Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 25
Á HÓTEL KEA (FramhalA aj bls. 15) HÓPUR manna streymir inn, og ég ranka aðeins við mér. Ég tek eftir því, að heimavistarkrakkarnir eru allir á burt. Getur verið, að kvikmynd- irnar séu úti? Ég á kollgátuna. ,,Þú ert þá hérna, kerlingin. Megum við setjast hjá ykkur? Myndin var al- veg draumur." Tvær vinstúlkur mínar, sém buðu mér i Skjaldborgarbíó í dag, eru komnar að borðinu. Mér hafði fundizt ég ekki mega vera að því að fara. Gunna stendur upp. „Farangurinn — um borð í Heklu." „Já, við megum víst hafa hraðan á." Niðri fáum við að hringja eftir bif- reið. Og innan stundar er Gunna búin að koma farangrinum fyrir. „Vertu blessuð. Þakka þér fyrir kvöldið." Ég finn til nokkurs samvizkubits, er ég geng ein frá gistihúsinu. I skól- ann í fyrramálið, Áslaug Brynjólfsdóttir. YFIR BÆNUM grúfir sorti, úrsvalt mistur, sem fálmar um þök hús- anna eins og hráblautir, hrollkaldir fingur ósýnilegrar óvættar. Göturnar eru blautar og forugar, vatnið rennur eftir hjólförunum. Jafnvel hjörtu mannanna virðast gripin óhugnanleg- um helkrumlum, deyfð og drungi er í svip þeirra, vonleysi tilgangsleysisins í fari þeirra. Loftið er þrungið ná- klukknahljóm örvæntingar, uppgjafar, lífsleiða. Við knýjum á dyr gleðinnar og göng- um inn. Skuggar bölsýninnar hörfa lengra út í svartnættið, og hugurinn eygir á ný rósrauðan bjarrna vonarinn- ar, fögnuð lífsins. Við föllum í skaut Abrahmas vorra daga, Hótel K. E. A. Við setjumst við autt borð og biðj- um um kaffi. Litfríð, léttstíg þjónustu- freyja færir okkar það á bakka. Kur- teislegt, kankvíst bros hennar, þegar annar félaga minna réttir henni í ,,ógáti“ ógildan tíu króna seðil, minn- ir mig á vaknandi blóm á vormorgni. Hún er á rauðum skóm. Við dreypum á kaffinu, lítum síðan í kringum okkur með fasi hins áhyggjulausa manns, sem á eftir að drekka gott kaffi í ró og næði og borða kökur með. Hvar sem við lítum, er líf, áhyggjuleysi, líðandi-stundar-siðspeki. Við næsta borð sitja nokkrir skóla- bræður. Þeir skrafa ákaft saman, hlæja mikið, halla sér aftur og slá vindlinga- öskuna fimlega í öskubakkann með heimsmannalegum tilburðum. Bláleit- ur tóbaksreykurinn hvílir eins og þunn silkislæða yfir höfðum þeirra, eyðist, hverfur. Nálægt okkur sitja karl og kona ein við borð. Ómur af háværu samtali þeirra berst til okkar, en blandast öðr- um klið í salnum, svo að orðaskil verða ekki greind. Konan hefur oftast orðið, en svipur mannsins er þungbúinn, og munu þar sannast orð hins vísa Salo- mons: „Þrasgjörn kona er eins og þak- leki“. Á baugfingri vinstri handar gló- ir á fingurgull. SKYNDILEGA er hurðin opnuð, og inn gengur kona. Hún er hávax- in og tíguleg í framgöngu og klæði hennar ríkmannleg. Hún staðnæmist og lítur drembilega yfir salinn. Áber- andi, hvítt ör á vinstri kinn hennar setur harðneskjulegan svip á andlitið. Eftir cirstutta umhugsun gengur hún inn ákveðnum, en léttum skrefum. Hún fer fram hjá borði okkar, og að vitum okkar berst kynleg, framandi angan, sem minnir á ilm fölnaðra rósa. Ég veiti eftirtekt löngum, lakkborn- um nöglum hennar, sem bera vitni um örlyncli. Við hellum aftur í bollana. Félagarnir við næsta borð eru nú farnir að gerast allháværir. Ástæðan er auðfundin. Þrjár ungar blómarósir með rjóða vanga og glettni í augum sitja við næsta borð. Þær horfa á félag- ana kátu og hvíslast á. Tilfinningarn- ar eru heitar og örar í þessu andrúms- lofti. Bæld geðhrif koma greinilegar og auðveldar í ljós, hjartað vakir, og hugurinn er í uppnámi. Einungis þeir, sem einir sitja og án félaga, bera kuldagrímu, rómverskt yfirbragð, gjarnan með sígarettu. Siðfræðin er kynleg í samlífi mannanna. IÐ LJÚKUM úr bollunum, og von bráðar stöndum við upp. Úti á ganginum eru allir stólar setnir vel klæddum mönnum, sem hafa tíma. — Við gluggann stendur liár maður í yf- irfrakka og horfir annars hugar út í kvöldhúmið. Frakkinn er snjáður á olnbogunum, skórnir óburstaðir. Hann virðist hlusta eftir einhverju, ef til vill æðaslætti lífsins eða hjartslætti sín sjálfs. Ef til vill er hann alls.ekki að hlusta. Fyrir lraman spegilinn standa nokkr- ar ungar stúlkur, skvaldrandi og fliss- andi. Þær liorfa hálíhæðnislega, en jafnframt dálítið forvitnislega á.mann- inn í yfirfrakkanum. Hann hefur lík- lega þegar staðið lengi við gluggann. VIÐ TÖKUM frakka okkar og göngum niður stigann. Rómklið- urinn og orðafjasið deyr út, og liugar- öldurnar lægjast. Við opnum dyrnar og göngum út. Myrkrið virðist ekki jafnsvart og áður, og kvöldloftið er svalt og hressandi. Við erum aftur komnir í sátt við tilveruna, lijörtu okkar slá á ný í takt við hina miklu slagæð lífsins. Og um leið og við snú- um heim á leið, verða okkur ljós þau sannindi, að „mundus vult decipi et decipiatur". Baldur Ragnarsson. FÁFRÆÐI EÐA HVAÐ? Furðulegt má það kallast, hversu fá- fræði þeirra manna, sem stundum skrifa um samvinnufélögin í kaup- mannamálgögnin, er mikil. Eitt nýj- asta dæmið um þetta er grein í Morg- unblaðinu í febrúar. Er því haldið frarn, að félagsmenn kaupfélaganna mafi glatað lýðræðisstjórn félaganna í hendur ráðríkra starfsmanna. Er sér- staklega talað um að bændur hafi misst stjórn félaganna úr hendi sér og Kaupfélag Eyfirðinga nefnt sem dæmi þess. Segja má, að flestu sé öfugt snúið í grein þessari. Dæmi það, sem nefnt er því til sönnunar, að bændur hafi glatað stjórn félaganna úr hendi sér, er þannig vaxið, að sem stendur eru eingöngu bændur í stjóm kaupfélags- ins, fimm talsins. Tveir stjórnarnefnd- armenn af fimm eru ekki bændur, en hvorugur getur sinnt stjórnarstörfum um sinn, annar vegna veikinda, en hinn situr á Alþingi. Varamenn hafa tekið sæti þeirra og eru báðir bændur. Það er leitt til þess að vita, að menn þeir, sem taka sér fyrir hendur að skrifa um samvinnufélagsskapinn í opinber málgögn, skuli ekki reyna að temja sér heiðarlegri vinnubrögð en þetta. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.