Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 14
Á HÓTELKEA Nú í febrúar skrifuðu um 70 nem- endur í IV. b. Menntask. á Akureyri stíl um Hótel KEA. Hafði Kaupfélag Eyfirðinga heitið 500 króna verð- launum fyrir bezta stílinn og viður- kenningu fyrir næst bezta stílinn. — Dómnefnd var skipuð kennurum og forráðamönnum kaupfélagsins. Úr- slit urðu þau, að ÁSLAUG BRYNJ- ÓLFSDÓTTIR hlaut I. verðlaun, en BALDUR RAGNARSSON II. verð- laun. Samvinnan birtir hér á eftir báða þessa verðlaunastíla. Bf555555555555555555555555555555555555555íí t'tFF! NEI —það dugir ekki að geispa og gína yfir þessari latínu lengur. Stencl jafnt á gati, þótt ég haldi svona áfram. Ætti ég að ráðast á þýzkuna? — Nei, það yrði líka árangurslaust. — Get engu komið inn í minn þykka liaus að þessu sinni. — Hann er eins og blý- klumpur í kvöld. Þessi forsmán. Út — ,,Út vil ek,“ mælti Snorri, sá snillingsmaður. Ég vil líka út. „Halló! Kom inn! Kom inn! Nei, sæl og ldessuð, sæl og blessuð. Ert þú bara komin, Gunna? Komstu með Heklu áðan?“ ,,Já,“ svaraði Gunna, þegar hún komst að. Ég verð að skjóta því hér inn í, að Gunna er mjög góð vinkona mín aust- an af landi. Indælis telpa, Gunna, bæði góð og falleg. Atján ára. Er nú komin liingað og ætlar að setjast í 3. bekk G. A. „Ég kem beina leið til þín,“ sagði Gunna enn fremur. „Farangur minn er um borð í Heklu enn þá. Ég fæ, sem sé, ekki inni í húsinu, sem ég ætla að búa í, fyrr en að viku liðinni. Verð að búa á hóteli þangað til. Og nú lang- ar mig til að biðja þig að leiðbeina mér, hvert ég ætti helzt að snúa mér. Ég er svo ókunnug hérna.“ „Velkomið, allt í lagi, lagsi," hrópaði ég himiniifandi. „Þú býrð auðvitað á K. E. A. þessa viku, hvergi betra. Var einmitt í þann veginn að skreppa út, þegar þú komst.“ ,,K.E.A.,“ sagði Gunna spyrjandi, og Áslaug Brynjólfsdóttir. Baldur Ragnarsson. augun í henni stækkuðu um helming. „K.E.A., er það ekki kaupfélagsverzl- unin hérna? Ætlastu til, að ég búi þar?“ „Vertu alveg róleg, góða mín,“ mælti ég íbyggin. „Ég skal segja þér það, að K.E.A. er ýmislegt í þessum bæ, eða Iieldur þú, að það sé aðeins fjögra hæða verzlunarhús á horninu við Kaupvangsstræti? Ónei. Öll Jerú- salem er áföst norðan við, og þar hefir Tómas skrifstofu. Og svo er K.E.A. öll röðin upp með Kaupvangsstræti bæði að norðan og sunnan og inn með Hafnarstræti að vestan. Já, og K.E.A. lengst suður í bæ, uppi á Brekku, úti í Brekkugötu, niðri á Tanga og út um allar eyrar. Heldurðu svo, að ég geti hvergi holað þér niður lijá K.E.A.?“ Gunna leit á mig brosandi, en þó hálfvandræðaleg og sagðist nú minn- ast þess, að K.E.A. hefði látið reisa hótel og ræki það af myndarskap. „Já, það var lóðið,“ skrapp út úr mér. „Og af því að ég liefi ekki upp á neitt að bjóða hér heima, skal ég konta með þér þangað, og mun þér þá verða sjón sögu ríkari.“ Það gengur greiðlega að fá herbergi handa Gunnu á liótelinu, því að gestir eru fáir í bænum um þennan tíma árs, þegar ekkert er um að vera, hvorki héraðsfundir né önnur meiri háttar mannamót. OG VIÐ höldum af stað upp á her- bergi nr. 37, sem okkur hefir ver- ið vísað á. „Hei, Gaukur. Hvað ert þú að slæp- ast. Er fullt inni í sal?“ segi ég. Gaukur situr frammi í hægindastóli á annarri hæð og les dagblað. Ég kynni hann fyrir Gunnu. „Snáðinn, sem ég skrifaði þér, að allt virtist vita, þótt hann aldrei læsi.“ Af gömlum vana geng ég rakleitt að stóra speglinum, greiði mér og stein- gleymi, að ég er leiðbeinandi hér, þar til ég heyri undrunarstunur Gunnu, sem ekki hefir veitt speglinum athygli, heldur stendur fyrir framan teikni- myndir Kjarvals og virðir þær hug- fangin fyrir sér. „Sérðu, hvað býr margt í svip þessa öldungs? Hvaða mynd finnst þér ann- ars bezt?“ segir hún. „Þær eru allar góðar, en þessi er þó bezt,“ svara ég og bendi á spegilmynd mína. „Komdu!“ Ég treysti mér ekki í neina listgagnrýni. Uppi á fjórðu hæð komum við inn í herbergið, sem er einkar vistlegt, og má heita, að Gunna verði orðlaus yfir, hve allt er hér með miklum glæsibrag, stílfagurt, hreinlegt og jafnframt þægi- legt. Gluggatjöldin dumbrauð, en rúm- ábreiðan og setan í stólnum fagurblá- ar. Þessir skápar og handlaugin! „Er svona fínt á öllum herbergjun- um?“ Ég svara spurningum Gunnu frem- ur hógvær: „Sumum fylgja baðher- bergi, öðrum litlir snyrtiklefar. Mér finnst þessi blái litur of skær. En elsku dúfan, ertu ekki að sálast úr hungri? Við getum, hvort sem þú vilt heldur, 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.