Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 13
AF ÞESSU leiðir, að því stærri, sem heilinn er, þvi flóknari er sam- setning hans, og enn af því, að flókin heilasamsetning er undirstaða full- komnari hugsunar. En hvernig á þessu stendur, verður okkur hulið, þangað til við titum meira um það, hvernig hugsunin er tengd heilanum. Enn er ekki lengra komið en það, að við verð- nm að láta okkur nægja þá aðalstað- reynd, að heili, sem er samsettur úr milljónum smáhluta, er betri hug- smíðavél en heili, sem telur aðeins þúsundir smáhluta. Þróun náttúrunnar hefur í milljón- ir ára verið að skapa heila dýrsins. Lík- lega hefur það tekið a. m. k. hálfa mill- jón ára að þoka heilanum upp á við til þess, sem nú er mannsheilinn. En heil- inn er ekki gamall, jarðsögulega skoðað, og enn síður á mælikvarða al- heimssögunnar. Við getum heldur ekki gert ráð fyrir því, að núverandi ástand heilans sé meira en millibils- ástand á þróunarbraut lians til ein- hvers annars stigs, og þá vonandi til fullkomnara ástands. Þegar við rek- umst á ungan mann, sem hefur alveg sérstaka og óvenjulega hæfileika til þess að fást við tölur, má vel vera, að )>að sé ábending um það, í hvaða átt jjróun heilans miðar. Ef lýsa á heilanum vísindalega, verður að segja, að iiann sé ofvaxinn æðahnútur í höfðinu. í rauninni er liann svo ofvaxinn, að það lýtir mann- inn, ef við værum ekki upp úr því vax- in, að taka eftir því. Svo einkennileg- ur er hann, að skurðlæknirinn upp- götvar, að hann er tilfinningalaus gagnvart snertingu, jafnvel á sjúklingi, sem er með fullri meðvitund, og að það má skera burtu allstóra hluta hans án þess að sjúklingurinn verði Jiess var, hvað er verið að gera. Líffræðin þekkir vitaskuld þessi atriði, en hún uppgötvar líka ákveðnar rafmagnsöld- ur í heilanum, sem streyma alltaf frá honum, nema í djúpum svefni. At- hygli, sem beint er að utanaðkomandi atburðum, truflar þessar öldur. Þá er vitaskuld jafnan fyrir hendi hringrás blóðsins. Þar sem hver smáæð leiðir inn í heilann, er lítill, freyðandi blóðpollur augljós. Þetta sýnir okkur hversu ákaft heilann andar. Hinn of- vaxni æðahnútur er bráðlifandi — og liann hugsar. Hér erum við komin að leyndardóminum mesta. John Stuart Mill, heimspekingur- inn frægi, hafði litla þolinmæði með jreim, sem aðhylltust raunsæisstefnuna. ,,Til eru þeir,“ sagði hann eitt sinn, fullur vandlætingar, „sem lialda því fram, að maður þurfi augu til jress að sjá!“ Já, slíkir menn eru til. Og við, sem reynum að auka jrekkingu okkar með því að feta slóð staðreyndanna, verðum að fylgja slóðinni til enda. Magendie, liinn bráðsnjalli franski uppfinningamaður, sem uppi var fyrir um það bil öld, líkti sjálfum sér við umkomulausan mann, sem tíndi tusk- ur upp af götunni. í augum slíks manns eru allar staðreyndir hjartan- lega velkomnar, svo lengi, sem Jrær standast próf raunveruleikans. VÉLAMENNSKAN hefur nú á síð- ari tímum gert mjög snjalla upp- götvun, sem sumir vilja bera saman við mannsheilann. Vél Joessi er þannig gerð, að hún getur leyst reiknings- Jnautir fljótar og öruggar en maður- inn sjálfur. Nýlega tók prófessor Jeff- erson í Bretlandi samanburð vélarinn- ar og mannlegrar skynsemi til með- ferðar í athyglisverðu erindi, sem al- menningur ætti að leggja eyru við. í vefnaðarverksmiðju vefur vél- knúni vefstóllinn hraðar en manns- höndin, en eigi að síður er algerlega villandi að líkja vélskyttunni við mannshöndina. Þar er lítið sameigin- legt. Ekkert er líkt nreð reikningsvél- inni og mannsheilanum. í erindi sínu drap prófessor Jefferson á mál, sem ekki er tízka lengur að ræða, nefnilega sambandið milli efnis og anda. En á undan honum hafði Artistotel rætt málið og látið þess getið, að Jrað Jryrfti að takast til nánari athugunar, og það var fyrir 2000 árum. HVERNIG skapar heilinn hugsun? Þessi spurning er miðpunktur leyndardómsins og við höfum enn í dag ekkert gilt svar við henni. Heilinn er vitaskuld efnislegur hlutur, og er samsettur, eins og aðrir hlutar líkam- ans, af líffræðilegum og kemískum efnum, sem skilgreina má nákvæm- lega. Hringrás efniskrafta í honum er háð sömu lögmálum og gilda um aðra líkamshluta, og vísindi líffræðinga og efnafræðinga hafa sannað, enda þótt í heilanum séu þessu lögmál ekki eins augljós og annars staðar. Eg er ekki nægilega mikill eðlisfræðingur til Jress að gera nákvæmlega grein fyrir [jessum mismun, eða skilgreina í hverju hann er fólginn. Efnafræðingurinn á sinn eiginn vísindaheim. En heilinn virðist okkur sumum sýna Jrað, að sköpun hugsunar sé annað og meira en summa jæss krafts, sem heilinn mótttekur. Eg vil með örfáum orðum gera grein fyrir því, hverjar staðreyndirnar eru, eins og þær koma okkur fyrir sjónir. Tökum dæmi. Eg sit í herbergi mínu og lít út um gluggann. Um leið og eg geri það, verður breyting hið innra með mér, hugarfarsleg breyting. Eg verð meðvitandi um útsýnið, sem blas- ir við mér út um gluggann. Eg sé sól- ina, himininn, grænt grasið og þjóð- veginn og vin minn koma gangandi. Þarna er „nálægt" og „fjarlægt", fyrir „ofan“ og fyrir „neðan", „stærra“ og „minna“, „sólskin" og „forsæla“ og „Iitur“, sumir hlutir eru á hreyfingu, aðrir ekki. Þessi útsýn er mér gamal- kunnug, og eg get, er eg hugleiði hana, vel munað, að hún geymir ýmislegt, sem eg lref ekki tekið eftir í Jressu ein- staka tilfelli, til dæmis lauftré við lækinn. -jj,G SPYR SJÁLFAN MIG: „Hvar P j er þetta allt saman?“ Og eg get svarað með Jdví að segja: „Utan við gluggann," en það er ekki rétt, Jrað er allt í heila mínum. Þetta er breyting og dásamlegur sjónflutningur — eins óskýranleg í sjállu sér og töfrabrögð galdramannsins í ævintýrinu. Og þetta, og önnur fyrirbrigði því lík, heldur áfram að gerazt með sjálfum mér allan guðslangan daginn og nótt- ina með, að því tilskildu, að heilinn sé ekki í djúpum svefni. Þetta er allt sam- an verk heilans. Úr hverju gert? Sköp- un heilans. Sköpun? Úr hverju? Úr stig-þverrandi rafmögnuðum mynd- um, sem ferðast til heilans, að því er virðist. En lireyfing af völdum raf- magns er í rauninni engin sönnun fyr- ir hugsanasköpun. Þarna er stórt bil í milli hins vélræna og hins andlega. Annað er athyglisvert í þessu sain- bandi. Þetta mikla bil vekur enga furðu í brjósti okkar. Hvers vegna ekki? (Framhald á bls. 19) 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.