Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 70
50 20. júní 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is PEPSI-DEILD KARLA Besta frammistaða leikmanna í 1. til 7. umferð Pepsi-deildar karla. Steinþór Freyr Þorsteinsson Stjarnan 7 leikir 7,57 í meðaleinkunn Valur Fannar Gíslason Fylkir 6 leikir 7,0 Arnar Már Björgvinsson Stjarnan 4 leikir 7,0 Atli Guðnason FH 7 leikir 6,86 Daði Lárusson FH 7 leikir 6,71 Jónas Guðni Sævarsson KR 7 leikir 6,71 Daníel Laxdal Stjarnan 7 leikir 6,57 Hjörtur Logi Valgarðsson FH 7 leikir 6,57 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson FH 6 leikir 6,5 Lasse Jörgensen Keflavík 7 leikir 6,43 Alen Sutej Keflavík 7 leikir 6,43 Kristján Valdimarsson Fylkir 7 leikir 6,43 Einar Pétursson Fylkir 7 leikir 6,43 Bjarni Guðjónsson KR 7 leikir 6,43 Halldór Orri Björnsson Stjarnan 7 leikir 6,43 Lægsta meðaleinkunn. Lágmark 4 leikir spilaðir. Þórarinn B. Kristjánsson Grindavík 5 leikir 4,2 Joe Tillen Fram 5 leikir 4,2 Óli Baldur Bjarnason Grindavík 4 leikir 4,25 Pape Mamadou Faye Fylkir 7 leikir 4,29 Olgeir Sigurgeirsson Breiðablik 6 leikir 4,33 Matthías Guðmundsson FH 5 leikir 4,4 Árni Kristinn Gunnarsson Breiðablik 5 leikir 4,4 Besta frammistaða liða: Stjarnan 6,24 FH 6,16 Fylkir 5,9 Keflavík 5,78 KR 5,58 ÍBV 5,4 Þróttur 5,38 Breiðablik 5,36 Valur 5,27 Fram 5,23 Fjölnir 5,19 Grindavík 5,13 > Pepsi-deildin á fullu um helgina Það er skammt stórra högga á milli hjá knattspyrnustrákunum en áttunda umferð Pepsi-deildarinnar hefst á sunnudag með fjórum leikjum. Fram og KR hefja leik á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Hinir þrír leikir dagsins hefjast svo allir klukkan 19.15. Þá tekur FH á móti Þrótti, Keflavík fær Fjölni í heim- sókn og Grindvíkingar heimsækja Fylkismenn. Lokaleikir umferðarinnar eru svo á mánudag en þá sækir ÍBV lið Vals heim og Breiðablik tekur á móti Stjörnunni. Leikjunum verður öllum lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Fylkir vann á fimmtudag einhvern ótrúlegasta sigur í sögu íslenskrar knattspyrnu er liðið mætti Stjörnunni í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. Lið Fylkis var nær meðvitundarlaust í upphafi leiks og lenti fljótlega þrem mörkum undir. Héldu margir þá að dag- skránni væri lokið en leikmenn Fylkis voru ekki þar á meðal. Þeir spýttu heldur betur í lófana og svöruðu mörkunum þremur frá Stjörnunni með sjö mörkum og unnu ótrúlegan stórsigur, 7-3. „Strákarnir rifu sig upp á rassgatinu og keyrðu svo yfir Stjörnuna. Strákarnir sýndu enn og aftur að þeir hafa mikinn karakter og það var frábært að verða vitni að þessu. Þetta hefur verið frábær skemmtun fyrir áhorfendur sem og leikmenn að fá að upplifa þetta. Þessi leikur sýndi svo ekki verður um villst að það er allt hægt í fótbolta,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, en hann hefur heldur betur komið með ferska strauma í Árbæinn. Liðið er ekki bara komið í sextán liða úrslit í bikar- keppninni heldur situr það þess utan í fjórða sæti Pepsi- deildarinnar, hefur unnið fjóra leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. „Ég þakka strákunum þetta góða gengi. Þeir eru duglegir, leggja sig fram og vilja ná árangri. Það er nákvæmlega það sem þetta snýst um. Okkur gekk vel í undir- búningsmótunum og þessi spilamennska er bara beint fram- hald af því sem við vorum að gera í vor. Það er samt mikið eftir af mótinu og spurning hvort þessir ungu strákar halda þetta út,“ sagði Ólafur sem hrósar strákunum sínum í hástert og segist ekki hafa neina trú á öðru en að þessir strákar muni spýta í lófana þegar á móti blæs. Ólafur er gamall refur í boltanum og kemur aftur inn í þjálfunina eftir árshlé en þar áður var hann á hliðarlínunni hjá Fram. Er hann mikið breyttur sem þjálfari? „Það eru alltaf ákveðnar áherslubreytingar hjá manni á hverju ári. Maður er alltaf að spá og spekúlera í því sem maður er að gera. Maður róast og þroskast með aldrinum, hægt og rólega reyndar,“ sagði Ólafur léttur. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON: ER AÐ GERA FRÁBÆRA HLUTI MEÐ HIÐ UNGA OG EFNILEGA LIÐ FYLKIS Maður þroskast hægt og rólega í þessu starfi FÓTBOLTI Steinþór Freyr Þorsteins- son er leikmaður fyrstu sjö umferða Pepsi-deildar karla að mati blaða- manna Fréttablaðsins. Leikmönn- um er gefin einkunn fyrir frammi- stöðu sína í hverjum leik og fékk Steinþór langhæstu meðaleinkunn- ina fyrir fyrsta þriðjung mótsins eða 7,57. Óvenjulegt er að leikmenn séu með yfir sjö í meðaleinkunn. Hann segist vissulega sáttur við frammistöðu sína og liðsins til þessa en Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar, aðeins tveimur stig- um á eftir toppliði FH. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni í vor en féll reyndar úr leik í bikar- keppninni í fyrradag eftir stórt tap fyrir Fylki, 7-3. „Þessi leikur var eins og gott sirkusatriði,“ sagði hann í léttum dúr. „Við byrjuðum á því að skora þrjú og þá hélt ég að við ætluðum að valta yfir þá. En svo fengum við þetta allt í andlitið aftur.“ En hann hefur litlar áhyggjur af því að úrslit þessa leiks hafi áhrif á gengi liðsins í deildinni. „Ég held að þetta kenni mönnum að það dugar ekki að vera 3-0 yfir. Leikurinn er þar með ekki búinn. Við fengum líka svona stóran skell á okkur skömmu fyrir mót er við töpuðum fyrir HK, 6-1, og svo töpuðum við aftur nokkuð stórt fyrir FH, 5-1. Alltaf höfum við náð að koma sterkir til baka og ég held að við munum ekki dvelja lengi við þetta tap heldur.“ Næsti leikur Stjörnumanna verður gegn Blikum á mánudaginn en Steinþór er uppalinn hjá Breiða- bliki. Hann gekk til liðs við Stjörn- una nú í vetur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Ég varð líka fyrir nokkrum tæklingum í gær og bað til guðs að ég myndi ekki meiðast. Þetta verður örugglega skrýtinn leikur fyrir mig.“ Steinþór fékk mismikið að spila með Breiðabliki á sínum tíma og óhætt að segja að hann hafi fundið sig vel hjá nýju félagi. „Dæmin hafa sýnt að oft þarf að skipta um félag til þess að leikmaður fái tækifæri til að sýna sitt rétta andlit. Stjarnan spilar allt öðruvísi knattspyrnu en Breiðablik og sú hentar mér miklu betur. Ég fæ mikið frelsi í Stjörn- unni og er með fljóta kantmenn sem gera mér lífið mjög auðvelt. Í Breiðabliki var ég oftast settur á kantinn þar sem ég naut mín ekki jafn vel.“ Steinþór verður 24 ára gamall á árinu og viðurkennir að hann vildi gjarnan fá tækifæri til að gerast atvinnumaður. „Það hefur alltaf verið draumurinn að komast út. Sagan hefur sýnt að þegar menn standa sig vel fá þeir tækifæri. Ég mun allavega gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta það gerast.“ eirikur@frettabladid.is Draumurinn að fá tækifæri erlendis Steinþór Freyr Þorsteinsson er besti leikmaður fyrstu sjö umferða Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann fékk hæstu meðaleinkunn allra í deildinni. FRÁBÆR Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur algjörlega farið á kostum í spútnikliði Stjörnumanna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamann- inn Justin Shouse um að hann spili áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð. Hann mun einnig þjálfa áfram hjá félaginu. Stjarnan hafði áður gengið frá nýjum tveggja ára samningi við Makedóníumanninn Jovan Zdravevski. - hbg Gleðitíðindi fyrir Stjörnuna: Shouse áfram í Garðabænum SHOUSE Spilar áfram í Garðabænum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.