Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 24
32 20. júní 2009 LAUGARDAGUR H ér eru mikil tækifæri en það þarf að leggja fram skýra framtíðarsýn og segja hvert við ætlum að stefna. Það getum við. En við verð- um að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt og nýta okkur tækifærin.“ Svo mælir Kristín Pétursdóttir, for- stjóri fjárfestingarfélagsins Auðar Capital. Hún hélt þrumandi erindi á fundi Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga í vikunni þar sem hún lýsti eftir framtíðarsýn, skýrri leið úr rykmekki hrunsins. Hún sagði aðild að Evrópusam- bandinu (ESB) og upptöku evru á næstu árum leið til þess að auka til- trúa alþjóðasamfélagsins á Íslandi á nýjan leik og reisa atvinnulífið við í kjölfar þess að efnahagslífið fór á hliðina í fyrrahaust. Hún segir afturhvarf til sama hugarfars og fyrir efnahagshrunið það versta sem geti komið fyrir á næstunni. Slíkt sé ekki ákjósanlegt enda hafi skammtímahugsun og ákveðið skeytingarleysi ráðið ríkj- um. „Ég vona að það gerist ekki. Við verðum að hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir hún. Kristín hóf störf hjá Kaupþingi árið 1997 og var aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander, banka Kaup- þings í Bretlandi, þegar hún hætti störfum hjá bankanum í árslok 2006. Hún stofnaði Auði Capital ásamt Höllu Tómasdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, fyrir tveimur árum. Ný og sjálfbær hugsun Kristín segir sjálfbærni í fyrir- tækjarekstri það sem koma skuli hér á landi. Hugtakið hefur verið til í alþjóðlegum viðskiptaheimi um nokkurra ára skeið. Hana rak á land hér fyrir nokkru en ekki vakið mikla athygli fyrr en fyrir nokkr- um mánuðum. Kristín lýsir sjálfbærum fyrir- tækjum á þann veg að þau séu fjár- hagslega arðbær, sýni samfélags- lega ábyrgð og séu umhverfislega meðvituð. Þau gangi um umhverfið og samfélagið þannig að þau skerði ekki möguleika komandi kynslóða. Hættulegt sé þegar fyrirtæki leggi byrðar á framtíðina, börnin. „Fyrir- tæki mega ekki verða fjárhagslega arðbær á kostnað framtíðarinnar,“ segir hún og bendir á að síðustu ár hafi stjórnendur fyrirtækja í raun og veru tekið út framtíðarhagnað fyrirtækja með gríðarlegri skuld- setningu. Sá hagnaður hafi í allt of mörgum tilvikum ekki verið sjálf- bær. Hún bendir á að í venjulegum fyrirtækjarekstri snúist allt um að skila hluthöfum arði og sé það skammtímahugsun. Hugmyndin um sjálfbærni í fyrirtækjarekstri feli hins vegar í sér langtíma arðsemi þar sem líka sé hugsað um við- skiptavininn, starfsmennina og samfélagið sem fyrirtækið starf- ar í. „Þetta snýst um að hafa hags- muni allra aðila að leiðarljósi í fyrirtækjarekstri. Það er ekki hægt að reka fyrirtæki með arðsemi hlut- hafa eina að leiðarljósi,“ segir hún. Neytendur vakna Kristín segir neytendur orðna mjög meðvitaða um sjálfbæra hugsun. Þeir horfi til þess hvar vörur eru framleiddar, hvort þær eru lífræn- ar eður ei og við hvaða aðstæður þær eru búnar til. Sem dæmi vilji fáir orðið kaupa vörur sem unnar eru hjá fyrirtækjum sem vitað er að stundi barnaþrælkun. „Öll þessi vitund er farin að skipta neytendur miklu máli. Þeir horfa ekki aðeins á verð og gæði,“ segir Kristín og bætir við að Íslendingar geti komið sterkir inn í sjálfbæru vakninguna. „Fyrirtæki verða að svara þess- ari eftirspurn neytenda. Í þessu felast viðskiptatækifæri þar sem bæði hluthagar og samfélagið hagnast,“ segir hún. Samfélagsleg ábyrgð „Heimurinn er allur að breytast,“ bætir hún við og vitnar til þess að í fyrirtækjarekstri nútímans sé samfélagsleg ábyrgð lykilorð- ið. Það hafi áhrif á ímynd fyrir- tækja sem geti skilað sér í aukn- um viðskiptatækifærum. Hún telur miklar líkur á að mannauður framtíðarinnar, ungt fólk, vilji fremur vinna hjá fyrir- tækjum sem séu samfélagslega ábyrg en hjá hinum sem hugsi ein- göngu um hag hluthafa. Styrkur í fjölbreytni Hún segir engum blöðum um að fletta að ákveðin einsleitni í íslensku atvinnulífi hafi átt þátt í því hvernig fór hér í haust. Mikil- vægt sé að endurtaka ekki leikinn og tjalda þá lengur en til einnar nætur og reisa fleiri stoðir undir hagkerfið en fyrir hrun. „Íslendingar hafa ekki verið mjög framsýnir. Hér hefur ríkt vertíðarstemning þar sem gjarn- an er horft eitt ár fram í tímann. Við verðum að horfa lengra, jafn- vel til tíu ára,“ segir hún. Áhersla á byggingu álvera er dæmi um einsleitnina. Hún telur ekki skynsamlegt að bæta við fleiri álverum, skynsamlegra sé að selja raforku til tíu mismun- andi minni fyrirtækja sem skapa jafnmörg störf og eitt álver. „Hér eru mjög mikið af áhuga- verðum sprotafyrirtækjum og fólki sem er að hugsa um spenn- andi hluti. Það skiptir máli að sprotarnir komast á legg og fái að vaxa og dafna,“ segir Kristín. Hún segir sprotafyrirtækin mörg hafa goldið fyrir góðærið þar sem þeim tókst ekki að keppa við há laun í fjármálageiranum. Auður Capital vinnur að stofn- un fjárfestingarsjóðsins Bjark- ar, sem fjárfestir í sprotafyrir- tækjum sem komin eru á legg og hafa náð ákveðnum áfanga. Stefnt er að því að sjóðurinn muni hafa yfir að ráða um tveimur milljörð- um króna og fjárfesta til allt að tíu ára. „Það er margsannað að í efna- hagslægð verða oft bestu hug- myndirnar til en þá kennir neyðin naktri konu að spinna. Fólk neyðist til að hugsa út fyrir boxið og í nýjum lausnum. Við það verða til nýir hlutir og frjór jarð- vegur verður til fyrir nýsköpun. Bestu tækifærin verða til við þær aðstæður,“ segir Kristín Péturs- dóttir að lokum. Forstjórinn sem boðar nýja hugsun KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR Á skrif- stofu Auðar Capital er einn veggur með myndum af öllum börnum starfsfólksins. Það er auður fyrirtækisins, að sögn Kristínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi og gerir okkur kleift að byggja fræðslumiðstöð,“ segir Ruth Gylfa- dóttir, stofnandi og stjórnarformaður hjálparsamtakanna Enza. Ruth var hæstánægð í gær en þá hlutu samtökin styrk úr AlheimsAuði, góðgerðasjóði Auðar Capital. Sjóður- inn var settur á laggirnar í mars á þessu ári og stefnt að því að veita úr honum árlega. Það var gert í fyrsta sinn í gær. Auður Capital leggur eitt prósent af hagnaði sínum í sjóðinn ásamt frjálsum framlögum viðskiptavina. Á sama tíma var Guðrúnu Margréti Pálsdóttur, formanni og stofnanda ABC barnahjálpar, veitt sérstök viður- kenning fyrir ötult starf sem hefur gefið um tólf þúsund börnum tæki- færi til menntunar í fátækari löndum heimsins síðastliðin 21 ár. Um sjö þúsund stuðningsaðilar styðja börn á vegum ABC í dag og stendur aðeins einn aðili að baki hverju barni. Hjálparsamtökin Enza, sem voru sett á laggirnar fyrir tæpu ári, vinna að því að styðja konur og stúlkur í Mbekweni-fátækrahverfinu við Höfðaborg í Suður-Afríku og hvetja þær til athafna og frumkvæðis. Ruth ólst að hluta upp þar í landi og er nú búsett á Höfðasvæðinu, sem er skammt frá Wellington og er næsti bær við fátækrahverfið. Stúlkurnar sem hjálparsamtökin aðstoða eru stúlkur, allt niður í ellefu ára gamlar, sem hafa orðið barns- hafandi í kjölfar nauðgunar. Í sumum tilvikum var gerandinn nánasti ættingi stúlknanna, faðir eða bróðir. Stúlkurnar bera sjálfar allar byrðar af þessari hræðilegu reynslu og eru oft nauðbeygðar til að yfirgefa eigið samfélag í kjölfarið. Þangað eiga þær ekki afturkvæmt. Oft eru þær ekki heldur í aðstöðu til að halda börnum sínum. Hjálparsamtökin ProCare veita stúlkunum húsaskjól á meðan á meðgöngu stendur og tekur Enza við móður og barni þegar barnið er komið í heiminn. Enza stóð í fyrra fyrir því að safna fartölvum og kom Icelandair þeim á áfangastað ásamt sængurfatnaði sem Icelandair Hotels gaf samtök- unum. Ruth segir tölvurnar hafa nýst mjög vel og gera það að verkum að stúlkurnar verða hæfari til að bjarga sér sjálfar og standa á eigin fótum síðar meir. HJÁLPARSAMTÖK VERÐLAUNUÐ FRÁ AFHENDINGUNNI Í GÆR Margrét Pálsdóttir frá ABC barnahjálp, Sigríður Guðlaugsdóttir, talskona Enza á Íslandi, og Ruth Gylfadóttir, stofnandi Enza, taka á móti styrknum úr hendi Guðrúnar Pétursdóttur, formanns AlheimsAuðar, og Höllu Tómasdóttur, starfandi stjórnarformanns Auðar Capital. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fyrirtæki og fjárfestar hafa horft of skammt fram á veg. Mikilvægt er að skoða hlutina upp á nýtt og innleiða sjálfbærni í hugsun og hátterni. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Kristínu Pétursdóttur, forstjóra Auðar Capital, um framtíð lands og þjóðar í tilefni af því að fjárfestingarfélagið, sem nýverið fagnaði tveggja ára afmæli, afhenti í fyrsta sinn úr samfélags- sjóði sínum í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Íslendingar hafa ekki verið mjög framsýnir. Hér hefur ríkt vertíðar- stemning þar sem gjarnan er horft eitt ár fram í tímann. Við verðum að horfa lengra, jafnvel til tíu ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.