Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 24
KONURNAR OG SAMVVINNAN.
(Framhatd af bh. 23)
danska sambandið framleiðir þau
einnig nú og selur mikið.
Þessi húsgögTi eru þannig gerð,
að þau eru livergi negld eða límd,
heldur er liver hluti þeirra laus, og
geta börnin sjálf tekið þá í sundur
Þannig lilur stólinn út samsettur. Húsmunir
þessir eru gerðir úr ómdluðu tré, og er hœgi
að þvo þá, þegar á þarf að halda.
og sett saman, án mikillar fyrirhafn-
ar. Er þetta því samtíntis því að vera
ágætis húsgagn, góður stóll eða
borð, hið allra skemmtilegasta sam-
setningarleikfang. Börnin hafa hið
mesta yndi af því að taka þetta í
sundur<og búa sjálf til stól eða borð.
Töfluborðið gegnir tveim hlutverkum. Það
er ágeetis borð til að skrifa við og jafnframt
keerkomin svört tafla til að krota á.
Þá er löfluborðið annar hlutur,
sem náð hefur miklum vinsældum.
Börn hafa, sem kunnugt er, snemma
mikið yndi af að kríta og krota, og
er það talið vera þeim hollt að byrja
snemma á slíku. Móðirin aftur á
móti er ekki eins sólgin í að fá barni
sínu skrifföng í hendur. Enginn
hlutur í heimilinu verður öruggur
fyrir kroti barnsins, ogmóðurinni er
annt um veggfóðrið, rúmgaflana og
margt fleira, sem venjulega verður
fyrir hörðustu ásóknunum. Ef barn-
ið á engan sérstakan hlut, sem það
má skrifa á, er varla við því aðbúast,
að vel fari. — Úr þessum vanda leys-
ir töfluborðið, sem þannig er útbú-
ið, að platan er laus, og er svört tafla
öðrum megin til að krota á, en með
lítilli fyrirliöfn er hægt að setja
plötuna niður, og verður hún þá
ágætis borð, sent hægt er að sitja
við. Þá snýr svarta taflan niður, en
ljóst og fallegt birkiborð snýr að
barninu.
f REIÐANLEGA væri mörgum
r\ vandræðunt og leiðindum í
heimilinu afstýrt, ef barnið ætti ein-
hvern slíkan mun til þess að vinna
við og ieika sér að. Ógæfa margra
barna er, að þau mega hvergi vera í
heimilinu, ekkert gera, og leik-
föngin veita þeim takmarkaða fró-
un. — Þarfir barnanna eru margvís-
legar, og okkur ber skylda til að
gefa þeirn gaunt, eftir Jtví sem við
getum.
Vonandi er, að börnunum verði
ekki gleymt hér á landi, Jregar sam-
vinnumenn hefjast handa um fram-
leiðslu góðra og hagkvæmra liús-
gagna fyrir neytendur í landinu.
FRÁ ÝMSUM
LÖNDÍIM
SVISS. — Samvinnukonur í Sviss hafa
haft samtök með sér um langan ald-
ur og hafa kvennagildi verið starf-
andi þar í meir en 30 ár. Meðlimir
i þessum kvennasamtökum eru nú
um 6.000 að tölu. — Tvö blöð eru
gefin út af gildasambandi landsins,
annað fyrir hina þýzkumælandi íbúa
landsins, á þýzku, en hitt á frönsku
fyrir hina frönskumælandi íbúa. Eitt
af aðalstarfi gildasambandsins er að
láta reyna, á vísindalegan hátt,fram-
leiðsluvörur samvinnufélaganna og
gefa út þaulreyndar mataruppskrift-
ir, ráð og leiðbeiningar fyrir heimilin
í landinu.
BANDARÍKIN. — „Bandaríki Norður-
Ameríku eiga ekkert gildasamband
enn,“ segir í málgagni alþjóðagilda-
sambandsins, „en mikil hreyfing er
nú þar í landi að koma slíku sam-
bandi á laggirnar. — Sem stendur
er starfandi stór og mikill félags-
skapur í Norðurríkjunum með þátt-
töku bæði simvinnukarla og kvenna,
og heita samtök þessi Samvinnugildi
og Klúbbar Norðurríkjanna (North-
ern States Co-operative Guilds and
Clubs). Fundi halda konur og karlar
sameiginlega, en konur halda einnig
fundi sérstaklega, og er algengt að
þeir séu haldnir í heimilum sam-
vinnukvenna. Kvennagildin vinna
mjög að fræðslu og áróðri fyrir vör-
um samvinnufyrirtækja í landinu,
og jafnframt vinna þau að ýmsum
menningar- og mannúðarmálum. —
Síðastliðið sumar komu gildin á fót
svonefndri „Samvinnuviku bama“.
Var börnum boðið í heimsóknir til
ýmissa fyrirtækja samvinnumanna
og verzlana, farnar voru smáferðir
og ýmislegt fleira var gert fyrir
börnin.“
BELGIA. — I fyrsta sinn í sögunni fengu
belgískar konur að neyta kosninga-
réttar í almennum kosningum, sem
voru þar í landi 26. júní sl. Sam-
vinnukonur tóku mikinn þátt í kosn-
ingabaráttunni, en í Belgíu hafa
kvennagildi starfað í 26 ár. Um svip-
aðar mundir höfðu samvinnukonur í
Belgíu mikinn undirbúning með
höndum fyrir Alþjóða samvinnudag-
inn (International Co-operative
Day) og við það tækifæri flutti frú
C. Ansion, sem er aðalritari belgíska
gildasambandsins, ræðu, sem út-
varpað var í belgíska útvarpinu, sem
heitir Radio Belge, þar í landi.
SVIÞJOÐ. — Áhrifa kvenna gætir æ
meir innan hinnar sænsku samvinnu-
hreyfingar. 44% af trúnaðarmönn-
um samvinnusamtakanna i Stokk-
hólmi, eru konur. I minni bæium
og sveitum er prósenttalan miklu
lægri, en einnig þar fjölgar konum.
FRAKKLAND. — í Frakklandi eru
kvennagildin nú óðum að koma sér á
laggirnar aftur eftir styrjöldina. Þau
voru fyrst stofnuð þar í landi 1937,
og var landssambandið eitt af
yngstu samböndum í alþjóðasam-
bandi kvennagildanna. — Stofnun-
arárið voru mynduð 17 gildi með
500 meðlimum. Styrjaldarárin lá
starf þeirra að mestu leyti niður.
SAMVINNUKONUR!
Konur, sem áhuga hafa á samvinnu-
málum, ættu að stuðla að útbreiðslu
Samvinnunnar. Áskrift að Samvinn-
unni er tilvalin tækifærisgjöf, því að
þar er að finna ýmsan fróðleik um sam-
vinnumál og þjóðfélagsmál almennt,
sem allar konur ættu að fylgjast með
og kynna sér eftir föngum.
Konur! Skrifið kvennaþætti Sam-
vinnunnar um áhugamál ykkar.
24