna í Reykjavík í afþreyingarleit, gangi áætlanir eftir. Garður- inn verður iðandi af lífi, fjöri og skemmtun, hvort sem er innan dyra og utan. „Hugmyndin er að nýta allan þann menningararf sem við Íslendingar eigum til að búa til eitthvað alveg einstakt. Ljósið, vatnið og náttúran verð- ur í fyrirrúmi og líka þjóðsög- urnar og ævintýrin,” segir Eyþór Guðjónsson sem oftast er titlaður athafnamaður, enda athafnasam- ur með meiru. „Við viljum virkja áhuga Íslendinga á menningararfi sínum og líka þeirra ferðamanna sem hingað koma. Þetta kann líka að hljóma svolítið væmið en ef við getum gert Ísland að skemmti- legra landi til að búa á, þá er til- ganginum náð.“ Eyþór og kona hans, Inga, eiga þessa framtíðarsýn sameigin- lega. Þau höfðu lengi haft auga- stað á Gufunessvæðinu í Grafar- voginum, sem þau sáu fyrir sér sem hinn fullkomna stað fyrir skemmtigarð. „Nú erum við að móta framtíðarsýnina fyrir næstu ár. Við höfum þegar hafið töluverða uppgræðslu á svæðinu en við fengum styrk til þess frá Reykjavíkurborg. Skógræktar- félag Reykjavíkur ætlar líka að veita okkur liðsinni. Svo langar okkur að fá til liðs við okkur lista- menn til þess að búa til útilista- verk og hanna svæðið. Á endan- um vonumst við til að þetta verði skjólsæll gróðurreitur, ekki ósvip- aður því sem Laugardalurinn er orðinn í dag. Við viljum að það verði ein allsherjarupplifun að heimsækja garðinn.” Dreymin en raunsæ Draumarnir eru stórir en þau Eyþór og Inga ana þó ekki að neinu. „Við erum raunsæ og förum varlega, sem sýnir sig til dæmis í því að við erum að vinna mest- megnis í þessu sjálf,“ segir Inga. „Við höfum kappkostað að byggja þetta upp án skulda, sem hefur tekist að mestu leyti.” Það er áskorun að byggja upp skemmtigarð utan dyra á Íslandi. Til stendur að byggja upp aðstöðu innan dyra líka en útivistin á alltaf að verða stór hluti af upplifuninni. „Okkur finnst mikilvægt að fólk takist á við íslenskar aðstæður og skemmti sér sjálft, án þess að láta mata sig. Þess vegna ætlum við til dæmis ekki að setja upp rússibana eða slík tæki. Gleðin verður að koma innan frá,“ segir Eyþór. Afþreying fyrir alla Þegar þau Inga og Eyþór tóku við svæðinu í september í fyrra var það eitt risastórt tún. Þau byrjuðu á á því að búa til vegi og bílastæði, byggðu sér móttöku og settu upp lasertag-aðstöðu og litboltavelli. Svo hófst starfsemin smátt og smátt. Garðurinn var ekki opnað- ur formlega fyrr en í maí síðast- liðnum en þó hafa mörg þúsund manns þegar lagt leið sína í hann. Flestir hafa komið í fyrirtækja- og skólahópum. „Við fáum til okkar hópa, allt frá tíu manns upp í tvö hundruð. Við skipuleggjum líka stundum daga þar sem gleðin hefst innan fyrirtækjanna, fer svo um allan bæ og endar í Skemmti- garðinum.” Afþreyingarmöguleikarnir í garðinum eru margir nú þegar. Tveir leikvellir hafa verið byggðir, frumskógurinn og Villta vestrið, og innan skamms bæt- ist víkingavöllur við. Við hönnun leikmyndanna fengu þau hjónin aðstoð Robb Wilson King, sem er þekktur leikmyndasmiður í Holly- wood. Honum kynntist Eyþór fyrir nokkrum árum þegar hann lék góða gæjann í hrollvekjunni Hostel. „Við hönnuðum leikmynd- ina reyndar sjálf. Við skoðuðum til dæmis Lukku-Láka bækurn- ar og horfðum á kúrekamyndina Bandidas til að fá hugmyndir að rétta útlitinu. En svo var gott að fá Robb og aðra reynda sérfræð- inga til að fara yfir hugmyndirn- ar okkar og koma með tillögur að breytingum og sjá til þess að flæðið sé í lagi,” segir Inga. Þau eru í samstarfi við Frí- stundamiðstöð ÍTR í Grafarvogi sem er með aðstöðu sína á sama Létu langþráðan draum rætast Fleiri þúsund manns hafa þegar heimsótt Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti hjónin Eyþór Guðjónsson og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, sem dreymir um að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. ALLTAF SAMAN Ingibjörg og Eyþór eru saman frá morgni til kvölds og njóta þess. Þau segjast vera góð blanda. Hann sjái um að láta sig dreyma en hún kippi honum reglulega aftur niður á jörðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR GAMAN Í Skemmtigarðinum er afþreying fyrir fólk á öllum aldri. Þar geta þeir sem vilja fengið andlitsmálningu, eins og þessi hressa stelpa ber með sér. MYND/EYÞÓR GUÐJÓNSSON Hugmyndin er að nýta allan þann menningararf sem við Íslendingar eigum til að búa til eitthvað alveg einstakt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.