Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 7
og verkamaður tíma og tíma eftir því sem atvikin höguðu tækifærunum á þessum árum.“ Man nfrœði ngur. Vilhjálmur Stefánsson er mannfræð- ingur að menntun. Hann lauk B. A. prófi frá Norður-Dakota- og Iowa-há- skólunum. Síðan fór hann til fram- haldsnáms í Harvard háskólann og var þar árin 1903—1906. Allan tímann kostaði hann nám sitt sjálfur og síð- ustu árin í Harvard hafði liann unnið sér svo mikils álits, sem efnilegur mannfræðingur, að hann var gerður að aðstoðarkennara þar. Þegar eg spurði Vilhjálm, hvenær hann hefði fyrst farið að liafa áhuga á mannfræði og landkönnun, sagðist hann hreint ekki vita það. Síðan bætti hann við: „Eg held ég hafi alltaf haft áhuga á mannfræði. ... já, meira að segja áð- ur en eg fór að lesa þessa fræðigrein kom áhuginn á að heimsækja ókunnar og lítt þekktar þjóðir.“ Fyrsta landið, sem Vilhjálmur Stef- ánsson heimsótti eftir að hann fór að lesa mannfræði var ísland. Kom hann hingað árið 1904, í sumarleyfi frá skólanum, og gerði mannfræðirann- sóknir. Kostnað fararinnar greiddi hann sjálfur.Ári seinna fór hann aftur til íslands í aðra rannsóknarferð. Þessa ferð fór liann á vegum Harvard háskólans og borgaði skólinn kostnað- inn vegna rannsóknanna og fararinn- ar. Laridkönnuður. Áhugi Vilhjálms á rannsóknarferð- um af þessu tagi fór mjög vaxandi eftir íslandsferðirnar. Þess vegna varð það úr, að hann fór rannsóknarferð til heimskautalandanna laust eftir seinni íslandsferðina. „Þessi ferð mín var aðallega farin til þess að safna mannfræðilegum gögnum um Eskimóa fyrir norðan Mackenziefljótið og í Norður-Alaska,“ sagði landkönnuðurinn. „Ferðin tók næstum tvö ár, 1906 og 1907, og báru tveir háskólar, Toronto- og Harvard- háskólinn, kostnaðinn." Vilhjálmur Stefánsson vann sér mikið álit, sem athugull vísindamað- ur og glöggur landkönnuður, strax eftir að hann birti niðurstöður sínar af þessari rannsóknarferð sinni. Af- leiðingin varð sú, að bandaríska þjóð- minjasafnið og kanadíska jarðfræðifé- lagið réðu hann og dr. Rudolph And- erson til að verða forstöðumenn vís- indaleiðangurs til heimskautaland- anna á árunum 1908—1912. Það var eins og áhugi Vilhjálms fyr- ir landkönnun ykist með hverri rann- sóknarferð. Hann lét ekkert lát verða á að undirbúa annan leiðangur eftir að einum var lokið. Strax árið 1913 lagði hann t. d. aftur af stað til heims- skautalandanna. Nú var það kanadíska ríkið, sem fékk hann til fararinnar. „Við lögðum af stað frá Virginía í Brezku Kólumbía í júní 1913,“ sagði Vilhjálmur. „Tilgangur þessarar ferð- ar yar að kanna landssvæðið fyrir norðan Kanada og Alaska. Þessi ferð tók fjögur ár.“ 13 vetur og 10 sumur. i heimskautalönduríum. Vilhjálmur Stefánsson hefur alls eytt 13 sumrum og 10 vetrum í heim- skautalöndunum, auk þess sem hann hefur faríð þangað ótal snöggar ferðir. „Á stríðsárunum vann ég fyrir bandaríska flotann,“ sagði Vilhjálm- ur, „og þá var ég alltaf með annan fót- inn yfir í heimskautalöndunum. Á þessum árum flaug eg þangað oft viku- lega, enda þótt aðalbækistöð mín væri Netv York.“ Rithöfundur. Vilhjálmur Stefánsson hefur verið afkastamikill rithöfundur. Flestar bækur hans eru byggðar á ferðalögum hans um heimskautalöndin. Sumar þeirra eru fræðibækur fremur en bæk- ur til skemmtilesturs. Flestar eru þær hins vegar skrifaðár í svo skemmtileg- uni stíl, að dómi bandarískra gagnrýn- enda, að fólk hefur unun af að lesa þær. „Eg vandist á að lesa mikið í æsku,“ sagði Vilhjálmur. „Pabbi og mamma voru bæði bókhneigð eins og títt er um íslenzkt bændafóik austan hafs og vestan. Þess vegna vaknaði lestrar- og rithöfundaráhuginn hjá mér þegar í æsku.“ Þessi áhugi Vilhjálms á ritstörfum kom sér vel fyrir hann á skólaárunum. í eina tíð vann hann t. d. fyrir sér sem blaðamaður við Bostonblaðið Even- 'ing Transcript. í annað skipti var hann fréttaritstjóri við Norður-Da- kótablaðið Plaindealer, sem gefið var út í Grand Forks. Og alla ævi hefur liann skrifað mikið í ýmis blöð og tímarit. Landkönnuðurinn hefur alls skrif- að 22 bækur. Margar þeirra hafa verið þýddar á erlend tungumál. „Rússar og íslendingar hafa þó gefið út fleiri þýðingar af bókum mínum en flestar aðrar þjóðir,“ sagði Vilhjálmur. Bókasafnið. Vilhjálmur Stefánsson á mikið og stórt bókasafn í New York. Safn þetta er sérgreint þannig, að bækur þess fjalla nær eingöngu um heimskauta- löndin og það er þau varða. „Eg byrjaði að safna þessum bókum fyrir þrjátíu árum síðan,“ sagði land- könnuðurinn. „Nú eru í kringum 1800 bundin bindi og 1500 bæklingar í safninu. Öll þessi rit eru um heim- skautalöndin að undanskildum 10 af hundraði, sem eru um lönd þau, sem næst liggja heimskautalöndunum.“ Vilhjálmur gat þess, að hann ætti líka annað bókasafn. „Þetta safn er á búgarði mínum uppi í Vermountrík- inu,“ sagði hann. „í þessu safni eru ýmsar bækur almenns eðlis og eru þær 7000 talsins. Þarna er t. d. íslenzka bókasafnið mitt. í því eru 1500 bæk- ur, sumar þeirra mjög fágætar. Eg á t. d. allan Sunnanfara og Norðanfara auk rnargra guðsorðabóka og gamalla og nýrra ljóðabóka og kvæðakvera. Þá á ég að sjálfsögðu íslenzku fornbók- menntirnar. Islenzka safnið mitt er svona gott,“ bætti Vilhjálmur við, „af því að vinur föður míns, Eggert Laxdal frá Akur- eyri, arfleiddi mig að bókasafni sínu. Þetta var afbragðs gott safn. í því voru um 1000 bindi, sum þeirra mjög sjald- gæf og dýr.“ Landkönnuðurinn gat þess, að hann væri hættur að bæta íslenzkum bókum við safn sitt, vegna þess að þær væru svo dýrar. Hins vegar kvaðst hann kaupa mikið af bókunr þeirn um ís- land, sem gefnar eru út í Bandaríkj- unum, sérstaklega þó þær, sem fjalla um félagsfræðileg eða söguleg efni. Handbókin mikla. Vilhjálmur Stefánsson vinnur nú að handbók um heimskautalöndin. Á ensku heitirhúnEncyclopaediaArtica. 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.