Samvinnan - 01.02.1950, Blaðsíða 16
Pétur afneitar Kristi. — Myndin er gerð árið 1660.
p^ESS MÁ SJÁ nokkur merki, að
\r áhugi manna fyrir list eldri meist-
ranna í málaralist, sé að vaxa, eftir
itilegu þá, sem listasmekkur og lista-
hugi hafa átt með „ismunum" og nú-
ímalistinni svonefndu. Meðal annars
r nú getið um meiri áhuga tyrir hin-
im ódauðlegu myndum hollenzka
neistarans Rembrandt van Rijn
1603—1669). í tilefni af sýningu, sem
lialdin var á nokkrum myndum hans
í Wildenstein-listasafninu í New York
nú nýlega, ritaði listgagnrýnandi einn
um liann í amerískt tímarit og lét þar
meðal annars ummælt eitthvað á þessa
leið:
ENDA ÞÓTT sjá megi augljós
merki hugarfarsbreytingar, er
list Rembrandts samt þokað til hliðar
Vaxandi áhugi
fyrir list hans
víða um lönd
af ýmsum fagurkerum samtimans. —
Sumir telja hann of bundinn af efni
sínu og gefa „abstrakt“-formi of lítinn
gaum. Aðrir segja efnisval hans of
hversdagslegt og fátæklegt. Enn aðrir
finna honum það til foráttu, að hann
hafi nrálað það, sem hann sá, fremur
en reynt að lýsa tilfinningum sínum og
undirvitund á léreftinu. Margir telja
<Framhald á bls. 19)
16