Samvinnan - 01.06.1949, Page 19

Samvinnan - 01.06.1949, Page 19
-íxSxSxSxJx^^^^^^^xMxíxíxí^^xíXíKí^xíxixS^KíxíxíKt^ Kaupfélag Skagfirðinga 60 ára «x$^x$>^>^x$x®KÍx$xMxíx$^>^$>^xíx$x$>^^<5x$><Jxíx$xJxS> RIÐJUDAGINN 23. apríl 1889 var fundur haldinn á Sauðár- króki af ýmsum deildarstjórum hins gamla pcintunarfélags Húnvetninga og Skagfirðinga, eftir fundarboði frá al- þm. Ólafi Briem, er kosinn var fund- arstjóri. Þessir fulltrúar voru mættir: 1. Konráð Jónsson, Miðhúsum, fyrir Hofshrepp. 2. Hermann Jónasson, Hólum, fyrir Hólahrepp. 3. Þorvaldur Arason, Flugumýri fyr- ir Akrahrepp. 3. Pálmi Pétursson, Skíðastöðum, fyrir Lýtingsstaðahreppi. 5. Sr. Jakob Benediktsson, Víðimýri, fyrir Seyluhrepp. 6. Jón Pálmason, Auðnum, fyrir Staðarhrepp. 7. Vigfús Guðmundsson, Sauðár- króki, fyrir Sauðárhrepp. 8. Hjörtur Hjálmarsson, Skíðastöð- um, fyrir Viðvíkurhrepp. 9. Jónas Jónsson, Hróarsdal, Viðvík, fyrir Rípurhrepp. 10. Sr. Zófónías Halldórsson, Viðvík, fyrir Viðvíkurhrepp. 11. Guðmundur Gíslason, Bollastöð- um, fyrir Bólstaðarhlíðarhrepp." Þannig hefst hin fyrsta fundargerð Kaupfélags Skagfirðinga, rituð af sr. Zófóníasi Halldórssyni, prófasti í Við- vík, fyrir fullum 60 árum. Þann dag, hinn 23. apríl 1889, var formlega geng- ið frá stofnun Kaupfélags Skagfirðinga af þessum 11 fulltrúum auk fundar- boðanda, Ólafs alþm. Briem, en hann var fundarstjóri á þessum fyrsta fundi. Kaupfélagið var skilgetið afkvæmi „hins gamla pöntunarfélags Húnvetn- inga og Skagfirðinga", eins og það er kallað í upphafi fundargerðarinnar, en það félag Itafði risið á rústum „Félags- verzlunarinnar við Húnaflóa" og síð- an „Grafaróssfélagsins", er svo var nefnt. Pöntunarfélagið hafði starfað Hinn 23. apríl sl. voru 60 ár liðin frá stofnun Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þess- ara tímamóta í sögu félagsins var minnzt á síðasta aðalfundi þess. Þar flutti Gísli Magnússon, bóndi í Eyhildarholti, erindið, sem hér fer á eftir, og hefur hann góðfúslega léð Samvinnunni það til birtingar. um nokkurra ára skeið með allgóðum árangri og raunar betri, en búast mátti við á þeim tíma, enda völdust þar til foryztu hinir mætustu menn. Kaupfélag Skagfirðinga er 60 ára. Svo merk stofnun er kaupfélagið, svo samtvinnuð er saga þess lífi og starfi tveggja — eða öllu heldur þriggja — kynslóða þorra Skagfirðinga, að eigi má minna vera, en að þessa merkilega afmælis sé minnzt með örfáum orðum. Hins vegar liggur í augum uppi, að saga Kaupfélags Skagfirðinga, barátta þess, ósigrar þess og sigrar, — ekkert af þessu verður rakið, svo að við sé hlít- andi, í stuttri ræðu. Það væri efni í heila bók — og merka bók. Því að saga kaupfélagsins er að verulegu leyti saga héraðsins um 60 ára skeið. Framan af árum átti það við ærna örðugleika að etja. Sumir komu innan að: tor- tryggni, skortur á þekkingu og félags- legum skilningi. Aðrir komu utan frá: kaldur hugur keppinauta, skilnings- skortur almennings, samfara lítilli trú á lausnarorði samvinnunnar og mætti hennar til að hlynna að hag og farsæld fátækra manna. Við, sem nú sitjum aðalfund Kaup- félags Skagfirðinga, megum vissulega beina þakklátum og hlýjum huga til forgöngumanna félagsins, þeirra manna, er sátu hinn fyrsta fund þess fyrir 60 árum og allra þeirra, er að baki þeim stóðu, — þeirra manna, er af djúpsettum skilningi og óvenjulegri víðsýni vörðuðu veginn, — þann veg er víst liggur skemmsta leið til batn- andi hags og bættra sambúðarhátta — þannig, að hver og einn beri úr býtum það, sem honum ber, og hvorki meira né minna. — Saga K. S. er ekki sam- felld þróunarsaga. Hún er bláþráðótt á köflum. En þráðurinn hefur þó aldr- ei slitnað með öllu. Sú hefur jafnan verið hamingja félagsins — og héraðs- ins um leið —, að ávallt hefur verið nokkur hópur manna, og æ farið stækkandi, er séð hefur gerla, hversu ómetanlegan þátt samvinna á félags- legum grundvelli, fyrst og fremst um verzlun, getur átt í því, að glæða hag- sæld og heilbrigða þróun, — manna, sein þrátt fyrir andbyr ýmissa átta, höfðu vilja og elju til að feta í spor hinna fyrstu forgöngumanna — og bet- ur þó. — Það er öldungis víst, að hversu langa ævi, sem íslenzk þjóð á framundan, — og allir vonum við, að hún verði sem lengst og sem glæsilegust —, verður 19. öldin jafnan talin ein hin allra merk- asta í sögu hennar. Yfir henni Ijómar rósfagur roði nýs og bjartari dags. Á sviði andlegs lífs og athafna, stjórn- mála og félagsmála, var sótt fram af meiri orku, meiri trú, meiri snilli, en áður var um aldir og jafnvel síðan, þegar allar aðstæður eru rétt metnar. Eg vil, við þetta tækifæri, aðeins minnast á einn þátt þessarar undra- verðu framsóknar hjá nauða-fámennri, sárfátækri og þrautpíndri þjóð: félags- samtökin um verzlunarmálin. Undir lok 18. aldar var verzlunar- einokun Dana á Islandi, — hinni lang- samlegu þyngstu plágu af mörgum þungum, er yfir þetta land hafa geng- 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.