Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 4
Þvottavélasamstœðan stóra, 56 metra löng. Verið er að láta óþvegna ullina i jyrsta karið.
Ullartcetarinn að starfi.
runnin þau merkilegu tímamót í sögu
ullariðnaðarins á íslandi, að hér eftir
verður hægt að þvo alla ullarfram-
leiðslu landsins með fullkomnum vél-
um á einum og sama stað á landinu.
'V7'FIRUMSJÓNINA með byggingu
J þvottastöðvarinnar höfðu þeir
Jónas Þór, framkvæmdastjóri Gefjun-
ar, og Helgi Bergs, verkfræðingur.
Teikningar allar voru gerðar á teikni-
stofu S.Í.S. af Sigvalda Thordarsyni,
arkítekt. Byggingameistari var Friðjón
Axfjörð. Ullarþvottastöðin er mikið
hús, tvær hæðir, byggt úr járnbentri
steinsteypu, 70 metra langt, 14 metra
breitt, alls um 8600 rúmmetrar. Gólf-
flötur er 980 fermetrar. Á efri hæð
hússins eru geymslur fyrir óþvegna
ull, og þar fer einnig fram mat á ull-
inni, en nýrri skipan hefur verið
komið á matið með tilliti til hinna
breyttu viðhorfa. Ullin fer, að mati
loknu, í rennu niður á neðri hæð
hússins og’í þvottavélina. Fyrst geng-
ur hún í gegnum tætara, sem greiðir
sundur þófna ull og flókna, því næst
gegnum 4 stór þvottakör, sem geyma
mismunandi sterkan þvottalög. Gaffl-
ar ýta ullinni til í þvottakörunum, en
síðan fer hún á færiböndum úr einu
karinu í annað. Milli karanna eru
gúmmívalsar, sem pressa vatnið úr
ullinni áður en hún kemur í næsta
kar. Úr fjórða karinu fer ullin enn
milli valsa, áður en hún fer í gegnum
þurrkarann, sem skilar henni full-
þurri. Þurrkarinn er hitaður með
gufu. Ullarþvottavélasamstæðan er
rafknúin. Hún er 56 metra löng, og er
talin ein hin fullkomnasta vél sinnar
tegundar, sem nú er til. Hún er smíð-
uð hjá C. G. Sargent’s Sons Corp. í
Granitville í Bandaríkjunum. Upp-
setningu vélarinnar annaðist sérfræð-
ingur frá þessari verksmiðju. Afköstin
eru miðuð við það, að hægt sé að þvo
þarna alla þá ull, sem framleidd er í
landinu, enda þótt ullarframleiðslan
aukist verulega frá því, sem nú er.
EINS og fyrr segir, og sjá má á yfir-
litsmynd þeirri, sem birt er hér
að ofan, er ullarþvottastöðin byggð
áföst við Gefjuni, sem nú er verið að
stækka mjög mikið og endurbyggja.
Gefjun hefur verið í eigu Sámbands-
ins síðan 1930 og hefur stöðugt verið
(Framhald á bls. 28)
Ullin kemur úr þurrkaranum eftir þvottinn. — Starfsmenn að láta þvegna ull i þoka.