Fréttablaðið - 18.07.2009, Side 36

Fréttablaðið - 18.07.2009, Side 36
● inni&úti fróðleikur í tölum 5.523 báru nafnið Jón sem fyrsta eiginnafn 1. janúar 2008. Þá báru 938 nafnið Jón sem annað eiginnafn. … ÞEIRRI SÉRSTÖKU UPP- LIFUN sem hlýst af því að skoða sýningu sem Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarkona opnar í Djúpuvík á Ströndum í dag klukkan 14. Lista- konan heimsótti staðinn sumarið 2008 og varð heilluð þegar hún kom inn í lýsistank sem tilheyrir gamalli síldarverksmiðju og fannst kjörið að halda sýninguna inni í honum. … AÐ MENN GERI SÉR FERÐ upp í Árbæjarsafn á morgun þar sem harmonikkuhátíð hefst klukkan 13. Meðal þeirra sem spila á hátíðinni eru Bragi Hlíðberg, Reynir Jónasson og Karl Jónatansson. Auk þeirra mun stórsveit frá Harmonikkufélaginu Hljóm úr Reykjavík spila undir stjórn Sigurðar Alfonssonar. Sérstakir gestir að þessu sinni eru meðlimir Félags harmonikkuunnenda á Suðurnesjum og frá Noregi kemur sérstakur gestur hátíðarinnar, Sigmund Dehli. … HÖNNUNARMARKAÐI sem Rósa Helgadóttir fatahönnuður stendur fyrir að Grund, Bjarkarbraut 6 á Laugarvatni sem verður opinn á morgun milli klukkan 14 og 18. Von er á básúnuleikara, stærðfræðingi og myndlistarmönnum. … SUMARTÓNLEIKUM í Norræna húsinu. Fyrstu tónleikarnir hefjast í dag klukkan 14. Næstu tón- leikar verða á mánudag, þá miðviku- dag og loks á laugardag eftir viku. Sjá dagskrá á www.nordice.is. VIÐ MÆLUM MEÐ… 905 íbúar á Íslandi eiga afmæli í dag. 100 sæti voru við hringborðið hjá Artúr konungi samkvæmt Le Morte d’Arthur eftir Sir Thomas Malory frá 1485. 90.000 blaðsíður af bókapappír eða 2.250 eintök af 40 blaðsíðna Fréttablaði fást úr einum faðmi af höggnum viði.12 menn hafa komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Girnileg ný grillbók eftir Thomas Möller, höfund Eldaðu maður. Njóttu augnabliksins, ilmsins, bragðsins og takmarkalausrar ánægju við grillið og ... GRILLAÐU EINS OG MAÐUR 18. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.