Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 12
Leyndardómurinn mesti: Heili mannsins Maðurinn veit enn ekki, hvernig heilinn tengir saman starf og hugsun Eftir CHARLES SHERRINGTON HEILI MANNSINS er leyndardóm- nr. Hann hefur verið það og verð- ur sennilega lengi enn. Við vitum að vísu margt um Iiann. Staðreyndir þær, sent okkur eru kunnar, eru miklu fleiri nú en þær voru fyrir nokkrum árum, en samt geta þær ekki leyst þá þraut fyrir okkur, að útskýra hvernig heil- inn skapar hugsanir okkar og tilfinn- ingar, ef hann þá gerir það á annað horð. Eða með öðrum orðum, hvern- ig við hugsum. Hvernig höfum við aflað okkur þeirrar vitneskju um heilann, sem nú er fengin? Ef við notum orðið ,,hegð- un“ til þess að merkja alla hegðun okkar í daglegu lífi, er svarið við þess- ari spurningu, að vitneskjan um getu heilans er komin til okkar með athug- un á hegðun okkar i sambandi við meiðsli og sjúkdóma í heilanum. Þegar það kemur fyrir, og það hend- ir endrunt og eins, að líkarni fæðist án heila, verða slík börn ólæknandi fá- ráðlingar. Þá er vitað, að smíðisgallar á heilanum, allt eftir því livar í heil- anum þeir eru, hafa í för með sér lömun, t. d. annarrar hliðar líkamans, eða málleysi, sjónleysi og heyrnarleysi. Læknirinn getur ráðið það af eðli meinsemdarinnar, hvar í heilanum smíðisgallann eða sjúkdóntinn er að finna, og í ýmsum tilfellum tekst að lækna meinsemdina með skurðaðgerð. Hins vegar eru margir blettir á heilan- um, sem vel þola meiðsli, jafnvel veru- leg meiðsli, án þess að aðrir hlutar líkamans verði fyrir áföllum. Þessir 5»$Í3ÍÍÍÍÍÍÍÍÍ$3ÍS3ÍÍÍÍÍ3$ÍÍÍ5SÍ$ÍÍ^^ SIB CHARLES SHERRINGTON er | brezkur læknir og vísindamaður. — Hann hlaut Nobelsverðlaun í lækn- isvísindtun árið 1932. Hann er nú á tíræðisaldri og enn talinn einn helzti sérfræðingur veraldar í heilasjúk- dómum. blettir eru af ýmsum álitnir vera mið- stöð hugsunarinnar. Alkunn staðreynd er, og hefur lengi verið viðurkennd, að stærð heilans og gáfnafar fylgjast nokkurn veginn að. En það er líka um að ræða gæði heil- ans ekki síður en stærð lians. Samt má segja, að í yfirlitssamanburði heilanna, eins og t. d. þegar rætt er um stærð heila í ýmsum dýrum, sé hin fyrr- nefnda staðreynd í aðalatriðum rétt. Maðurinn hefur tiltölulega miklu stæiTÍ heila en dýrin, enda er hann gáfaðastur. Kenning Miltons um yfir- burði skepnunnar, sem gengur upj>- rétt á tveimur fótum, er enn í gildi: ,,.... ekki framlágur og skilningssljór eins og aðrar skejsnur, heldur gæddur takmarkaðri skynsemi, sem reisir hann við, og uppréttur og æðrulaus er hann settur til þess, að stjórna öllum hin- um." Þegar heilinn er grandskoðaður sést, að hann er eins og myndagáta, sem samsett er af mörgum smápörtum. Hlutarnir eru ekki ákaflega misjafn- lega stórir, og gildir það jafnt um menn og dýr. Til dæmis eru einstakir hlutar músarheilans lítið minni en hlutarnir í okkar heila. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.