Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 20. júní 2009 13 Seðlabanki Íslands hyggst boða tíu til tuttugu stærstu útflutn- ingsfyrirtæki landsins á fund til að fara yfir gjaldeyrisviðskipti þeirra. „Við munum setjast niður með þeim og fara yfir þeirra við- skipti,“ segir Tómas Örn Kristins- son, framkvæmdastjóri upplýs- ingasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir að bankinn muni fara yfir viðskipti einstakra fyrirtækja og ræða við þau um hvað að baki liggur. Hann bendir á að ýmislegt geti haft áhrif á gjaldeyris tekjur, svo sem verðþróun afurða og afla- brögð. Hann segir að Seðlabank- inn hafi sögulegt yfirlit yfir gjald- eyrisviðskipti fyrirtækjanna sem notað sé til að bera saman við þróun síðustu mánaða. Tómas segir að grunur sé um að fyrirtæki geymi gjaldeyri á erlendum reikningum í stað þess að flytja hann til Íslands. Aðspurð- ur segir hann það geta verið ákaf- lega dýrkeypt og mikið áhyggju- efni ef útflytjendur skili ekki gjaldeyri til landsins. Það haldi aftur af styrkingu krónunnar og seinki vaxtalækkunarferli Seðla- bankans. Þrír starfsmenn Seðlabanka Íslands fást einvörðungu við mál tengd gjaldeyrissvikum. Auk þess er starfsfólk Fjármálaeftirlitsins að rannsaka málið. - bþa Seðlabankinn krefst skýringa á gjaldeyrisviðskiptum: Útflytjendur boðaðir til viðtals SEÐLABANKI ÍSLANDS Sérfræðingur Seðlabanka Íslands segir að slök skil á gjaldeyri geti seinkað vaxtalækkunarferli Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Olíuverð hækkaði á mörkuðum í gær og nálgaðist á ný 72 Banda- ríkjadali tunnan. Hækkunin er rakin til væntra verðbólguáhrifa af auknum opinberum útgjöldum í Bandaríkjunum. Olíuverð náði átta mánaða hámarki 11. júní og hefur haldist yfir 70 dölum á tunnuna í vikunni. AP fréttastofan segir hátt verð skýrast af því að fjárfestar séu bjartsýnni á það en áður að heims- hagkerfið sé að ná jafnvægi eftir gífurlegan samdrátt. Aukinheldur eru miðlarar á markaði sagðir fjárfesta í aukn- um mæli í hráolíu og öðrum iðnað- arvarningi til að verjast möguleg- um verðbólguáhrifum og veikingu dollarsins. - óká OLÍUVINNSLA Maður gengur meðfram olíuleiðslu á borpalli Venoco fyrir utan Kaliforníuströnd í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Verð olíu hækkar á ný Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur úthlutað símafyrirtækinu Nova tíðniheimild á GSM 1800 MHz-tíðnisviðinu, án útboðs. Ákvörðunin um úthlutunina er tekin að höfðu samráði við önnur fyrirtæki á fjarskiptamarkaði, þar sem jafnframt var til umfjöllunar framtíðarskipan tíðnisviðsins. Þegar kallað var eftir athuga- semdum var meðal annars vísað til þess að nokkur þeirra fyrirtækja sem fengið höfðu leyfi til uppbygg- ingar á 1800-tíðnisviðinu hefðu ekki staðið við skilyrði úthlutun- arinnar og eitt leyfi meðal annars verið afturkallað. Þá komi aðstæð- ur í efnahag þjóðarinnar til með að hafa áhrif á áform um uppbygg- ingu á þriðju kynslóðar farsíma- neti (3G) og hægja á endur nýjun farsíma yfir í síma sem nýtt geti það kerfi. - óká Nova fær GSM 1800-leyfi PFS FARSÍMI Póst- og fjarskiptastofnun segir fyrirséð að samdráttur efnahagslífsins hægi á þeirri þróun að fleiri taki upp notkun 3G-farsíma. Eva Joly, ráðgjafi sérstaks sak- sóknara vegna efnahagshrunsins og fyrrverandi rannsóknardómari í Frakklandi, er meðal þeirra sem harðlega hafa gagnrýnt norræna flugfélagið SAS fyrir tengsl við fyrirtæki í skattaparadís. Í norskum fjölmiðlum hefur verið frá því greint að SAS hafi leigt sextán flugvélar af óþekktu fyrirtæki sem skráð er á Caym- an-eyjum. Eva segir viðskiptin algjörlega óviðunandi í viðtali við E24.no. Undir þau sjónarmið hefur meðal annars tekið Erik Solheim, ráð- herra umhverfismála í Noregi. SAS flugfélagið hefur hins vegar áréttað að félagið sé innan ramma laga sem gilda um viðskipti af þessu tagi. Joly segir að heyra eigi fortíð- inni til að óþekktir eigendur fái staðið á bak við rekstur norskra félaga og fyrirtækja. Hún segir að tekjur og skattgreiðslur þessara félaga eigi að vera uppi á borðum. - óká Joly gagnrýnir SAS-flugfélagið Á BLAÐAMANNAFUNDI Eva Joly ráðgjafi og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundi í marslok. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 9 -1 0 7 3 www.bluelagoon.is sími 420 8800 Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ kl. 19.30 og SBK fer frá Reykjanesbæ kl. 20.00. Sætaferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur kl. 00.30 og til Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01.00. Jónsmessuganga 20. júní með Eyfa Þegar á toppinn er komið mun Eyfi skemmta þátttakendum yfir varðeldi. Gangan endar við Bláa lónið þar sem Eyfi mun spila til miðnættis. Lagt verður af stað frá sundlaug Grindavíkur kl. 20.30. Ókeypis er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang að Bláa lóninu. Bláa Lónið og Grindavíkurbær bjóða upp á hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn laugardagskvöldið 20. júní. Grindavíkurbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.