Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 2
Efnahagslegar öryggisráðstafanir ¥¥VAR VETNA um vestræn menningar- lönd er samvinnuhreyfingin í vexti. Þróun hennar síðan í styrjaldarlok hefur orðið ör og mjög athyglisverð. Arsskýrslur samvinnusambandanna sýna, að félagsmönn- um fjölgar stöðugt, verzlun kaupfélaganna eykst, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika, og samvinnustefnan grípur sífellt inn á svið fleiri og fleiri iðnaðar- og framleiðslugreina. Þessi þróun eftir styrjöldina sýnir glögglega, að samvinnuhreyfingin stendur fyllilegaund- ir nafni, þegar sagt er, að hún sé víðast hvar orðin mjög mikilvægur þátturíefnahagskerfi þjóðanna. Starfsemi kaupfélaganna og sam- banda þeirra hefur aukið traust manna á samvinnustefnunni í heild. Er það e. t. v. ekki minnsti árangurinn, sem náðst hefur nú hin síðari ár. Þetta aukna traust kemur fram með ýmsum hætti. Sífellt fleiri starfsgrein- ar og stéttir nota samvinnuskipulagið sér til hagsbóta og öryggis. Sameinuðu þjóðirnar vinna markvisst að efnahagslegri framför þeirra landa, sem skemmst eru á veg kom- in, og ætlunin er, að leysa mörg efnahags- vandamála þessara landa á grundvelli sam- vinnuskipulagsins. Samvinnuskipulagið hef- ur með 100 ára starfi sannað lífsmátt sinn og það hefur staðist próf reynslunnar. Hin mikla aukning félagsmannatölunnar í kaup- félögunum í flestum lýðræðislöndum, er hvorki stríðsfyrirbæri né afleiðing dýrtíðar og óvenjulegra tíma, heldur rökrétt af- sprengi eðlilegrar þróunar. Þjóðirnar skilja, í sívaxandi mæli, að hið gullna meðalhóf samvinnuskipulagsins er líklegast til þess að leysa þær úr viðjum arðráns gróðahyggj- unnar og ófrelsis sósíalismans. Sífellt fleiri líta því til samvinnuhreyfingarinnar og hug- sjóna hennar, sem hins komandi skipulags frjálsra manna. OAMVINNUHREYFINGIN á íslandi er ^ engin undantekning að þessu leyti. Félagsmannatala kaupfélaganna hefur mjög hækkað nú hin síðari ár. Starfsemi sam- vinnumanna í heild hefur vaxið fiskur um hrygg og hún er fjölþættari en nokkru sinni fyrr. Þessi þróun flytur með sér margvísleg ný vandamál að fást við, sem leysa verður á hagkvæman hátt. Skylda samvinnufélag- anna er ekki lengur aðeins sú, að útvega félagsmönnum sínum góðar vörur við eins vægu verði og unnt er. Þessari kröfu á hend- ur félögunum, sem raunar er undirstöðu- krafa, er sinnt hvar vetna um landið eins vel og dyggilega og unnt er við þær aðstæð- ur, sem félögunum og verzlun landsmanna í heild eru búnar. Þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur og margvíslegar hindranir hafa kaup- félögin og Sambandið ráðist í merkilegar framkvæmdir á síðari árum. Öll bygging samvinnunnar á Islandi nú í dag, er stærri og flóknari en hún var fyrir áratug eða svo. Fyrsta krafan, sem gera verður til samvinnu- hreyfingarinnar nú, er sú, að þeir landvinn- ingar, sem fallið hafa henni í skaut á sviði verzlunar og framleiðslu á undanförnum ár- um, verði treystir og varðir fyrir ésókn fjármálaglundroða og óvissu í efnahagsmál- um, sem nú biða við dyr landsmanna. Ávinningur þjóðarinnar af aukinni starfsemi samvinnufélaganna má ekki glatast henni aftur í umróti tímanna, heldur verða til þess eða létta lífsbaráttuna og auka afkomuör- yggið, þegar þess er mest þörf. En jafnframt því sem samvinnumenn gera kröfu til kaup- félaganna um gætilega og skynsamlega fjár- málastjórn og hagkvæman rekstur, verða félögin að gera þá kröfu til meðlima sinna, að þeir standi þétt saman um félög sín, sýni það í starfi og viðhorfi, að þeir séu góðir og traustir hlekkir og fúsir til þess að létta sam- vinnuhreyfingunni baráttuna með því að sýna í verki góðan og skilningsríkan félags- anda. Ef erfiðir tímar fara í hönd, og margt bendir til þess að svo verði, þurfa félags- mennimir á samvinnuhreyfingunni að halda til þess að gera hverja krónu verðmeiri í hendi sér og létta lífsbaráttuna á ýmsum sviðum, en félögin þarfnast þá einnig stuðn- ings og velvilja allra félagsmannanna. Með slíkri samvinnu má gera stórvirki. 7VTORSKA samvinnuhreyfingin hefur nú ’ tekið upp baráttu til þess að opna augu almennings fyrir nauðsyn þess, að fjárhagur kaupfélaganna sé traustur og fjármálastjórn þeirra skynsamleg. Jafnframt er unnið að því að auka hæfni og afköst fyrirtækja sam- vinnumanna, gera rekstur þeirra ódýrari og hagkvæmari, og yfirfara allt skipulagið, eins og góður vélamaður dýrmæta vél, til þess að tryggja að hvergi sé hætta á feyru eða stöðvun. Norðmenn gera þetta nú vegna þess, að þeir telja augljóst, að peningaflóð hins fyrsta eftirstríðstímabils sé að fjara út og erfiðir tímar fari í hönd. Þeir gera þá meginkröfu til samvinnuhreyfingarinnar nú, að hún búi sig sem bezt undir að mæta þess- um erfiðu tímum og geri skynsamlegar varn- arráðstafanir í tíma. Norska samvinnusam- bandið hvetur meðlimi sína til sparsemi og hófsemi, og bendir á mikilvægi þess, að félagsmennirnir geymi sparifé sitt hjá kaup- félögunum. Skora forráðamenn sambandsins á hverja fjölskyldu, sem telzt til kaupfélag- anna, að leggja a .m. k. 100 krónur inn hjá félagi sínu og veita því þannig aðgang að hagkvæmu láni til þess að tryggja starfsem- ina. Þessar varúðarráðstafanir Norðmanna eru mjög athyglisverðar. Islenzka þjóðin býr sig nú til þess að hverfa frá eyðslusemi stríðsáranna og til hófsamlegri fjármála- stefnu almennt. Peningaflóðið er að fjara út. Virðingin fyrir spöruðum eyri á eftir að vaxa og þarf að vaxa. Hin yfirlætislausa starfsemi samvinnumanna um land allt til þess að gera meira úr hverri krónu í hendi neytandans og framleiðandans, á áreiðan- lega eftir að njóta aukins skilnings og vel- vildar með þjóðinni. En þeir, sem þegar sjá og skilja, hversu þýðingarmikið hlutverk samvinnufél. hafa með höndum fyrir þjóðar- búskapinn í heild, eiga að leggjast á eitt með forráðamönnum samtakanna, að styrkja þau og verja gegn áföllum, er að þrengist. Varúð í fjármálastjórn og vilji til þess að spara eru mikilvægustu þættir þess starfs. Hagsmun- um neytenda og framleiðenda er bezt borgið, ef samvinnuhreyfingin í heild, stenzt hverja þá efnahagslegu raun, sem framundan kann að vera. Þegar élið er gengið yfir, verður tekið til þar sem frá var horfið og sókninni haldið áfram. Þannig mun, er til lengdar læt- ur, skila bezt áfram í áttina til fyrirheitna landsins. SAMVINNAN Ekki hefur reynzt unnt að flytja Sam- vinnuna til Reykjavíkur að sinni, eins og boðað var í síðasta hefti fyrra árg. Er útgáf- unni því haldið áfram á Akureyri fyrst um sinn. Reynt verður að hraða útgáfu næstu hefta eftir föngum. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði \rgangurinn kostar kr. 15.00 44. árg. I—2. hefti Jan.-Febr. 1950 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.