Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Side 18

Samvinnan - 01.06.1946, Side 18
SAMVINNAN 6. HEFTI &J. ur BókaflóSið rennur ekki í jafn stríðum straumum á útmánuðum og vori eins og fyrri hluta vetrar. En ekki er enn um neina kyrrstöðu að ræða í þessum efnum. Prentsmiðjum fjölgar stöðugt, og alls staðar er unnið með miklum dugnaði að því að koma sem mestu prentuðu máli á markaðinn. Þegar kreppan skellur á, eftir nýafstaðið stríð, mun bókaeign íslendinga verða eitthvert merki- legasta fyrirbæri veraldarinnar. Að vísu er margt af því, sem út er gefið, ekki á marga fiska, og ýmsir þeir, sem safna bókum, gera það af yfirlæti, til að geta bent á margar hillur og gylta kili. En þetta eru undantekn- ingar. íslendinga hungrar eftir bókum, og hafa nú getað fullnægt þeirri löngun betur en áður. Að öllu samtöldu bendir hin stór- kostlega bókaútgáfa íslendinga á vakandi, andlegan áhuga, sem eru dýrmætir eigin- legar fyrir hverja þjóð. En á sviði listarinnar hefur gerzt einn merkisatburður. Einar Jónsson myndhöggv- ari hefur haldið upp á byrjun áttræðisald- ursins með því að fullgera eitt af sínum mestu listaverkum, sem mun lengi verða til að auka frægð hans og hróður íslenzkrar höggmyndagerðar. Einar Jónsson hefur í list sinni, einkum á síðari árum, tekið til með- ferðar dulræn og trúarleg efni. En nú hefir hann gert volduga, áhrifamikla og tignar- lega Kristsmynd, sem mun taka virðulegt sæti meðal hinna óteljandi Kristsmynda í heimslistinni. Engin lýsing gefur nógu full- komna hugmynd um þetta merkilega lista- verk. Menn verða að kynnast því, fyrst af myndum og síðan með eigin augun, þegar lokið verður viðgerð á listasafninu og það opnað fyrir almenning næsta haust. J. J Kristsmynd Einars Jónssonar. 178

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.