Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 20
Á förnum vegi
'17'IÐ MUNUM um margt vera líkir frænd-
" um okkar, Norðmönnum. Má sjá þess
mörg merki. Einstaklingar beggja þjóðanna
bera sterkt svipmót. Ýmsir þjóðfélagshættir
eru hér svipaðir og þar. Pólitíkin okkar er á
stundum keimlík þvi, sem gerizt í Noregi,
eins og blaðaskrifin. Ef maður er á hnot-
skóm eftir því, sem er líkt með frændþjóð-
unum, getur verið skemmtilegt að kynnast
einum þætti þjóðmálabaráttunnar í Noregi.
Það er átök einkaframtaksins og samvinnu-
félaganna. Þar virðist ekki margt skilja
frændurna beggja megin hafsins. Norsku
kaupmannasamtökin gefa út blað, sem heitir
,JIorges Kjöpmandsblad“. Það er að þessu
leyti hið norska „Morgunblað“. Samvinnu-
samtökin gefa út tímaritið „Kooperatören“,
sem svarar til „Samvinnunnar" okkar. Þar,
eins og hér, kastast stundum í kekki milli
þessara málgagna. I nýlegu hefti af norska
samvinnublaðinu er greinarstúfur, sem sann-
ar á eftirtektarverðan hátt, að margt er líkt
með skyldum. Til gamans og fróðleiks skal
nokkuð nánar vikið að honum.
TyrORSKA kaupmannasambandið hélt árs-
’ fund sinn á sl. hausti. Var þar margt
manna saman komið, því að kaupmanna-
stéttin í Noregi er fjölmenn og hefur með
sér landssamband, sem virðist láta sig miklu
skipta hag stéttarinnar, ekki aðeins í höfuð-
staðnum og stærstu borgunum, heldur um
gjörvallt landið. Er þetta raunar ólíkt því,
sem hér gerizt. A fundi þessum voru mörg
málefni til umræðu, og þar var meðal ann-
ars rætt um samvinnufélögin og hversu
skyldi staðið gegn vaxandi sókn þeirra í
þjóðfélaginu. Ekki er þó gjörla kunnugt,
hvaða meðul voru þar helzt uppskrifuð, með
því að „Norges Kjöpmandsblad" var mjög
sagnafátt um þau störf fundarins. Gaf sú
þögn samvinnublaðinu tilefni til greinar
þeirrar, sem fyrr getur. Er fyrst kvartað
undan því, að fróðleikur um þetta efni skuli
hafður af lesendum kaupmannablaðsins. En
fyrst blaðið hafi dregið leyndarhulu yfir
það, hvernig stríðinu gegn samvinnufélög-
unum skuli háttað í framtíðinni, verði les-
endur þess sjálfir að geta í eyðumar og gera
sér í hugarlund, hvernig hún muni hafa
hljóðað, framsöguræðan til styrktar þessu
ágæta málefni. Síðan greinir frá því, hvernig
greinarhöfundur hugsar sér að málið hafi
verið lagt fyrir. Eru þessar hugleiðingar hins
norska blaðamanns mjög skemmtilegar, og
vafalaust hafa þær hitt í mark. En svo und-
arlega bregður við, að ræða sú, er þarna er
gerð að umtalsefni, gæti alveg eins hafa ver-
ið haldin fyrir austan haf, úti á Islandi. Lífs-
reglurnar virðast vera þær sömu hér og þar.
I ræðu þeirri, sem samvinnublaðið birtir,
eru hernaðaraðgerðir kaupmannasambands-
ins og málgagna þess, dregnar saman í þrjú
meginatriði. En atriðin eru þessi:
1. Með ódrepandi áhuga og allan ársins
hring verðum við að halda því fram, að
samvinnuhreyfingin sé í rauninni
grímuklædd, pólitísk stefna. Minnumst
þess, að dropinn holar steininn!
2. Við verðum að nota öll meðul til þess
að læða þeirri skoðun inn hjá almenn-
ingi, að samvinnufélögin njóti óréttlátra
skattfriðinda og komi sér hjá þeirri
þjóðfélagsskyldu að greiða opinber
gjöld, en aftur á móti liggi sú skylda
okkar meðlimum (kaupmannasam-
bandsins) sérstaklega þungt á hjarta.
3. Við verðum að halda því fram, og segja
það staðreynd, að samvinnufélögin hafi
náð forréttindaaðstöðu fyrir atbeina
ríkisvaldsins og þessi forréttindi séu
beinlínis á kostnað okkar og alþjóðar.
'17'AFALAUST þekkja flestir íslendingar
’ þennan söng og sjá í hendi sér, að það
er ekki út í bláinn sagt, að margt sé líkt með
frændunum austan hafs og vestan. Og ekki
gætu þau síður átt við hér, lokaorðin, sem
greinarhöfundur samvinnublaðsins leggur í
munn formanns kaupmannasambandsins,
í herhvöt þeirri, er áður getur. En þar segir
svo: „Sameiginlegt átak, á þessum grund-
velli, hlýtur að færa okkur nokkurn árangur.
Við sjáum þegar hylla undir lárviðarkrans
sigursins. Vitaskuld kemur þessi herför til
með að kosta nokkurt fé. Allt stríð kostar
peninga. En hér er um að ræða útgjöld til
þess að tryggja tekjurnar, og þetta spursmál
verður allt tekið til nánari yfirvegunar af
sérstakri nefnd. Agæta samkoma, dömur og
herrar! Söfnumst saman á vígvellinum.
sækjum fram í þéttskipaðri fylkingu, allir
sem einn, heildsalar, skósalar, kornvöru-
kaupmenn og Verzlunarráð Noregs! Látum
trómet blása, og horn gjalla. Sigurinn bíður
á næsta leiti!“
A UÐSÉÐ ER, að norskir samvinnumenn
óttast ekki mjög þann aukna áróður,
sem málsvarar einkahagsmunanna hafa nú í
frammi gegn kaupfélögunum. Þeir treysta á
dómgreind og félagshyggju þjóðarinnar, og
þeir halda ótrauðir áfram að undirbúa að ný
verkefni, til hags fyrir þjóðina, verði leyst
með skipulagi samvinnunnar. Við hér úti á
íslandi höfum heyrt „trómet blásin“ og „fall-
stykkjum affýrt“ nú um nokkra hríð. Mál-
svarar einkahagsmunanna og fylgihnettir
þeirra hafa heldur ekki verið iðjulausir hér.
En samanburðurinn á frændum nær lengra.
íslenzka þjóðin á líka til dómgreind og fé-
lagshyggju í ríkum mæli, eins og frændur
hennar í Noregi. íslenzka samvinnuhreyf-
ingin verður því ekki stöðvuð á framsókn-
arbraut sinni með neinu slíku herútboði og
ekki þótt þeir fari allir í fylkingu, „heildsal-
ar, skósalar, komvörukaupmenn og Verzlun-
arráð íslands11 og hafi gunnfána Morgun-
blaðsins fyrir liðinu. Hér ræður ekki máttur
áróðurs og peninga, heldur frjáls hugsun og
manndómur einstaklingsins. A þeim grunni
byggir samvinnuhreyfingin.
Undirrót góðs
eða ills?
Fólk talar nú meira um peninga og gildi
þeirra en oftast áður. Blöð vor birta myndir
af krónunni, sem sýna hana eins og köku,
sem búið er að borða 3/4 hluta af. I þessu
sambandi er fróðlegt að rifja upp, hvað ýms-
ir spekingar fyrr og nú hafa sagt um peninga.
Hér eru nokkur dæmi:
„Peningar og tími eru þyngstu byrðar
mannlífsins, og óhamingjusamastir allra
dauðlegra eru þeir, sem hafa meira af
hvort tveggja en þeir vita, hvað þeir eiga
við að gera.“ — Samuel Johnson.
„Þegar eg var ungur, hélt eg að pening-
ar væm það eftirsóknarverðasta í lífinu,
nú, þegar eg er orðinn gamall, veit eg að
þetta er svona.“ — Oscar Wilde.
„Skuldir eru eins og trjámaðkur. Þær
grafa sundur stoðir hússins.“ — Sir Walter
Raleigh.
„Hinar sjö ógnarlegu syndir.... Fæði,
skæði, hiti, húsaleiga, skattar, virðuleiki
og börn. Ekkert getur lyft þessum sjö
myllusteinum frá hálsi mannsins nema
peningar. Andinn getur ekki svifið tilhæða
fyrr en þessi bönd eru leyst.“ — George
Bernard Shaw.
„Peningar eru í raun réttri gjaldmiðill
fyrir starf, og þeir eiga engan siðferðileg-
an rétt til þess að vaxa nema þeir gangi
beinlínis í gegnum einhvers konar starf.“
Aristotel.
„Að ytra útliti gleðjumst við meira af
því að gefa fé en hið innra með okkur.“ —
E. W. Howe.
20