Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 30
þetta; við verðum að taka ákvörðun, allir sem einn,“ sagði Eiður Alfonsson. „Við greiðum atkvæði! Þeir, sem eru með því að stræka á uppskipunina í nótt, rétti upp hönd!“ Atján hendur á lofti! „Þeir, sem eru á móti!“ Ein hönd — hönd Asmundar bryggju- varðar. Það er samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta, að vinna ekki í nótt, úrskurðaði Eiður Alfonsson hróðugur, og flokkurinn þokaði sér aftur niður bryggjuna að skipshliðinni. „Það verður ekkert unnið!“ hrópaði Eiður upp til skipstjórans og Dósóþeusar Jónas- sonar, en þeir stóðu enn úti undir brúar- vængnum. „Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu, að vinna ekki í nótt — svo-i, svo þetta er útrætt mál!“ „Þá verður ekki heldur dansað, og það þýðir ekki framar að fara fram á það, að fá fiskhúsið hjá mér fyrir samkomur," sagði Dósóþeus Jónasson með þjósti. Síðan gekk hann og skipstjórinn inn í stjórnklefann, og þeir voru báðir þungbrýnir og rauðir í and- liti. Nú komst hreyfing á fólkið á bryggjunni. Flestir farþegarnir gengu um borð og stungu sér undir þiljur, en Eyrarfólk gekk aftur upp í þorpið. T/ VENFÓLKIÐ á Grafareyri gekk álútt og -*-*■ ósköp hnípið. Nú var enginn léttleiki eða fjaðurmagn í göngulaginu. Konurnar vöfruðu ógn þreytulegar og mæddar, en ungu stúlkurnar skálmuðu upp bryggjuna og vingsuðu handleggjunum ólundarlega, og svipur þeirra var fýldur, líkt og þær væru að koma frá skrifstofunni hjá Dósóþeusi Jónassyni og hefðu verið sviknar um kaupið sitt fyrir síðustu vikuna á reitnum. Karlmennirnir voru aftur á móti miklu borubrattari. Þeir gengu í þyrpingu og voru háværir. Þarna höfðu þeir sýnt þeim, herr- unum, að þeir voru sjálfstæðismenn, sem létu ekki kúga sig, en fóru sínar eigin götur. Hópurinn hélt beint upp í fiskhúsið hans Dósóþeusar, og Eiður Alfonsson í farar- broddi. Hann hafði fengið lykilinn að hús- inu fyrr um daginn og gekk inn í það, eins og þetta væri hans eign. Og nú létu mennirnir hendur standa fram úr ermum öðru sinni á þessum degi. En það, sem nú var aðhafst, var fyrst og fremst, að rífa upp alla bekkina við fiskstaflann; pall- inn, þar sem Eiður Alfonsson hafði ætlað að halda setningarræðuna — og þar sem Þorbjörn spilari hafði átt að þenja harmón- íkuna. Síðan byltu þeir saltfiskspökkunum aftur út á gólfið, böðluðu þeim, eins og óðir menn, út um allt — og að síðustu skreið Eið- 30 ur Alfonsson upp á fiskstaflann fyrir miðj- um gafli og reif fánaslitruna niður. Þegar þessu var lokið, fengu allir sér væn- an sopa, og það fór notaleg velsældarkennd um kroppinn og menn urðu svo ljómandi á- nægðir með sjálfa sig. Það urðu fleiri en Bjössi í Klettakoti og Jóakim á Stapa, sem fannst, að þeir geta boðið öllum heiminum byrginn; — það er að segja kerlingunum sín- um, og Dósóþeusi Jónassyni, útgerðarmanni, því þetta voru aðalmáttarvöldin í heimi þeirra Eyrarmanna — og þeir, sem höfðu bein í nefinu við þessa tvo aðila, voru ekki álitnir neinir veifiskatar. TjAÐ voru svo sem heldur ekki neinar * heimóttir, sem gengu frá fiskhúsinu þetta kvöld, stefndu niður að nýja strandferða- skipinu, óðu um borð, börðu upp á hjá siálf- um skipstjóranum og gengu rakleitt inn þangað, sem hann og Dósóþeus Jónasson sátu í ró og næði að drykkju og ræddu vandamál mannlífsins. En forystumaður þessarar innrásarsveitar var enginn annar en Eiður Alfonsson. Hann hélt á fánaslitru út- gerðarmannsins í annarri hendi; í hinni á lyklinum að fiskhúsinu. Og þarna stóð hann fyrir herrunum, teinréttur og háleitur eins og herforingi. Síðan skellti hann lyklinum á borðið fyrir framan Dósóþeus, og fánanum rétt fleygði hann á kné honum — og því næst mælti hann hátt og snjallt: „Hafðu þökk og heiður fyrir eðallyndið, Dósóþeus Jónasson! Vonandi verðum við Eyrarmenn einhvern tíma færir um að-i, að launa þér gæzkuna!“ Með þessum orðum sneri Eiður Alfons- son sér snögglega við og snaraðist út, og það skríkti og kumraði glaðklakkalega í fylgdar- mönnum hans. Þarna höfðu þeir þó einu sinni sýnt Dósóþeusi fulla einurð. Þá var því lokið. Hitt var svo eftir, að sanna húsbóndavaldið, þegar heim kæmi. Það mundi víst ekki verða hýr á þeim brúnin núna, kvinnunum, eftir að búið var að hafa af þeim dansleikinn. Og raunar höfðu það verið þeir, sem komu í veg fyrir að úr honum yrði. Þeir drógu það svona við sig, karlmenn- irnir á Grafareyri, að fara heim, en tylltu sér niður í brekku út með sjónum og fengu sér ofurlitla styrkingu til viðbótar. Þarna sátu þeir langt fram á nótt og stöppuðu stálinu hver í annan. . . . Já, já, ef þær færu nokkurn hlut að derra sig og gera sig gildandi, þá var þeim að mæta — öllum sem einum og öllum fyrir einn! Þetta var svo útrætt mál — og samþykkt- in gerð í einu hljóði. Síðan föðmuðust þeir og kysstust, Eyrarmenn, og hétu hver öðrum ævarandi tryggðum og stuðningi í barátt- unni fyrir frelsinu. Nú hugsaði enginn út í það, að einn síns liðs myndi hver þeirra, þegar hann vaknaði að morgni. En sólin var nú heldur ekki einu sinni far- in að sýna sig — morgundagurinn ennþá óraveg í burtu. í STUTTU MÁLI TÍMARIT Alþjóðasambands samvinnu- manna, „Review of International Cooperat- ion“, flutti nú í janúar grein um samvinnu- hreyfinguna á Islandi eftir Hannes Jónsson félagsfræðing. Er þar í stuttu máli gerð grein fyrir sögu kaupfélaganna og Sam- bandsins og þróuninni í íslenzkum samvinnu- málum til þessa dags. Greininni fylgja nokkrar góðar ljósmyndir. Svissneska Samvirmusambandið (V. S. K.) átti 60 ára starfsafmæli um sl. áramót. I árskýrslu um afkomuna á sl. ári, er greint frá því m. a. að í sambandinu séu nú 567 kaupfélög. Svissneska samvinnuhreyfingin er nú orðin mjög öflug og hún er í öruggum vexti. Brezki samvinnumannaflokkurirm og Verka- mannaflokkurinn höfðu samvinnu sín í milli í kosningunum, sem háðar voru í Bretlandi 23. febrúar sl. Fyrir kosningarnar hafði ágreiningur milli samvinnumanna og jafnað- armanna verið jafnaður. Var einkum deilt um fyrirætlanir jafnaðarmanna að þjóðnýta vátryggingastarfsemina í landinu. Hurfu jafnaðarmenn frá þeirri fyrirætlan og hafa ákveðið að beita sér fyrir því að koma á samvinnutryggingakerfi í staðinn. Málgögn samvinnumanna studdu frambjóðendur jafn- aðarmanna og samvinnumanna hvar vetna í kosningunum. Eins og kunnugt er sigruðu jafnaðarmenn og samvinnumenn í kosning- unum, en meirihluti þeirra á þingi varð að- eins lítill. Forustumaður brezka samvinnuflokksins, A. V. Alexander, landvamarráðherra, var aðlaður um sl. áramót og tók sæti í efri deild þingsins. Alexander hóf starfsferil sinn sem sendisveinn hjá kaupfélaginu í Weston- super-Mare, þar sem faðir hans var jám- smiður. Hann var fyrst kosinn á þing árið 1922 af hálfu Samvinnuflokksins og hefur verið fulltrúi hans síðan. Hann gegndi fyrst ráðherrastörfum í fyrstu Verkamannaflokks- stjóminni árin 1931—1935, á stríðsárunum síðari var hann flotamálaráðherra og land- varnarráðherra Verkamannaflokksstjórnar eftir kosningasigurinn 1945. Gegnir hann því embætti áfram. Dönsku samvirmufélöéin efna til ódýrra orlofsferða fyrir samvinnumenn til ýmsra landa í Evrópu nú í sumar. Er gert ráð fyrir að 300 manna hópar heimsæki Holland og Belgíu, Suður-Frakkland, Ítalíu, Tyrol, Nor- eg, Svíþjóð o. fl. lönd og staði.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.