Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 21
SVIPIR SAMTÍÐARMANNA:
HEUSS
ný stjarna á himni
Þýzkalands
EGAR þýzku stjórnmálaflokkarnir völdu
dr. Theodor Heuss fyrsta forseta hins
nýja vestur-þýzka ríkis, er líklegast að þeir
hafi verið svo önnum kafnir við innbyrðis
hrossakaup og samninga, að þeir hafi ekki
tekið eftir því, að val slíks manns í æðsta
embætti landsins, var alger nýjung i sögu
Þýzkalands. Aldrei fyrr hefur slíkur maður
setið á æðsta embættisstóli landsins. Her-
foringjar og iðnhöldar hafa til þessa verið
tíðasta tákn þjóðarpersónunnar. Hér var
frjálslyndur menntamaður og kunnur rithöf-
undur. Erlendum áhorfendum þóttu þessi
tíðindi lofa góðu. Aðeins einu sinni fyrr hafa
menn á borð við Heuss verið áberandi í
þýzkum stjórnmálum. Það var byltingaárið
1848. Það er e. t. v. ekki tilviljun, að stjóm-
málaferill Heuss-fjölskyldunnar á einmitt
rætur sínar í því eftirminnilega ári. Afi for-
setans barðist á bak við götuvirkin í þá daga.
Það gerði einnig frændi hans, sem hlaut
margra ára fangelsisdóm fyrir tiltækið.
¥ FYRSTU RÆÐU SINNI, sem forseti
hins nýja ríkis, ræddi þessi sonarsonur
byltingamannsins um sögu Þýzkalands á sér-
kennilegan og eftirtektarverðan hátt. Hann
nefndi ekkert þeirra sögulegu nafna, sem
Þjóðverjum hefur fram til þessa verið kennt
að líta upp til og læra af. Hann sagði ekkert
um Bismarck, nefndi ekki einu sinni Wei-
mar. I þess stað minntist hann hrærður
hinna frjálslyndu hugsjóna, sem stóðu á bak
við baráttu mannanna frá 1848, og hann
hélt því fram, að það hlutverk biði þessarar
kynslóðar, að hrinda þeim í framkvæmd.
Það hefði aldrei komizt í verk í þessi 100
ár, sem liðin eru síðan. Og nú mætti það
ekki bíða lengur. Framtíð þjóðarinnar væri í
veði. „Framkvæmd þeirra þá,“ sagði hann,
„mundi hafa verið stolt okkar í dag. Fram-
kvæmd þeirra nú, er siðasta tækifæri okkar
til pólitískrar tilveru.“ Þeir, sem hlýddu á
þetta fyrsta ávarp forsetans til þjóðar sinn-
ar, hlustuðu með vaxandi undrun og gleði.
Hér var frjálslyndur menntamaður að ræða
hugsjónamál sín, með stígandi áhuga og til-
finningu, af mikilli sögulegri þekkingu og
skilningi. Mönnum fannst þarna vera upphaf
mikilla atburða, sem sagan mundi áreiðan-
lega minnast, hvort heldur sem úr yrði sigur
eða ósigur. Hér stóð maður, sem skoraði á
hólm alla hina stóru byggingameistara
Þýzkalands, frá Friðrik mikla til Hitlers, um
krókaleiðir Karls Marx og Hindenburgs.
Traust á þessum manni jókst eftir því sem á
ræðuna le;<5. Hann er grannvaxinn og tein-
réttur og uöfuðlagið minnir sterkt á Bert-
rand Russell. Málið með sterk_m, suður-
þýzkur hreim, látbragðið ber vott um óeig-
ingjarnt sjálfstraust; kannske ekki mikil-
menni, en samt maður, sem vekja mundi at-
hygli í hvaða þjóðfélagi sem væri.
riTHEODOR HEUSS er fyrst nýlega orðinn
þjóðkunnur maður í Þýzkalandi. Stjórn-
málaferill hans — og hann var smástígur
framan af — hófst ekki fyrr en 1945. Áður
hafði hann verið mikilsmetinn — þótt ekki
víðkunn — persóna, sem rithöfundur um
stjórnmál og félagsmál. Hann skrifaði bæk-
ur um söguleg og stjómmálaleg efni og
nokkrar ævisögur. Hann var ritstjóri frjáls-
lynds vikublaðs, og um skeið ritstjóri dag-
blaðs. Var kennari við stjórn- og félagsmála-
skólann í Weimar, sem hann hjálpaði til að
stofna 1922, sat skami.M hríð á þingi, en
lét lítið til sín taka þar. Ef til vill voru það
þessi fjölþættu störf hans, sem forðuðu því
að hann yrði þjóðkunn persóna á tuttugu
ára æviskeiði, eða á tímabilinu frá fyrri
heimsstyrjöldinni til valdatöku Hitlers. En
^ jafn líklegt er, að það hafi verið seinþroski
hans. Heuss er frá Wurtemburg, hinu kyrr-
láta landsvæði í suðausturhorni Þýzkalands,
og máltækið segir, að fólk þar fari ekki að
vaxa fyrr en það stendur á fertugu. Vissu-
lega mun enginn, sem þekkti hann er hann
varð fertugur, hafa látið sér detta í hug, að
þessi hljóðláti, góðlegi maður, mundi stíga
fram úr þögninni, sem umvafði hann á
valdaárum Hitlers, til þess að verða leiðtogi
þjóðar sinnar á nýju tímabili. Það var þögn,
sem umvafði hann á Hitlerstímabilinu, en
hann slapp við að verða píslarvottur. Hann
hafði, í marz 1933, eins og flokksbræður
hans og raunar allir flokkar Þýzkalands
nema jafnaðarmenn, greitt þingmannsat-
kvæði með því að veita Hitlersstjórninni
sérstök völd. Þetta var síðasta örvæntingar-
tilraun þingsins til þess að kaupa sér frið og
halda í líftóruna, sem frjálst þjóðþing. Af-
staðan er skiljanleg, en ekki hetjuleg. —
Nokkrum vikum síðar voru bækur hans
meðal bókanna, sem loguðu glatt fyrir fram-
an anddyri háskólans í Berlín meðan naz-
istar stigu stríðsdans umhverfis bálköstinn.
Næstu þrjú árin, meðan enn var hægt að
skrifa nokkurn veginn óhindrað, hélt hann
áfram að stýra vikublaði sínu, ,J3ie Hilfe“.
Árið 1936 var blaðið bannað, og Heuss
sjálfum forboðið að birta framar nokkuð á
prenti.
'IVÍÆSTU ÁRIN á eftir helgaði hann krafta
■^ ’ sína því verki, sem hann hafði lengi haft
hug á, að skrifa ævisögu læriföður síns,
Friedrich Neumann, hins mikla þýzka frjáls-
hyggjumanns á dögum keisaraveldisins og
Weimarlýðveldisins. Bókin kom út, eftir að
Hitler var dauður, árið 1945, og hún færði
Heuss viðurkenningu fyrir frábært starf og
djúpan skilning.
Bókin er minnismerki frjálshyggjunnar,
rituð á þeim tíma, sem orðið sjálft var notað
sem skammaryrði í landi hans, hún er bók-
menntalegur vottur um bjargfasta trú og
andlega uppreist gegn kúguninni.
Hinn ágæti skáldsagnahöfundur Thomas
Mann, skrifaði í útlegð bók sína um „Doktor
Faustus". Þar lætur hann þýzkan mannvin
og rithöfund rita ævisögu þýzks tónsnill-
ings á miðju Hitlerstímabilinu, sem
harmsögulegt minnismerki um þrengingar
þýzkrar menningar. Meðan Mann velti þess-
ari hugmynd fyrir sér, var Heuss raunveru-
lega að lifa þetta hlutverk heima í Þýzka-
landi, þótt skáldið vissi ekki um það. En
jafnvel Thomas Mann hefði aldrei getað
látið sér detta í hug, að sögupersóna hans
ætti eftir að verða fyrsti forseti frjáls Þýzka-
lands, eftir að þriðja ríkið var hrunið til
grunna. Heuss mun hafa trúað því, að óger-
legt væri að hrinda oki nazismans með átaki
(Framhalcl á b!s. 27)
21