Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 8
8 20. júní 2009 LAUGARDAGUR ÍRAN Æðsti klerkur Írans, Aya- tollah Ali Khamenei, hótaði því í gær að ef mótmælum yrði ekki hætt í landinu yrði gripið til harðra aðgerða gagnvart þeim. Þúsundir manna hafa mótmælt úrslitum forsetakosninganna í landinu á götum Teheran síðast- liðna viku. Khamenei tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin í gær, og sagði engin brögð hafa verið í tafli í forsetakosningunum. Þá tók hann afstöðu með Ahmad- inejad forseta og útilokaði að kosið yrði aftur. Hann kallaði kosningarnar sigur fólksins og sagði „óvini landsins“ í mismun- andi heimshlutum hafa reynt að véfengja öruggan kosningasigur forsetans. Jafnframt sagði hann að atkvæðamunurinn, ellefu millj- ónir atkvæða, hefði verið allt of mikill til þess að um svindl hefði verið að ræða. Ekki væri hægt að falsa ellefu milljónir atkvæða. Stuðningsmenn stjórnarand- stöðuleiðtogans Mousavi brugðust ekki við hótunum æðsta klerks- ins og þegar blaðið fór í prentun stóð enn til að mótmæla í dag við Frelsis torgið svokallaða. Mótmæl- in eru bönnuð samkvæmt lögum en þau hafa ekki verið stöðvuð enn. Á því gæti orðið breyting í dag. Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna funda þessa dagana og marg- ir þeirra, meðal annars Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýstu yfir ótta sínum vegna yfirlýsinga um að ráðist yrði gegn mótmælendum. Farsímaþjónusta liggur að mestu niðri í Teheran og yfirvöld hafa lokað fyrir margar heima- síður á internetinu. Meðal annars hefur verið lokað fyrir vef breska ríkisútvarpsins og samskiptavef- ina Facebook og Twitter. Aðstand- endur Facebook hafa brugðist við með því að láta Írani nota pers- neska útgáfu af vefnum og Google hefur tilkynnt að þýðingarvél úr persnesku yfir á ensku verði hleypt af stokkunum. Það hefur því verið hægt að skipuleggja mótmælin. thorunn@frettabladid.is MEXÍKÓ, AP Sjö borgarstjórar, fyrrum ríkissaksóknari og nítján aðrir embættismenn í Michoacan í Mexíkó hafa verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað við eiturlyfja- smygl. Lögreglan í Mexíkó fór í umfangsmiklar aðgerðir í lok maí og handtók mennina og fleiri sem ekki hafa enn verið ákærðir. Mennirnir eru sagðir hafa aðstoð- að La Familia glæpasamtökin og misnotað aðstöðu sína sem emb- ættismenn. Glæpasamtök í Mex- íkó hafa löngum verið þekkt fyrir að múta lögreglumönnum, en svo víðtæk tengsl við háttsetta emb- ættismenn eru sögð vera merki um aukin völd þeirra. - þeb Fíkniefnastríð í Mexíkó: Borgarstjórar meðal ákærðra GRIKKLAND, AP Safnstjóri nýs grísks safns hefur óskað eftir að Þjóðminjasafn Bretlands skili styttum sem eru til sýnis í safn- inu og voru fjarlægðar frá Akró- pólishæð fyrir tveimur öldum. Dimitris Pantermalis safnstjóri hins nýja Akrópólissafns segir að opnun safnsins um helgina veiti tækifæri til að leiðrétta villi- mennskuna sem fólst í að fjar- lægja stytturnar frá Grikklandi. Styttusafnið er nefnt eftir breska diplómatanum Elgin lávarði sem flutti þær til Bret- lands í byrjun nítjándu aldar þegar Grikkland var enn hluti af heimsveldi Ottómana. Pantermalis vonast eftir góðum viðræðum en hingað til hefur breska Þjóðminjasafnið ekki vilj- að láta stytturnar af hendi. - hds Nýtt Akrópólissafn: Vilja fornmuni sína til baka 1. Hvaða ráðherra féll af hjóli sínu fyrir utan ráðuneyti sitt á fimmtudag? 2. Hvaða íslenska stuttmynd er orðin mest verðlaunaða stuttmynd sögunnar? 3. Hvaða íslenski landsliðs- maður í handbolta þarf líklega að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 Harðari aðgerðir gegn mótmælendum Æðsti klerkur Írans hefur hótað því að hart verði gengið fram gegn mótmæl- endum ef þeir láti ekki af mótmælunum. Leiðtogar Evrópuríkja hafa lýst yfir ótta vegna yfirlýsinganna. Áframhaldandi mótmæli eru fyrirhuguð í dag. Hanna Björk Valsdóttir hefur búið í Íran og þekkir vel til aðstæðna í Teheran. Hún þekkir fjölda fólks í borginni og er enn í nánast daglegu sambandi við fólk þar. „Allir sem ég þekki kusu Mousavi. Ég held að hann hafi unnið stóran sigur,“ segir Hanna Björk. Hún segir að vinir sínir tali um að valdarán hafi verið framið. Mótmælin sem nú fara fram eru þau langstærstu frá írönsku byltingunni fyrir þrjátíu árum síðan. Hanna segir fólk ekki hafa þorað að mótmæla neinu. Það segi því mikið um ástandið að nú sé mótmælt. „Venjulegt fólk er að fara út á götur og mótmæla, sem það hefur aldrei gert áður.“ Mótmælin eru að sögn Hönnu alveg þögul og fólk gengur um göturnar í þögn. Fólk sé jafnframt að mótmæla á stöðum þar sem ekki sé hefð fyrir mótmælum, til dæmis á venjulegum götum. Ein vinkona Hönnu hefur nýlokið háskólanámi. Fjöldi námsmanna sem hún þekkir voru handteknir fyrr í vikunni þegar ráðist var inn á heimavistir háskóla. HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR Í TEHERAN Blaðamönnum og ljósmyndurum hefur verið bannað að starfa á mótmælasvæðunum. Þessi mynd birtist á samskiptavefnum Twitter í fyrradag og er frá mótmælunum þann daginn. Mótmælendur klæddust margir svörtu. NORDICPHOTOS/AFP 12. júní Forsetakosningar eru haldnar, þar sem valið stóð á milli harðlínufor- setans Mahmoud Ahmadinejad, umbótasinnans Mir-Hossein Mousavi og tveggja annarra. Kosn- ingaþátttaka var svo gríðarlega mikil að stjórnvöld þurftu að halda kjörstöðum opnum sex klukkutím- um lengur en ætlunin var. 13. júní Tilkynnt er að Ahmadinejad hafi sigrað í kosningunum. Mousavi segir brögð í tafli og þúsundir mótmæla á götum úti. Æðsti klerk- urinn Ayatollah Ali Khamenei biður fólk að styðja við bak forsetans. 14. júní Ahmadinejad segir kosningarnar hafa verið löglegar. Þúsundir mótmælenda safnast saman á ný. Khamenei boðar að skoðað verði hvort brögð hafi verið í tafli. 15. júní Hundruð þúsunda mótmæla í Teh- eran og einnig í öðrum borgum. Skotið er á mótmælendur og að minnsta kosti sjö láta lífið. 16. júní Fréttamönnum er bannað að stunda vinnu sína frá mótmæla- svæðum. Þúsundir mæta á úti fund til stuðnings þeim, en enn fleiri halda áfram að mótmæla á götum. 17. júní Mótmæli halda áfram. Mannrétt- indasamtök segja marga stjórn- málamenn og aðgerðarsinna hafa verið handtekna. 18. júní Þúsundir halda áfram að mótmæla, margir í svörtu til minningar um þá sem látið hafa lífið. Farsímaþjónusta verður óvirk í Teheran um það leyti sem mót- mæli hefjast. 19. júní Khamenei ávarpar þjóðina í bænastund. Hann segir kosning- arnar sigur og tekur afstöðu með Ahmadinejad. Ekkert kosninga- svindl hafi verið framið. Jafnframt hótar hann harðari aðgerðum gegn mótmælendum. RÖÐ ATBURÐA VIÐSKIPTI Hrannar Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Vodafone, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva innkaupaferli Ríkis- kaupa vegna fjarskiptaþjónustu- samnings fyrir Landspítalann ekki taka til þess hvort tilboð Vodafone sé löglegt. „Við viljum árétta að enginn samningur hefur verið gerður á grundvelli útboðsins enda stöðvaðist samningsferlið þegar Síminn kærði málsmeðferð Ríkiskaupa í byrjun júní. Umrædd ákvörðun kærunefnd- ar útboðsmála er heldur ekki endan- leg, því nefndin mun taka efnislega afstöðu til kæru Símans síðar þótt hún telji rétt að stöðva innkaupa- ferlið hjá Ríkiskaupum,“ segir Hrannar og bendir á að ákvörðun kærunefndarinnar sé bráðabirgða- úrskurður sem nái eingöngu til þeirrar ákvörðunar Ríkiskaupa að framlengja gildistíma tilboða sem bárust. Úrskurðurinn hafi því ekk- ert að gera með lögmæti tilboðsins frá Vodafone – sem fyrirtækið telji að sjálfsögðu fullkomlega lögmætt. „Það er hins vegar skiljanlegt að Síminn reyni með lagaklækj- um að koma keppinautum sínum frá borðinu, því ekki býður hann samkeppnis hæft verð. Í þessu tilviki bauð Síminn rúmlega fjörutíu millj- ónum króna hærra en Vodafone, sem hefur þjónustað Landspítalann í fimm ár án þess að nokkurn tíma hafi borið skugga á það samstarf,“ segir Hrannar, sem kveður Voda- fone nú bíða endanlegs úrskurðar kærunefndarinnar. - gar Vodafone áréttar að stöðvun símaútboðs fyrir Landspítalann sé ekki endanleg: Síminn sagður beita klækjum HRANNAR PÉTURSSON Upplýsingafull- trúi Vodafone segir Símann ekki bjóða samkeppnishæft verð. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært konu fyrir stórfellda lík- amsárás. Konan, sem er á sex- tugsaldri, særði sambýlismann inn að beini með hnífi. Atvikið átti sér stað í ágúst á síðasta ári. Konan veittist að manninum með hnífi. Við atlögurnar hlaut hann rispu og skurði. Á framanverðum háls- inum hlaut hann tíu sentímetra langa rispu. Á litla fingur hægri vinstri handar fékk hann sex sentímetra skurð. Annan álíka stóran skurð fékk svo maðurinn á baugfingur. Báðir náðu þessir skurðir inn að beini. - jss Kona á sextugsaldri ákærð: Skar sambýlis- mann með hníf LÖGREGLUMÁL Um áttatíu prósent- um fleiri innbrot voru skráð hjá lögreglu í maí en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í afbrotatölfræði Ríkislögreglu- stjóra. Í maí á síðasta ári voru innbrot 167 talsins en 303 í síðasta mán- uði. Þá fjölgaði þjófnaðarbrotum einnig mikið, um 38 prósent, milli ára. Nytjastuldir eru einnig mun fleiri nú en áður, en þeim fjölgaði um rúm hundrað prósent. Málum fækkar þó nokkuð í flestum öðrum brotaflokkum, svo sem eignaspjöllum, fíkniefnabrot- um, ölvunarakstursbrotum og lík- amsmeiðingum. - jss Ríkislögreglustjóri: Innbrotum stórfjölgar SVEITARSTJÓRNARMÁL „Ég hef sjálfur heyrt þennan orðróm,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfull- trúi vinstri grænna, spurður hvort sjálfstæðismenn hafi boðið honum sæti bæjarstjóra hefji hann meiri- hlutasamstarf með þeim. „Auðvitað hef ég rætt við bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eins og aðra bæjarfulltrúa um það hvaða staða gæti komið upp en það hefur enginn sem hefur eitthvert umboð haft samband við mig, né get ég litið svo á að einhver hafi verið að bjóða mér neitt í þessa veru.“ Gunnsteinn Sigurðsson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokks, segir ekkert þessu líkt standa til né heldur að verið sé að leita að nýjum bæjarstjóra utan raða bæjar fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Spurður hvort þá sé ekki borð- leggjandi að búið sé að ákveða að annað hvort hann eða Ármann Kr. Ólafsson, sem er í þriðja sæti, verði næsti bæjarstjóri, svarar Gunnsteinn: „Ég segi ekkert um það, þetta kemur í ljós á mánudag- inn.“ Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, var einnig spurður hvort hann hefði heyrt af því að sjálfstæðismenn hefðu reynt að fá Ólaf til samstarfs. „Nei, ég hef ekki heyrt af því en ég hef enga trú á því að hann sé svo vitlaus að ljá máls á slíku,“ svarar hann. - jse Orðrómur í Kópavogi um að sjálfstæðismenn biðli til vinstri grænna: Allir spá í það hvað gæti gerst ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON Bæjarfull- trúar í Kópavogi hafa rætt um þann möguleika að læknirinn komi sjálfstæðis- mönnum til hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR GENF, AP Kona sem myrti einn af ríkustu mönnum Frakklands árið 2005, með því að skjóta hann fjórum sinnum í höfuðið meðan maður inn var bundinn fastur í stól íklæddur latex-galla, var í gær dæmd til átta og hálfs árs fangelsisvistar í Sviss. Cecile Brossard viðurkenndi að hafa orðið bankajöfrinum Edou- ard Stern að bana í miðjum kyn- lífsleik. Brossard útskýrði athæfið þannig að Stern hefði reitt hana til reiði með því að kalla hana „millj- ón dollara vændiskonu.“ Brossard hefur verið í haldi síðan 2005 og gæti losnað úr fang- elsi í lok næsta árs. - kg Dæmd í átta ára fangelsi: Myrti bankajöf- ur í latex-galla VENJULEGT FÓLK FLYKKIST ÚT Á GÖTUR Skjálfti upp á 4,2 Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter mældist um tvo kílómetra suðvestur af Krísuvík laust eftir klukkan 18 í gær. Skjálftinn fannst á Akranesi og í Landsveit, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. JARÐHRÆRINGAR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.