Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 10
Fyrirkomulag atómaflstöðvar.
verðmæti efna þeirra, sem unnin
verða við atómsundrunina, standist á
endum og að eldsneytiskostnaður væri
því enginn. Mörg atriði verða þó til
þess að hækka bæði reksturs- og stofn-
kostnaðinn. Það eitt að gera skaðlaus-
ar eða að innibyrgja geislaverkanir,
sem eru þúsundfalt virkari en venju-
legir röntgengeislar, útheimtir mjög
fyrirferðarmikinn og dýran umbúnað.
Einnig draga atómmolarnir, sem
myndast við sundrun úraníumatóm-
anna, svo mjög til sín neutrónur, að
atómsundrunin verður stöðugt hægari
og staðnar að síðustu. Mætti h'kja
þessu við venjulegt eldstæði; bæði í
því og í úraníum-ofninum verður
öðru hvoru að hreinsa ,,öskuna“ út til
þess að eðlilegur bruni haldist. Eftir
nokkurn tíma verður því að fjarlægja
efni þau, sem myndast hafa við atóm-
sundrunina. Það er að því leyti örðugt,
sem þá verður gloppa í varnarumbún-
aði atómofnsins. Auk þess sem úr-
gangsefnin sjálf eru afar geislavirk og
smita verkunum sínum á áhöld þau,
sem notuð eru til losunar úr ofninum.
Hvernig þessu verður fyrir komið í
orkuveri, sem genguf án afláts, ér’ehri
óleyst svo að viðunandi sé.
SKILJANLEGT er að Bandaríkja-
menn og Bretar hafa horfið frá að
nota þungt vatn til þess að draga úr
hraða neutrónanna og nota í þess stað
föst efni, sem auðvelt er að móta í
heppilegar stærðir og koma fyrir á
ákveðinn hátt. Til þess er nú einkum
notað grafít, sem er kolefni í sérstak-
lega hreinni mynd. í hvert orkuvera
þeirra, sem nú eru kunn, þarf rúm
hundrað tonn. Magn það, sem notað
er, verður að vera í ákveðnu hlutfahi
við úraníummagnið og niðurskipun
þess einnig, því að ella stöðvast efna-
breytingin. Til þess að geta temprað
ganginn nánar, er nauðsynlegt að hafa
tvær raðir af stöfum úr kadmíum-
málmi, en þeir draga neutrónur í sig
af sérstakri áfergju. Með því að ýta
stöfum þessum inn í ofninn eða að
draga þá út, er hægt að hafa nákvæm-
an hemil á gangi keðjuverkana þeirra,
sem fram fara í ofninum. Stöfunum er
stjórnað sjálfvirkt af mælitækjum
þeim, sem fylgjast með gangi efna-
breytinganna. Með sérstökum búnaði
er séð svo um, að ef stýrisumbúnaður-
viðvörunarútbúnaði, sem segir til um
leið og hitastigið verður af hátt, eða
ef lampi í mælingatæki verður ónýtur.
Jafnvel þótt allur öryggisbúnaður
brygðist, myndi keðjuverkunin ekki
halda áfram með vaxandi hraða, eins
og um eitt skeið var álitið, heldur
myndi hún stöðvast vegna þess, að úr-
aníumið bráðnaði og rynni í burtu, og
þannig færi forgörðum sú nákvæma
niðurskipun efnisins í ofninum, sem
er nauðsynlegt skilyrði fyrir starf-
rækslu hans.
í námunda við úraníum-ofninn eða
úrgangsefni þau, sem frá honum fara,
má enginn maður koma og það enda
þótt um hvort tveggja sé búið með
meters þykkum steinsteypuveggjum.
Allur útbúnaður verður því að vera
algerlega sjálfvirkur og fjarstýrður. Er
það sérstaklega örðugt í sambandi við
meðhöndlun úrgangsefnanna, sem
verðmæt efni eru unnin úr, og fylgir
þessu öllu mikill kostnaður. í atóm-
ofnum þeim, sem úraníum-„eldsneyt-
ið“ er sett í að ofan, er úrgangurinn
tæmdur úr að neðan eins og sýnt er á
meðfylgjandi mynd. Verður óhjá-
kvæmilegt að allmörg op verði á stein-
steypuvarnarveggnum og þar með
einnig jafnmargir möguleikar fyrir
geisla að sleppa út; eru það op til þess
að koma inn úraníumhleðslunum og
til tæmingar á úrgangsefnum, op
14. Gufutúrbína.
15. Rafall.
16. Þéttir.
17. Dæla.
vegna kadmíum stafanna og loks op
vekna gufuleiðsla frá varmaskiptaran-
um. Allar vistarverur, sem menn haf-
ast við í, verða því að vera útbúnar ná-
kvæmum mælitækjum, sem gera að-
vart ef geislar eru á ferðinni. Rykagnir
geta verið geislavirkar ekki síður en
annað efni, sem kemst í námunda við
atómofninn og verður því stöðugt að
fylgjast með geislaverkunum andrúms-
loftsins. Starfsmenn allir hafa á sér
röntgenfilmur, sem framkallaðar
verða við lok hverrar vöku, svo að vit-
að sé, fyrir hve mikilli geislun þeir hafi
orðið, einnig er stöðugt fylgst með
heilbrigði blóðsins. Allar eru þessar
ráðstafanir kostnaðarsamar.
Algerlega sjálfvirkur rekstur er eng-
an veginn fullnægjandi. Gæta verður
einriig þess sein vandlegast, að engir
geislar berist til vélasala þeirra, sem
raforkan er unnin í, ekki aðeins vegna
heilsu starfsmanna, og er það þó ærin
ástæða, heldur einnig vegna endingar
vélanna. Jafnvel röntgengeislar hafa
mælanleg áhrif á festu efnisins, hversu
miklu meiri hljóta þá ekki að vera
áhrif hinnar geysi-geislavirku efna,
sem myndast við atómsundrunina, og
það því fremur, sem flest efni þau, sem
10